fbpx

25 VIKNA OUTFIT

MEÐGANGAN

Ahhhh strögglið að klæða sig á meðgöngu. Ég átti einhverra hluta vegna auðveldara með það á fyrri meðgöngunni, eða allavega í minningunni. Æ, þegar ég hugsa þetta nánar þá man ég alveg hvað ég var oft þreytt á því að reyna að setja eitthvað saman sem mér fannst endurspegla mig og minn stíl. Og það er alveg tilfellið þessa dagana. Ég skrifaði færslu um að klæða sig á meðgöngunni þegar ég gekk með Aþenu og hún er ennþá mjög viðeigandi. Nokkrar basic meðgönguflíkur geta gert manni kleift að nýta mikið af þeim fötum sem maður átti fyrir.

Ég er búin að vinna mikið með meðgöngubuxur og stórar skyrtur síðustu vikur. Þetta er til dæmis dress síðustu viku:

Skórnir eru LOLA úr Average Monday línunni minni með Jodis shoes. Þeir fást til dæmis hjá JoDis, Kaupfélaginu, Skór.is og hjá Andreu minni í Hafnarfirði.

x

Andrea Röfn

instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN Á 20% AFSLÆTTI

JODIS BY ANDREA RÖFN

samstarf við Kaupfélagið

Í dag hófst Kringlukast í verslunum Kringlunnar sem stendur út sunnudag. Af því tilefni verður 20% afsláttur af öllum JoDis by Andrea Röfn skóm í verslunum Kaupfélagsins og á skór.is. Mæli svo sannarlega með fyrir þær sem eru í leit að góðum og fallegum skóm fyrir sumarið.

Úr fyrri færslu:

Verksmiðja JoDis er gæðavottuð sem þýðir að hún uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru, bæði til umhverfisáhrifa og félagslegra þátta starfsmanna. Starfsfólkið vinnur við bestu mögulegu aðstæður og JoDis gerir allt til að framleiðslan sé eins sjálfbær og hægt er í öllu ferlinu. Ég er svo ótrúlega stolt af því að vinna með JoDis og að skórnir séu framleiddir við góðar aðstæður. Það skiptir mig öllu máli.

Andrea Röfn

 Fylgið mér á instagram @andrearofn

MYNDATAKA – HILDUR YEOMAN

ÍSLENSKTSAMSTARFSHOP

Mig langar svo að sýna ykkur myndir úr töku sem við Hildur Yeoman gerðum saman í janúar. Búðin hennar, Yeoman á Laugavegi, er stútfull af fallegum flíkum bæði frá hennar eigin merki en einnig ýmsum öðrum vönduðum og góðum merkjum. Ég mæli svo mikið með heimsókn til hennar og yndislegu ofurkvennanna sem vinna hjá henni, sérstaklega núna þegar vorið er að koma og útskriftir og fermingar eru í fullum gangi!

Myndir: Berglaug – MakeUp: Hildur Ósk – svo miklir snillingar báðar tvær.

Aviator jakki frá Jakke // Hildur Yeoman waterlily top

House of Sunny tracksuit / jakki / buxur

Glitter sett frá Hildi Yeoman / toppur / buxur

Hildur Yeoman kjóll – uppseldur en svipaðir t.d. hér og hér.

Hildur Yeoman cut out sweater 

Hildur Yeoman raven top

Jakke faux fur // Hildur Yeoman waterflower peysa / waterflower buxur

Hildur Yeoman twisted dress

American Vintage peysa // Hildur Yeoman velvet trousers

Verslun Yeoman er að Laugavegi 7 en einnig má sjá allt vöruúrvalið á hilduryeoman.com

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

AVERAGE MONDAY – JODIS BY ANDREA RÖFN

Færslan er unnin í samstarfi við JoDis

Mín nýjasta lína í samstarfi við JoDis shoes kom út í febrúar. Línan ber nafnið Average Monday. Fólk á það til að bíða eftir rétta tilefninu til að klæðast spariskónum sínum og öðrum skemmtilegum flíkum sem hanga á meðan bara uppi í skáp. Við viljum hvetja fólk til þess að hætta að bíða eftir þessu tilefni og í staðinn nota allar sínar skemmtilegu flíkur og skó – jafnvel á hinum meðal-mánudegi.

People tend to keep on waiting for the right occasion to use their pair of glittery heels. With this collection we aim to encourage women to stop waiting for the perfect moment and instead use all their fun items – even on the average Monday.

