fbpx

Indjánaleikur!

Ég Mæli MeðFyrir & EftirMake Up StoreMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég hef aldrei verið manneskjan sem kýs að móta andlitið sitt með skörpum hætti en ég hef þó mjög gaman af því að prófa þessar contouring vörur og nota þær eftir mínu höfði. Ég varð ótrúlega spennt að prófa nýju contouring litina frá Make Up Store og var ekki fljót að skella mér í smá indjánaleik með þeim þegar ég fékk þá!

Það er lítið mál að nota contouring vörur dags daglega, maður þarf alls ekki að taka lúkkin alla leið með þeim heldur bara að nýta sér gæði varanna til að fullkomna áferð húðarinnar og móta andlitsdrættina til að skerpa á þínum eigin.

Hér fyrir neðan sjáið þið lokaútkomuna mína og svo finnið þið auðvitað betri útskýringar hér enn neðar…

indjáni2

Formúlan í vörunni er kremkennd, sjálfri finnst mér alltaf mjög skemmtilegt að nota svona kremkenndar vörur í mótun andlitsins því mér finnst áferð húðarinnar minnar alltaf fallegri en ég er auðvitað með svo skraufþurra húð. En þó varan sé kremkennd þá er formúlan alls ekki þykk svo hún blandast mjög vel saman við húðina og því engin ástæða fyrir þær sem eru með blandaða eða olíumikla húð til að forðast þessa vöru ;)

indjáni7

Duo Contouring frá Make Up Store

Varan er með tveimur litum eins og þið sjáið einum til að skyggja og öðrum til að lýsa. Dökki liturinn gefur matta litaráferð en ljósi liturinn er með mjög fallegum ljóma. Það eru svakalegar breytingar á öllum vörum hjá Make Up Store en þið ættuð nú kannski að hafa heyrt að allar umbúðirnar eru nú orðnar enn flottari og svipa til þessara sem mótunarlitirnir koma í. Um leið komu alveg nýjir förðunarburstar sem ég hef reyndar sjálf ekki prófað en þeir lúkka mjög vel og það kom einmitt sérstakur Contouring bursti sem er þá fullkominn í þessa pallettu. Sjálf notaði ég fingurna til að setja litina á húðina og notaði svo stóran svampbursta frá Eco Tools til að blanda þeim saman við húðina – þið sem eruð með mig á snappinu sáuð hann :)

indjáni8

Af því ég vil hafa þetta eins náttúrulegt og ég get, það er bara einfaldlega minn stíll – þá set ég ekki mikið af lit á hvert svæði sem ég vil móta. Svo er þetta allt spurning um að buffa litnum fullkomlega saman við húðina á þau svæði sem ég vil að liturinn sé. Þegar ég skrifa buffa þá meina ég að ég nota hringlaga hreyfingar með þéttum bursta eða svampi og vinn vöruna alveg saman við húðina þannig áferðin sé alveg jöfn og það séu engin skörp skil neins staðar svo áferðin sé eins fullkomin og ég mögulega get náð henni – svo mótun andlitsins sem ég bý til og ýki virðist bara vera mín eigin.

indjáni5

Dökka litinn set ég þar sem ég vil búa til skugga, dökkir litir draga inn svo þar sem ég vil að húðin „dragist inn“ þar set ég dökka litinn. Ég set undir kinnbeinin til að draga inn húðina þar fyrir neðan svo þau virðist hærra uppi. Ég set meðfram kjálkalínunni til að ramma andlitið fallega inn og þess vegna líka meðfram hárlínunni. Svo er orðið sífellt vinsælla að setja litinn meðfram nefinu til að grenna ásýnd þess – ég geri það nú ekkert oft en mig langaði samt til að sýna ykkur það því það er mjög einfalt.

Svo er það ljósi liturinn, ljósir litir draga fram þeir lyfta upp svæðum húðarinnar og þess vegna set ég hann á svæðin sem standa nú þegar fram og ég vil ýkja enn meira og næ þannig að spila smá með dökku litunum. Ég set ljósa litinn ofan á kinnbeinin til að lyfta þeim enn hærra, ég set hann upp eftir nefinu til að grenna ásýnd þess, ég set hann á mitt ennið til að grenna ásýnd þess og á hökuna einnig. Svo finnst mér persónulega alltaf fallegt að setja meðfram efri vörinni til að gefa vörunum fallegan ljóma.

indjáni3

Svo er bara að blanda – blanda – blanda!

Undir er ég bara með létt litað dagkrem, ég held t.d. að það væri mjög fallegt að vera með minn uppáhalds farða frá Make Up Store undir – Ultra Light Foundation. Með því líka að nota svona léttan farða undir mótunina verður hún náttúrulegri og húðin verður ekkert kökukennd. Contouring litirnir koma í þremur litum og ég er með þann ljósasta – en ekki hvað. Þetta er svakalega flott vara og klárlega ástæða til að skella sér í Smáralindina í heimsókn í Make Up Store!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ný vara frá uppáhalds íslenska merkinu mínu

Skrifa Innlegg