RFF FYRSTA KVÖLDIÐ: OUTFIT

LÍFIÐLOOKTÍSKA

Í kvöld var fyrsta kvöldið á Reykajvík Fashion Festival en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á RFF. Kvöldið var æðislegt í alla staði en þeir hönnuðir sem voru í kvöld voru Myrka, Cintamani & Magnea. Allir þessir hönnuðir voru með geggjaða sýningu & hlakka ég til morgundagsins en þá munu Another Creation, Inklaw & Aníta Hirlekar sýna hönnun sína í Hörpu.

Ég mæli eindregið með að þið fylgist með RFF 2017 á Trendnet en þar erum við Rósa, Melkorka, Hrefna & ég að blogga í beinni.

En oufit kvöldsins var; Vintage LEVI’S gallajakki, skyrta frá H&M, buxur frá Topshop, skór frá Topshop, belti frá GUCCI, veski frá Michael Kors & hálsmen frá SPÚÚTNÍK! Sjáumst á RFF eða allavega á RFF blogginu!

x

img_3036img_3038img_3033

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

LANGAR: GUCCI

FASHIONLANGAR

English Version Below

457095_x5l89_9234_001_100_0000_light-gucci-print-cotton-t-shirt803187_cu_xl

 

Á sunnudögum klæðumst við þægilegri klæðnaði … ef við nennum þá að klæða okkur yfir höfuð. Ég er í þeim gírnum í dag – tshirt, bómullarbuxur og hárið upp í snúð.

Þessi stuttermabolur hefur verið mjög áberandi á samskiptamiðlum uppá síðkastið. Áberandi einstaklingar hafa klætt hann upp og niður á fallegan hátt – óbein auglýsing sem hefur náð til mín.
Ég klæðist mjög gjarnan stuttermabolum og hef séð að ef sniðið er gott þá á ég það til að grípa alltaf í þá flíkina þegar ég tek til dress dagsins. Hjá mér hefur það verið BOB sem hefur komið sterkur inn og þá í XL þar sem ég hef stolist í fataskáp mannsins míns.

Nú er það þessi sem má endilega verða minn?
Gucci er ekki endilega “mitt merki” en þessi er alveg málið og er efstur á óskalista þessa dagana.

Langar …

 

803187_rw_xl7def341f730d6aff8eeea2237b0610c7457095_x5l89_9234_003_100_0000_light-gucci-print-cotton-t-shirt58724f0a6bbfb2e0cc7e1a5ede2b35eb shop-gucci-printed-logo-web-motif-cotton-tee

Fæst: HÉR
fyrir marga peninga.

 

//

Can this Gucci t-shirt please be mine?
On my mind these days ….
Find it: HERE

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

WANT: GUCCI TASKA

INNBLÁSTURTÍSKAWANT

4e2ed6519f31812ea087362762e5b313

Ég er alveg fallin fyrir þessari tösku frá Gucci. En taskan heitir Dionysus GG Supreme & er frá Gucci. Mér finnst taskan gullfalleg & fullkomin fyrir veturinn. Taskan kostar hinsvegar 2.250 dollara eða 259.000 kr íslenskar. Þannig held ég verð aðeins að setja þessa tösku bara á óskalistann í þetta sinn og læt mig dreyma um hana.

x

c818b79c3c61781d0ced917330a43042Processed with VSCOcam with f2 preset6eb006ba63c765aa42ac80ecf1e4181976474211b5c7815e6262faf142db2d4c

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga
sigridurr3

Ilmur af hausti

Ég Mæli MeðFallegtFW15GUCCIIlmirInnblásturLífið Mitt

Ég fæ bara ekki nóg af því að pæla í ilmvötnum – en það ættuð þið nú þegar að vita. Með haustinu koma margir dásamlegir ilmir og einn af þeim sem er nú þegar komin í uppáhald hjá mér er Bamboo frá Gucci.

Mér hefur alltaf þótt svakalega gaman að fylgjast með breiðu úrvali ilma frá Gucci, það er eins og það sé til ilmvatn fyrir hverja tilfinningu, hvert skap, hvert tilefni og Bamboo er fullkomin viðbót hjá merkinu en ilmurinn er nú þegar kominn í verslanir.

