fbpx

TRENDNÝTT

UNICEF sker upp herör gegn hungri og hækkar verð á hnetumauki um 50%

FÓLKKYNNING

– Black Friday tilboðið sem þú sérð hvergi annars staðar – Við gefum engan afslátt af réttindum barna

UNICEF á Íslandi heldur uppteknum hætti á afsláttardeginum mikla Black Friday og býður nú 100 pakka af næringarríku jarðhnetumauki á 50% HÆRRA verði en venjulega á vef sínum, Sannargjafir.is. UNICEF gefur nefnilega engan afslátt af réttindum barna og baráttunni við hungur í heiminum. Nú dynja á okkur nær daglega fréttir af skelfilegu ástandi barna um allan heim sem glíma við næringarskort og ekkert fæðuöryggi, til dæmis í Afganistan, Jemen, Madagaskar og Eþíópíu. Jarðhnetumaukið gerir kraftaverk í meðhöndlun vannærðra barna og hefur um árabil verið ein vinsælasta varan á Sannargjafir.is. Þú kaupir gjöfina á netinu, færð gjafabréf í tölvupósti, án biðraða og UNICEF sér síðan um að koma þessum mikilvægu hjálpargögnum til barna þar sem þörfin er mest.

„Hungur og neyð er eitthvað sem ekkert barn ætti að þurfa að búa við. Milljónir barna glíma við næringarskort en það er til einföld og ódýr lausn. Við hækkum því verðið á jarðhnetumaukspakkanum okkar um 50% í tilefni dagsins, en engar áhyggjur. Upphæðina sem greidd er aukalega nýtir UNICEF einungis til að kaupa enn fleiri hjálpargögn fyrir börn í neyð,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. „Á Svörtum föstudegi má víða gera kjarakaup en oft endar ýmislegt sem við þurfum ekki í innkaupakörfunni okkar. Með Sönnum gjöfum UNICEF getur þú alltaf verið viss um að vera að kaupa gjafir sem skipta máli og bjarga lífum.“

Allt um þetta einstaka ekki-tilboð á vef Sannargjafir.is

Trendnet mælir með!

//TRENDNET

 

VIÐ KYNNUM - ANDRÁ! NÝ VERSLUN FYRIR TÍSKUUNNENDUR Í 101 REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg