fbpx

Metallic fegurð fyrir haustið frá YSL

AuguFashionFW15makeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumTrendYSL

Ein helsta ástæðan fyrir ást minni á haustinu er sú að það kemur færandi hendi með glæsilegar haustlínur frá snyrtivörumerkjunum…

Nú er komið að því að hita aðeins upp fyrir haustið frá YSL sem ber nafnið Pretty Metal. Línan einkennist af uppreisn, litum sem krefjast athygli, nýjum vörum sem skapa dramatískar tilfinningar og áferð sem hyllir metallic förðunartískuna.

yslhaust5 yslhaust

Augnskuggapalletturnar sem koma í lúkkunum frá YSL eru vanalega í takmörkuðu upplagi og því eru umbúðirnar alltaf extra sérstakar. Hér sjáið þið metal búning augnskuggapallettunnar í Pretty Metal.

yslhaust7

Litirnir í pallettunni eru sannarlegir uppreisnarseggir. Litir sem eru áberandi og krefjast athygli en um leið blandast þeir saman í fallega augnförðun sem ég mun sýna ykkur innan skamms. Ég hef verið mjög hrifin af augnskuggaformúlunni frá YSL sérstaklega því litirnir eru mjúkir en með sterkum litapigmentum svo þeir blandast mjög fallega saman. Ég nota alltaf augnskuggaprimerinn frá merkinu en ég sýndi hann einmitt inná snappinu mínu í gær – mér finnst hann fullkomna yfirborð augnlokanna enn betur svo það er enn.þægilegra að vinna þá.

YSL virðist svo ætla að taka Blur æðið enn lengra og eigna sér sannarlega viðurkenningu fyrir nýjungar á því sviði því hér sjáið þið líka blur púðrið. Fullkomin vara sem gerir áferð húðarinnar matta án þess að þyngja förðunina og stífla húðina og blurrar um leið ójöfnur í húðinni og gerir áferð hennar enn fullkomnari en áður. Púðrið er því eins og mattur primer sem fer yfir förðunina – fullkomnar hana og eykur endinguna til muna.

yslhaust6

Aðrar stjörnuvörur í lúkkinu er litað augabrúnagel sem ég er nú þegar búin að sýna ykkur HÉR. Svo er það aðalvaran Kajal eyeliner liturinn sem ég sýndi einmitt líka inná snappinu mínu í gær ernahrundrfj

yslhaust2

Augabrúnagelið er með keilulaga bursta sem einfaldar ásetninguna til muna. Hárin liggja frekar þétt saman svo það er auðvelt að greiða vel úr hárunum og þægilegt að stýra mótun augabrúnanna hvort sem þið viljið hafa þær svona úfnari kantinum eða mjóar og vel mótaðar. Sjálf nota ég augabrúnagel ein og sér eða eftir að ég er búin að móta augabrúnirnar með öðrum vörum – þá klára ég ferlið alltaf með aguabrúnageli.

yslhaust3

Kajal linerinn er stjörnuvara línunnar. Þetta er vaxkennd formúla sem er silkimjúk, litsterk og þétt í sér. Það er svakalega gott að vinna með litinn og linerinn er hægt að nota á nokkra vegu. Auðvitað bara eins og eyeliner umhverfis augun, smitið hann svo til til þess að gera dramatíska umgjörð a la Carrie Bradshaw í seinni SATC myndinni. Svo eins og lúkkið sem ég gerði í gær inná snappinu þá grunnaði ég augnlokið með möttum augnskugga og setti svo Kajal linerinn yfir og gerði smoky lúkk með honum.

Kajal linerinn kemur í fjórum litum ég fékk þennan dökkgræna og hann kemur sannarlega á óvart! Á óskalistanum er líka fagurblái liturinn af vörunni og svo auðvitað svarti – það er alltaf möst að eiga góðan svartan liner!

yslhaust4

Alveg æðislega flott lína og ég hlakka bara til að sýna ykkur betur lúkkin sem ég er búin að gera með vörunum á næstu dögum og  vikum.

Hvernig líst ykkur á þessa haustlínu – vörurnar eru væntanlegar á sölustaði YSL núna í lok mánaðarins.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Darling Blue

Skrifa Innlegg