 

 

Average Monday línan fæst í verslunum Kaupfélagsins, Skór.is, Andrea by Andrea og í öðrum verslunum víðsvegar um landið.

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

LITLI BRÓÐIR

Er ekki viðeigandi að koma hérna inn í fyrsta skipti á árinu með eina góða tilkynningu? Ég held það nú.

Lítill drengur hefur boðað komu sína þann 23. ágúst. Endalaus hamingja sem ríkir á heimilinu þessa dagana! Ég er komin 20 vikur og líður vel. Þessi meðganga hefur verið svo gjörólík minni fyrstu. Við komumst að litla laumufarþeganum þann 30. desember og fyrstu 2-3 vikur ársins einkenndust af ógleði og mikilli þreytu. Hins vegar hurfu þessi einkenni fljótt, og eftir fyrsta þriðjung á síðustu meðgöngu gæti ég ekki verið þakklátari fyrir aðra upplifun í þetta skiptið.

Aþena Röfn er mjög spennt stóra systir og byrjar alla morgna á því að segja við „baby“að það sé kominn dagur.

Annars hafa fyrstu mánuðir ársins verið frekar krefjandi á annan máta. Covid í annað skipti, breyting á leikskóla hérna í Boston, hangs á Íslandi í rauðum viðvörunum og mikil ferðalög hjá Arnóri. Kannski drep ég ykkur úr leiðindum með færslu um þetta allt saman, við sjáum til!

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 5

JODIS BY ANDREA RÖFN

Halló halló halló!

Það voru að koma tvær nýjar týpur af JoDis by Andrea Röfn. Þriðja týpan í línunni kemur svo í desember. Skórnir eru komnir í sölu í Kaupfélaginu, á skór.is og í hinum ýmsu verslunum víðsvegar um landið.

ADRÍANA

Okkur langaði að gera stígvél í anda ‘Þórunn’ týpunnar sem hefur verið svo vinsæl. Ég er svo ÁNÆGÐ með þessa týpu!! Og get ekki beðið eftir að klæðast þeim á jólunum við fallegt pils og peysu.

ALEXANDRA

Þessi týpa er eins og hin vinsæla ‘Margrét’ nema með lægri hæl. Það var eftirspurn eftir svipuðum skóm nema með lægri hæl. Fullkomnir skór til að dressa upp og niður og nota við alls kyns tilefni. Ég sjálf er mjög glöð með nýju hæðina á hælnum, þeir henta háu ristinni minni betur.

Nýju týpurnar og allir JoDis skór eru á 20% Black Weekend afslætti hjá Kaupfélaginu og Skór.is út sunnudag! Auk þess eru eftirfarandi týpur á 30% (!!) afslætti:

KRISTÍN – hér. // ÁSDÍS dark brown – hér. // ÁSDÍS cognac – hér. // KATRÍN – hér. // MARÍA black – hér. // MARÍA nomad – hér. // UNA – hér. // ÁSDÍS taupe – hér.

MIAMI

PERSÓNULEGTTRAVEL

Við litla fjölskyldan fórum í okkar fyrstu (!) fjölskylduferð fyrir stuttu, bara við þrjú. Að vísu höfum við farið á hótel í Svíþjóð og gist í max eina nótt haha. Dagskráin okkar sem fjölskyldu stjórnast mikið af tímabilinu hjá Arnóri og yfirleitt eru einu löngu fríin okkar um jólin, sem við viljum að sjálfsögðu eyða með okkar nánustu hvort sem það er á Íslandi eða í útlöndum. En núna fengum við heila fjóra daga í frí (okkur finnst það mikið!) og áfangastaðurinn var Miami. Þetta var hin fullkomna ferð til að hlaða aðeins batteríin fyrir síðasta hluta ársins og Boston veturinn sem er að skella á.

Svo fallegt hótel – Miami Beach EDITION. Mæli með!

kjóll Acne Studios – skór Air Jordan 1 – sólgleraugu Vehla – taska Chanel

Svo endalaust þakklát fyrir mín bestu og þessar ljúfu stundir.

x Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

SNAPSHOTS FRÁ PORTO

JODIS BY ANDREA RÖFNOUTFITTRAVEL

Mix af myndum frá nýju uppáhalds borginni minni – Porto. Vinnuferðin með JoDis var mitt fyrsta skipti í Portúgal og ég heillaðist upp úr skónum af landinu og fólkinu á svipstundu. Guð hvað Porto er falleg og sjarmerandi borg, húsin, litirnir og stemningin. Mig langar strax aftur! Myndirnar tóku Maja Mist og Helgi Jóns ásamt mér – ég mæli með því að fylgja þeim yndislegu fagurkerum á instagram.

