fbpx

Annað dress: denim on denim

Annað DressBiancoInnblásturNýtt í FataskápnumVero Moda

Fyrir helgi tók ég denim og denim á þetta, ég er að fýla þetta combo í tætlur meirað segja svo mikið að ég tók tvo daga í röð í því – já ég hef sem betur fer gleymt gömlum siðum – þið sem hafið lesið í einhvern tíma skiljið mig ;)

Dressið er allt úr Vero Moda, fyrir utan skónna – en ég tók þetta alla leið á föstudaginn og setti vélina uppá þrífót fyrir utan heima og stimplaði mig alveg inn sem undarlegasta nágrannan hér í hverfinu, alla vega sjálfumglaðasta íbúa götunnar! En fyrstu myndirnar birtust inná Instagrammi Vero Moda hér á Íslandi þar sem ég var með svona instagram takaover sem ég ætla að sýna ykkur betur í næstu viku.denim6

Buxur: Seven frá Vero Moda, við erum lengi búnar að bíða eftir flottum týpískum gallabuxum í fallegum bláum lit og þær komu loks núna fyrir helgi. Ég er búin að vera í mínum alla helgina en þetta snið er virkilega þægilegt og buxurnar sitja fallega á líkamanum og þær sitjá hátt uppi. Ég elska litinn á þeim þetta er svona ekta gallabuxnalitur. En það er um að gera að taka þessar þröngar – því þær gefa eftir!

denim5

Skyrta: frá Only fæst í Vero Moda. Þessi kom líka fyrir helgi og þetta var klárlega ást við fyrstu sýn. Ég kolféll fyrir henni þegar ég sá hana komna uppá vegg, þetta er mjög klassísk gallaskyrta úr mjúku efni sem er með smellum – mjög þægilegt og fljótlegt fyrir mjólkandi mömmu – þessi verður mikið notuð!

denim7

Skór: Bianco, þessir skór eru svo fáránlega þægilegir ég get ekki lagt meiri áherslu á það. Ég er mjög óvön því að vera í hælum, ég er enn að venjast því aftur bara eftir meðgönguna. Þó þetta séu ekki miklir hælar þá eru þeir mjög háir fyrir mig að vera í daglega miðað við hvað ég hef verið óörugg með mig útaf grindinni sem mér finnst ennþá alltof laus í sér. En mér líður svakalega vel í þessum og mæli vel með þeim, eins og ég tönnslast á þá er sylgjan alveg fullkomin og poppar skemmtilega uppá skónna.

DENIM ON DENIM INSPIRATION

Ég get sko lofað því að þetta dress verður notað mikið næstu daga og vikur, sjúklega einfalt og þægilegt, ég þarf endilega að næla mér svo í gott belti við gallabuxurnar. Svona svo ég get girt skyrtuna fallega ofan í buxurnar. Svo er bara að skella yfir sig góðri peysu sérstaklega þegar það er svona kalt úti eins og núna.

Gleðilegan sunnudag! Dagurinn einkennist af tiltekt fyrir smá bjútíhitting núna í vikunni – gott að vera snemma að hlutunum og svo er ég að vinna í næstu stafrófsfærslu – B fyrir Bronzer! Hlakka mikið til að deila henni með ykkur***

Erna Hrund

Vorið liggur í loftinu

Skrifa Innlegg