fbpx

Vorlínur #15: Guerlain

FallegtGuerlainmakeupNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Nú er ég búin að vera voðalega mikið föst við tölvuna að skrifa um snyrtivörur – bæði klassískar og nýjungar fyrir Reykjavík Makeup Journal. Eitt af því sem ég var hvað spenntust fyrir að skoða og að fá að vita meira um eru vorlínur merkjanna sem verða fáanlegar hér á Íslandi. Ég elska að skoða lúkk frá merkjunum og lesa mér til um innblástur – pælingar á bakvið liti og vörur og ég heillast mjög auðveldlega. Ég ætla á blogginu að sýna ykkur vorlínurnar og vonandi fæ ég að sýna ykkur lúkk með mörgum þeirra – ég ætla að byrja á því að sýna ykkur eina af mínum uppáhalds línum fyrir vorið. Línan er sú sem stendur svolítið frá öðrum því hún virðist kannski frekar einföld en ég heillast sérstaklega af andlitsvörunum og glóðinni sem einkennir línuna og heildarlúkkið sem einkennir vörulínuna – ljómi, ljómi, ljómi! Þið vitið hvað ég er hrifin af ljóma :)

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni frá Guerlain sem í ár nefnist Les Tendres

guerlainvor Kiss Kiss Shaping Lip Colour í litnum Rosy Silk – Volume Creating Curl Sculpting Mascara – Nail Lacquer í litnum Baby Rose – Météorites Baby Glow – Écrin 4 Couleurs augnskuggapalletta í litnum Les Nuees – Météorites Compact Powder.

Ég valdi svona nokkrar vörur til að sýna ykkur – svo á ég reyndar eftir að fara að skoða línuna og pota aðeins í hana. Ég hef reyndar alltaf verið hrifin af augnskuggunum frá merkinu og ég heillast mikið af þessari litapallettu sem er hér fyrir ofan. Litirnir eru auðvitað bara flottir fyrir konur með blá/grá augu og svo er önnur sem hentar meira þeim sem eru með græn augu en við með brúnu getum bara valið hvor okkur finnst flottari. Météorites púðrið er svo líka bara flott og eins og ég hef sagt áður þá elska ég ilminn af þeim púðrum – það eru líka perlur í línunni sem koma í mjög flottu boxi. Varan sem ég er þó langspenntust fyrir er Baby Glow ljóminn – bleika túpan í miðjunni – þessa verð ég að eignast þetta var ást við fyrstu sýn – fyrstu sýn á netinu ;)

Þetta er virkilega vel heppnuð lína sem byggir að miklu leiti til á innblástri frá þeirra vinsælustu vörum sem eru m.a. Météorites púðrin. Púðrin eru svona legendary förðunarvörur sem mér finnst að allar konur þurfi að prófa. Þau gefa þennan mikla ljóma, fallegan og frísklegan lit sem gefur húðinni svo sannarlega ómótstæðilegan vorljóma – nú þurfum við bara að fá vorið formlega í veðráttuna okkar og þá verður þetta allt fullkomið. Vonandi næ ég svo að sýna ykkur vörurnar í eigin persónu innan skamms.

Hlakka til að skoða þessa línu betur núna um helgina en hún er komin í verslanir og fæst nú á sölustöðum Guerlain t.d. Hagkaup og Lyf og Heilsa Kringlu :)

EH

Trend: Silfurlitaðir strigaskór

Skrifa Innlegg