Svarta dressið mitt:
skyrta: Opéra Sport/Húrra Reykjavík – taska: Opéra Sport/Húrra Reykjavík – stuttbuxur: Lindex (tips frá Elísabetu minni bestu) – skór: JoDis by Andrea Röfn, style Pattra – sólgleraugu: Vehla eyewear

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS Í PORTÚGAL

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Hæ allir! Ég fór í langþráða vinnuferð á vegum JoDis í byrjun mánaðarins og flaug ásamt góðu teymi til Porto í Portúgal, en allir skórnir eru framleiddir þar. Ferðin var stutt og skipulögð í þaula en planið var að ég fengi loksins að heimsækja verksmiðjurnar og fylgjast með framleiðslunni, ásamt því að hitta allt það frábæra fólk sem við vinnum með á þessum slóðum. Teymið var upp á tíu og tveir nýir starfsmenn JoDis komu með sem eru svo sannarlega frábær viðbót við þetta dásamlega fyrirtæki.

Verksmiðja JoDis er gæðavottuð sem þýðir að hún uppfyllir ströngustu kröfur sem gerðar eru, bæði til umhverfisáhrifa og félagslegra þátta starfsmanna. Starfsfólkið vinnur við bestu mögulegu aðstæður og JoDis gerir allt til að framleiðslan sé eins sjálfbær og hægt er í öllu ferlinu. Ég er svo ótrúlega stolt af því að vinna með JoDis og að skórnir séu framleiddir við góðar aðstæður. Það skiptir mig öllu máli.

Tilfinningin að sjá loksins allt með berum augum er ennþá óraunveruleg. Þetta var svo þýðingarmikið fyrir mig og veitti mér svo mikla orku til að gera enn meira og stærra á þessu sviði. Mér finnst líka svo dýrmætt að hafa náð að hitta allt þetta yndislega fólk. Ég er í skýjunum með þessa ferð get hreinlega ekki beðið eftir framhaldinu.

Snillingar lífs míns!

JoDis by Andrea Röfn fást í Kaupfélaginu og á Skór.is, ásamt því að fást í hinum ýmsu verslunum víðsvegar um landið, t.d. í Andrea by Andrea, Nína Akranesi, Skóbúð Selfoss, Centrum Egilsstöðum, Cocos Grafarvogi, Sportver Akureyri, Skóbúð Húsavíkur, Skóbúð Keflavíkur og Momo konur.

Fyrir þau sem búsett eru erlendis fást skórnir á jodisshoes.com.

x

Andrea Röfn

Fylgið mér á instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN: DROP 4

ANDREA RÖFNJODIS BY ANDREA RÖFN

Halló halló! Tíminn flýgur og allt í einu er komið að því að mín fjórða (!!) lína í samstarfi við JoDis shoes er tilbúin. Drop 4 verður fáanleg í verslunum Kaupfélagsins í fyrramálið og á skór.is. Einnig verða skórnir til sölu í hinum ýmsu verslunum víðsvegar um landið. Þessa línu væri líka hægt að kalla ‘boots for days’ enda skortir hana svo sannarlega ekki boots fyrir komandi árstíðir. Til viðbótar við nýju stílana í Drop 4 verða aftur fáanlegir vinsælir stílar sem ég er viss um að gleðji marga sem beðið hafa eftir þeim.

Ég er svo þakklát elsku JoDis draumateyminu mínu og okkar skemmtilegu samvinnu. Við erum hvergi nærri hætt þó að hafið sem skilji okkur að sé örlítið stærra en Eyrarsundið milli Malmö og Kaupmannahafnar!

Ef þið leggið leið ykkar í Kaupfélagið, fjárfestið í pari eða eigið þegar par af JoDis by Andrea Röfn, endilega sendið mér mynd eða merkið mig í story. Mér þykir alltaf jafn vænt um það, sérstaklega þar sem þetta er í fjórða skiptið sem ég sit heima í stofu á meðan skórnir fara í sölu!

DROP 4

DILJÁ

EBBA

Koma í september

ELÍSABET

GUÐRÚN

HERA

INDÍANA

KRISTÍN

PATTRA

RAGNA

TÓTA

VIGDÍS

Stílar sem koma aftur

UNA 

ÁSDÍS
svartir, brúnir og loðfóðraðir

<3

Andrea Röfn

instagram @andrearofn
JoDis á instagram @jodis_shoes