fbpx

25 VIKNA OUTFIT

MEÐGANGAN

Ahhhh strögglið að klæða sig á meðgöngu. Ég átti einhverra hluta vegna auðveldara með það á fyrri meðgöngunni, eða allavega í minningunni. Æ, þegar ég hugsa þetta nánar þá man ég alveg hvað ég var oft þreytt á því að reyna að setja eitthvað saman sem mér fannst endurspegla mig og minn stíl. Og það er alveg tilfellið þessa dagana. Ég skrifaði færslu um að klæða sig á meðgöngunni þegar ég gekk með Aþenu og hún er ennþá mjög viðeigandi. Nokkrar basic meðgönguflíkur geta gert manni kleift að nýta mikið af þeim fötum sem maður átti fyrir.

Ég er búin að vinna mikið með meðgöngubuxur og stórar skyrtur síðustu vikur. Þetta er til dæmis dress síðustu viku:

Skórnir eru LOLA úr Average Monday línunni minni með Jodis shoes. Þeir fást til dæmis hjá JoDis, Kaupfélaginu, Skór.is og hjá Andreu minni í Hafnarfirði.

x

Andrea Röfn

instagram @andrearofn

JODIS BY ANDREA RÖFN Á 20% AFSLÆTTI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð