*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf
Ég er LOKSINS komin í jólafrí (vinnufrí)! Núna get ég farið að sýna ykkur flottar hátíðarfarðanir og annað skemmtilegt en fyrst langar mig að gleðja einhvern af mínum lesendum með fallegri gjöf.
Ég fékk svo ótrúlega fallegan pakka í gær frá Guerlain. Í pakkanum leyndist eldrauður varalitur, gullfallegt rautt naglalakk og síðast en alls ekki síst ilmvatnið Mon Guerlain með minni skammstöfun, GS. Þessi pakki gladdi mig mjög mikið og mér finnst þetta einstaklega falleg gjöf. Ilmurinn passar vel við þennan árstíma en hann er örlítið kryddaður og með smá vanillu, ég er samt mjög léleg í því að lýsa lykt þannig ég mæli með að fara og kíkja á þetta ilmvatn.
Guerlain er að bjóða uppá fría áletrun með hverjum keyptum 50ml Mon Guerlain ilmi dagana 15.desember og 16.desember í Hagkaup Smáralind. Þetta er gullfalleg og persónuleg jólagjöf.
GJAFALEIKUR
Ég ætla gefa einum heppnum þennan fallega hátíðarkassa frá Guerlain sem inniheldur varalit, naglalakk og ilmvatn með sinni skammstöfun.
Það eina sem þú þarft að gera er að:
1. Skilja eftir jólalega athugasemd hér að neðan með nafni.
2. Deila þessari færslu (Public) <3
Þetta er fyrsti gjafaleikurinn minn hérna á Trendnet þannig ég er mjög spennt og hlakka til að draga úr leiknum eftir helgi. Ég tilkynni alltaf vinningshafa fyrst á instagram eða snapchat þannig ég mæli með að fylgja mér þar xx
Takk fyrir að lesa xx
– Guðrún Helga Sørtveit
Snapchat: gsortveitmakeup
Skrifa Innlegg