fbpx

Darling Blue

DiorÉg Mæli MeðFallegtFW15neglur

Stundum er það bara ást við fyrstu sýn þegar ég sumar förðunarvörur í fyrsta sinn – það átti svo sannarlega við þegar ég sá mynd af þessu fallega naglalakki úr haustlínu Dior á Instagram síðu merkisins í byrjun þessa árs.

darlingblue

Darling Blue nr. 791

Alla daga síðan þá er ég búin að bíða vandræðalega spennt eftir því að fá að renna æðislega Dior naglalakkaburstanum eftir nöglunum á mér og fá að skarta þessum svakalega fallega lit. Fullkominn litur fyrir haustið og það á líka við um hin þrjú lökkin í haustlúkkinu sem ég verð að koma höndum mínum yfir. Eins og ég hef sagt ykkur áður þá er ég alveg svakalega lukkuleg með fyrstu línu Peter Philips fyrir Dior – hún er sannarlega stórfengleg!

Fallegur haustlitur í rigningunni ekki satt…

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Indjánaleikur!

Skrifa Innlegg