fbpx

TRENDNÝTT

FRUMSÝNINGARHELGI HOUSE OF GUCCI

Við erum ó svo spennt fyrir House of Gucci sem frumsýnd verður um helgina. Um er að ræða átakanlega sögu hjónanna Patrizia Reggiani og Maurizio Gucci og lúxus tískuhússins sem allir þekkja. Tvíeykið giftist árið 1973 og eiga saman tvær stúlkur. Patrizia var þekkt fyrir dálæti sitt á veraldlegum munum og lét eitt sinn hafa eftir sér að hún myndi heldur sitja grátandi í Rolls Royce en að ferðast brosandi á hjóli. Á sama tíma var Gucci sjálfur þekktur fyrir óhóflega eyðslu sína sem endaði með því að hann seldi tískuhúsið til félags frá Bahrain. Ekki bara tíska heldur drama, átök og sorg.

Allir í bíó? Miðasala hefur opnað HÉR fyrir áhugasama.
Að neðan sjáum við trailer sem lofar góðu –

LESIÐ LÍKA: TÍSKA, GLAMÚR,DRAMA OG DAUÐI – HOUSE OF GUCCI


//
TRENDNET

UNICEF sker upp herör gegn hungri og hækkar verð á hnetumauki um 50%

Skrifa Innlegg