fbpx

Ilmur af hausti

Ég Mæli MeðFallegtFW15GUCCIIlmirInnblásturLífið Mitt

Ég fæ bara ekki nóg af því að pæla í ilmvötnum – en það ættuð þið nú þegar að vita. Með haustinu koma margir dásamlegir ilmir og einn af þeim sem er nú þegar komin í uppáhald hjá mér er Bamboo frá Gucci.

Mér hefur alltaf þótt svakalega gaman að fylgjast með breiðu úrvali ilma frá Gucci, það er eins og það sé til ilmvatn fyrir hverja tilfinningu, hvert skap, hvert tilefni og Bamboo er fullkomin viðbót hjá merkinu en ilmurinn er nú þegar kominn í verslanir.

Það er eitthvað við þennan dásamlega ilm sem heillar mig alveg ofboðslega. Hann fyllir mig af hlýjum og ljúfum tilfinningum og hann hentar mér því alveg fullkomlega.

bamboo2

Gucci sækir innblástur til bamubsins við hönnun ilmsins – Gucci kona nútímans hefur marga af eiginleikum bambusins:

„Hjá henni ríkir jafnvægi milli styrks og sjálfstrausts og meðfædds kvenleika og þokka. Hún er eggjandi en um leið öflug og valdamannsleg. Hún getur beygt sig en brotnar ekki. Eins og bambusinn er hún full lífsorku, hún er sveigjanleg og fagnar öllum breytingum. Hún býr yfir óviðjafnanlegri kvenkegri orku, hún er seyðandi blanda margra eiginleika.“

Toppnótur:
Sítrus og Bergamot

Hjartanótur:
Appelsínublóm, Casablanca Liljaog Ylang-Ylang

Grunnnótur: 
Amber, Sandelviður og Vanilla frá Tahiti

Hér fyrir ofan eru nóturnar sem ilmurinn er settur saman úr. Hann er því mjög mildur en um leið með ljúfri dýpt sem er svona í sætari kantinum útaf vanillunni en samt ekki svona dísæt. Ilmurinn finnst mér mjög kvenlegur og hann hrífur við fyrsta þef. Ilmurinn er sérstaklega hannaður fyrir Gucci konuna sem er kvenleg, örugg, sterk og fær á sínu sviði.

bamboo

Glasið er listaverk útaf fyrir sig. Bambus tappinn er auðvitað í takt við innblástur ilmsins og plantan einkennir líka pakkningarnar utan um glasið. Sjálf gerði ég mikla leit af bambus stilk til að skreyta myndirnar sem fylgja færslunni en án árangurs – ég geri það kannski bara við annað tækifæri. Sjálfri finnst mér skurðurinn á glasinu það fallegasta við það. Birta endurkastast svo fallega af glasinu og fölbleika vökvanum svo ilmurinn sjálfur verður alveg töfrandi fallegur eins væmið og það hljómar!

Mér finnst þetta alveg æðislegur ilmur og hann hentar mér fullkomlega. Sjálf hef ég ekki getað sleppt höndunum af STELLA eau de Toilette ilminum í allt sumar svo ef þið eins og ég voruð ánægðar með hann þá er Bamboo frá Gucci tilvalinn fyrir ykkur.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Metallic fegurð fyrir haustið frá YSL

Skrifa Innlegg