Það er eitthvað við þennan dásamlega ilm sem heillar mig alveg ofboðslega. Hann fyllir mig af hlýjum og ljúfum tilfinningum og hann hentar mér því alveg fullkomlega.

bamboo2

Gucci sækir innblástur til bamubsins við hönnun ilmsins – Gucci kona nútímans hefur marga af eiginleikum bambusins:

„Hjá henni ríkir jafnvægi milli styrks og sjálfstrausts og meðfædds kvenleika og þokka. Hún er eggjandi en um leið öflug og valdamannsleg. Hún getur beygt sig en brotnar ekki. Eins og bambusinn er hún full lífsorku, hún er sveigjanleg og fagnar öllum breytingum. Hún býr yfir óviðjafnanlegri kvenkegri orku, hún er seyðandi blanda margra eiginleika.“

Toppnótur:
Sítrus og Bergamot

Hjartanótur:
Appelsínublóm, Casablanca Liljaog Ylang-Ylang

Grunnnótur: 
Amber, Sandelviður og Vanilla frá Tahiti

Hér fyrir ofan eru nóturnar sem ilmurinn er settur saman úr. Hann er því mjög mildur en um leið með ljúfri dýpt sem er svona í sætari kantinum útaf vanillunni en samt ekki svona dísæt. Ilmurinn finnst mér mjög kvenlegur og hann hrífur við fyrsta þef. Ilmurinn er sérstaklega hannaður fyrir Gucci konuna sem er kvenleg, örugg, sterk og fær á sínu sviði.

bamboo

Glasið er listaverk útaf fyrir sig. Bambus tappinn er auðvitað í takt við innblástur ilmsins og plantan einkennir líka pakkningarnar utan um glasið. Sjálf gerði ég mikla leit af bambus stilk til að skreyta myndirnar sem fylgja færslunni en án árangurs – ég geri það kannski bara við annað tækifæri. Sjálfri finnst mér skurðurinn á glasinu það fallegasta við það. Birta endurkastast svo fallega af glasinu og fölbleika vökvanum svo ilmurinn sjálfur verður alveg töfrandi fallegur eins væmið og það hljómar!

Mér finnst þetta alveg æðislegur ilmur og hann hentar mér fullkomlega. Sjálf hef ég ekki getað sleppt höndunum af STELLA eau de Toilette ilminum í allt sumar svo ef þið eins og ég voruð ánægðar með hann þá er Bamboo frá Gucci tilvalinn fyrir ykkur.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

@HOME: FATASLÁR

FötHeimiliHönnunHreyfingPersónulegtVerona

unnamed-38

unnamed-40

 

Þið munið kannski eftir færslunni um fataslárnar sem ég setti inn í haust, sjá HÉR  ? Dagurinn í dag fór í allsherjar þrif og fyrst ég var búin að taka öll fötin af slánum mátti ég til með að smella einni mynd af þeim í leiðinni. Slárnar lét ég smíða sérstaklega fyrir mig hér í Verona, herðatrén keypti ég í Zara Home, snagana fékk ég í H. Skjalm P. í Köben og er útkoman þessi. Ég vildi hafa þetta í smá svona “industrial” fíling og eru báðar slárnar 165 cm að lengd. Fatasláin á efri myndunum er í svefnherberginu okkar og þessi neðri er frammi í forstofu, eins og kannski sést. Ég er afskaplega ánægð með þetta nýja fyrirkomulag og hefur skipulagið í fataskápunum batnað til muna. Að auki er talsvert skemmtilegra að velja sér föt á morgnanna því fötin njóta sín betur og úrvalið virðist meira :-)

 

unnamed-37

unnamed-39

 

Að lokum fær nýja fína hjólið að fylgja með. Emil átti að fá þetta hjól í afmælisgjöf ( sjá hér ) en stundum gerast hlutirnir alltof hægt hérna á Ítalíu, já eða bara gerast hreinlega ekki, og því varð þessi afmælisgjöf að jólagjöf. En fínt er hjólið og eiginlega svo flott að ég vil helst hafa það bara í stofunni – þar sem það stendur ákkúrat núna :-)

LANGAR: COPY/PASTE

COPY/PASTELANGAR

Ég er búin að vera með augastað á yfirhöfn frá Zöru í svolítinn tíma. Flík sem æpir á mann af slánni í þessum fallega appelsínugula lit. Þegar ég sá hana fyrst minnti hún mig á sambærilega frá Gucci, en það er þá ekki í fyrsta sinn sem Zara nælir sér í innblástur frá því ágæta tískuhúsi.

Gucci-:zara
GUCCI PRE-FALL 15

7861822913_2_1_1 7861822913_1_1_1
ZARA FW14

Ég orðin reddý í smá seventís inn í vorið.
Þið líka?

Langar ..

xx,-EG-.