Ég er búin að vera hugsa endalaust um fallega ljómandi húð fyrir sumarið. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru á óskalistanum hjá mér.
1. SKIN THIGHT BODY – PRTTY PEAUSHUN
Þessi vara er alveg ný á íslenskum markaði, Nola.is var að taka þetta merki inn og er ég mjög spennt fyrir því. Þetta er sem sagt ljómakrem sem maður setur á líkamann og gefur fallegan ljóma. Ég er búin að vera skoða þetta merki núna í svolítinn tíma og líst mjög vel á það. Það er svo fallegt að setja smá svona krem á til dæmis fæturnar þegar maður er berleggja. Síðan heyrði ég að Rihanna vinkona mín notar þetta og þá hlýtur þetta að vera gott!
2. BABY GLOW – GUERLAIN
Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru en þetta er Baby Glow frá Guerlain. Þetta á að gefa húðinni fallegan ljóma og hægt að nota undir farða eða bara einan og sér. Það er líka stór plús að það sé sólarvörn í kreminu og því tilvalið fyrir sumarið! Ég er ekki búin að prófa margar vörur frá þessu merki en er mjög spennt fyrir þessari vöru.
3. GLAM BEIGE – L’ORÉAL
Þessi vara er frekar nýleg frá L’Oréal og er létt krem með lit í. Þetta gefur fallegan ljóma og mjög létt á húðinni. Ég gæti hugsað mér að nota þetta eitt og sér með smá hyljara og vera bara tilbúin. Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru!
4. GLOWSTARTER – GLAM GLOW
Þetta er rakakrem og ljómakrem sett saman í eitt, hversu vel hljómar það? Þetta krem á að gefa húðinni meiri ljóma og til í nokkrum litum. Þetta er allavega eitthvað fyrir mig og myndi ég nota þetta krem undir farða eða létt BB krem.
5. FAUX WHITES EYE BRIGHTENER – NYX COSMETICS
Hversu sætir blýantar? Þessir finnst mér bara öskra sumar og eru æði til þess að fríska aðeins uppá hina daglegu förðun. Ég held líka að þessir myndu koma sér vel fyrir allar úthátíðirnar í sumar, til dæmis Secret Solstice.
6. NAKED HEAT – URBAN DECAY
Þessi palletta er ekki kominn til Íslands en ég sá hana á instagraminu hjá Urban Decay og hugsaði bara að ég yrði að eignast hana! Þetta eru alveg týpiskt ég litir og finnst mér hún líka bara svo ótrúlega falleg.
7. HIGHLIGHT & SCULPTING PALETTE – VISEART
Viseart er þekkt fyrir fallega augnskugga og er ég því mjög spennt að sjá hvernig andlitsvörurnar þeirra virka. Mér finnst þessi palletta ótrúlega falleg og ég er mjög spennt að sjá hvernig highlighter-arnir eru. Þessi palletta væri líka æðisleg til að nota sem augnskugga.
8. TOUCHE ÉCLAT GLOW SHOT – YSL
Þessir highlighter-ar frá YSL eru æðislegir. Ég á dekkri litinn úr þessari línu og er búin að nota hann mikið. Þetta er eina varan sem ég er búin að prófa á óskalistanum almennilega og get mælt með 100%. Þessir highlighter-ar gefa fallegan ljóma og húðin verður ótrúlega falleg, gefur svona “glow with in”.
Þetta er mjög sumarlegur og LJÓMANDI óskalisti en vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvað er á óskalistanum hjá mér. Þið megið endilega segja mér ef þið eruð búin/n að prófa eitthvað af þessum vörum eða mælið með eitthverju öðru.
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg