RFF FYRSTA KVÖLDIÐ: OUTFIT

LÍFIÐLOOKTÍSKA

Í kvöld var fyrsta kvöldið á Reykajvík Fashion Festival en þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á RFF. Kvöldið var æðislegt í alla staði en þeir hönnuðir sem voru í kvöld voru Myrka, Cintamani & Magnea. Allir þessir hönnuðir voru með geggjaða sýningu & hlakka ég til morgundagsins en þá munu Another Creation, Inklaw & Aníta Hirlekar sýna hönnun sína í Hörpu.

Ég mæli eindregið með að þið fylgist með RFF 2017 á Trendnet en þar erum við Rósa, Melkorka, Hrefna & ég að blogga í beinni.

En oufit kvöldsins var; Vintage LEVI’S gallajakki, skyrta frá H&M, buxur frá Topshop, skór frá Topshop, belti frá GUCCI, veski frá Michael Kors & hálsmen frá SPÚÚTNÍK! Sjáumst á RFF eða allavega á RFF blogginu!

x

img_3036img_3038img_3033

Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga

img_9863

LEVIS VINTAGE

DRESSTREND

Auðvitað ákvað rigningin að láta sjá sig þegar við hjónleysin kíktum loksins út án barna eitt ágætt laugardagskvöld hér í sænska. Eins og sannur Íslendingur skyldi ég regnhlífina eftir heima og notaði því uppáhalds leðurjakkann sem hlíf yfir hárið – það má bjarga sér á ýmsa vegu. Laugardagslúkkið er frá því fyrir nokkrum vikum en vegna fjölda fyrirspurna um hvaðan þessar buxur væru ákvað ég að koma því að hér á blogginu.

14137722_10153986805332568_770128344_n

Buxur/Denim: Levis 501 , Toppur/Top: Zara, Leðurjakki/Biker: Moss by Elísabet Gunnars/gamall

Þessar svörtu Levis 501 gallabuxur eru nokkura ára gamlar í mínum fataskáp, frá frönsku árunum. Ég nota þær óspart þessa dagana og mun líklega nota þær enn meira þegar fer að kólna. Það er eitthvað sem er svo sjarmerandi við einfaldleikann í beina stutta sniðinu.
Nú leita ég að hinum fullkomnu í bláum lit. Ég á einar en þær eru ekki jafn góðar og þessar að ofan. Maður þarf að vera þolinmóður í leit sinni að hinu einu réttu því þær eru jafn ólíkar og úrvalið er mikið í góðum second hand búðum. Ég veit að Spútnik er með mikið úrval fyrir áhugasamar stúlkur á Íslandi.

 

463027c3b68947ba2779d25f607548c8
Þessar tískudívur veittu mér innblástur. Þær eru allar að vinna með sama lúkk og ég eeeelska það! Rétt upp hönd sem vill klæðast gallabuxum við allt í haust? Ég (!) ..

NYFW ss2015 day 2, outside Jason wu, Elin Kling 893f3fb8243c37d3a9d1967240937c34 d3fd463bf784f3510d79de3483f9d7e3 44b307d2336eb12c7467a5eabf6e29693e29e6a20454365c1d82756bebc53372  e16c79b189fc38fb7afa513bec809025 b9a013e5a95395712a67095c6a7142ed aa7c9ca2641869a9c7642068050302c6 e3eebdc05f3715bfc1a013320004bca5 60106279374e1a5d6a55683d7cd0e71a 2ce6c9b0dac80233c979eaf41d750a34 40144d8d1954afa3a5116cf2568b06bd 661d1d5e1949afb76362b9f2e3c36d63
//

Finally I had a date with my fiancé without children. We went out for a dinner and of course the rain wanted to join us.
This was my dress that night – I had a lot of questions about the pants, which are vintage Levi’s. You really have to look for the perfect ones in the second hand shops because the pass form is so different between pants.
Now I am looking for the perfect ones in blue. The ladies above have already found them – lucky you!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

DRESS: BESTU BUXUR

DRESSSHOP

English version below

Eftir Kastljós umræðu gærdagsins þá er kannski vert að taka það fram í byrjun að ég fæ ekkert greitt fyrir færsluna og keypti buxurnar samviskusamlega fyrir innleggsnótu sem ég átti í GK Reykjavík. Ég lifi líka heilbrigðum lífstíl og kem til dyranna eins og ég er klædd hverju sinni – vonandi eruð þið lesendur löngu búnir að átta ykkur á því og treystið mínum skrifum.

Ég er búin að bíða svo lengi eftir að eignast þessar draumabuxur að ég verð að titla þær sem mínar bestu í fataskápnum þessa dagana. Ég mátaði þær fyrst þegar ég var nýlega orðin ólétt og augljóslega hentaði ekki að kaupa þær á þeim tíma, hefðu aldrei komist upp yfir bumbuna. Þær eru í dag orðnar mínar og ég gæti ekki verið sáttari. Gallabuxur í þessum fallega “gallabuxnabláa” lit, niðurmjóar og passlega háar í mittið – nákvæmlega eins og ég vill hafa það. Bestu buxur ..

Hæ að heiman –

IMG_2848

Og frá því í gær –

IMG_2841 IMG_2842

Fyrir nokkrum mánuðum gaf ég lesanda þær í gegnum Gjafaleik með GK Reykjavík þar sem þær fást en þær eru frá danska merkinu Won Hundred. Ég vildi að ég gæti sýnt ykkur aftan á þær líka. Þetta eru buxurnar sem móta rassinn svona líka svakalega fínt .. ekki verra!

Bolur: WeekDay / herradeild
Jakki: Marni x H&M / gamall
Buxur: Won Hundred / GK Reykjavík
Skór: Nike

Mæli með að máta … og sjá hvort þær henti ykkur eins vel og mér. Þær fást líka í fleiri litum.

xx,-EG-.

//

New in .. these Won Hundred denim are my favorite after couple of months of non-denim period. These are perfect fit in blue and last but not least.. they make your butt look pretty good – haha.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

Annað dress: denim on denim

Annað DressBiancoInnblásturNýtt í FataskápnumVero Moda

Fyrir helgi tók ég denim og denim á þetta, ég er að fýla þetta combo í tætlur meirað segja svo mikið að ég tók tvo daga í röð í því – já ég hef sem betur fer gleymt gömlum siðum – þið sem hafið lesið í einhvern tíma skiljið mig ;)

Dressið er allt úr Vero Moda, fyrir utan skónna – en ég tók þetta alla leið á föstudaginn og setti vélina uppá þrífót fyrir utan heima og stimplaði mig alveg inn sem undarlegasta nágrannan hér í hverfinu, alla vega sjálfumglaðasta íbúa götunnar! En fyrstu myndirnar birtust inná Instagrammi Vero Moda hér á Íslandi þar sem ég var með svona instagram takaover sem ég ætla að sýna ykkur betur í næstu viku.denim6

Buxur: Seven frá Vero Moda, við erum lengi búnar að bíða eftir flottum týpískum gallabuxum í fallegum bláum lit og þær komu loks núna fyrir helgi. Ég er búin að vera í mínum alla helgina en þetta snið er virkilega þægilegt og buxurnar sitja fallega á líkamanum og þær sitjá hátt uppi. Ég elska litinn á þeim þetta er svona ekta gallabuxnalitur. En það er um að gera að taka þessar þröngar – því þær gefa eftir!

denim5

Skyrta: frá Only fæst í Vero Moda. Þessi kom líka fyrir helgi og þetta var klárlega ást við fyrstu sýn. Ég kolféll fyrir henni þegar ég sá hana komna uppá vegg, þetta er mjög klassísk gallaskyrta úr mjúku efni sem er með smellum – mjög þægilegt og fljótlegt fyrir mjólkandi mömmu – þessi verður mikið notuð!

denim7

Skór: Bianco, þessir skór eru svo fáránlega þægilegir ég get ekki lagt meiri áherslu á það. Ég er mjög óvön því að vera í hælum, ég er enn að venjast því aftur bara eftir meðgönguna. Þó þetta séu ekki miklir hælar þá eru þeir mjög háir fyrir mig að vera í daglega miðað við hvað ég hef verið óörugg með mig útaf grindinni sem mér finnst ennþá alltof laus í sér. En mér líður svakalega vel í þessum og mæli vel með þeim, eins og ég tönnslast á þá er sylgjan alveg fullkomin og poppar skemmtilega uppá skónna.

DENIM ON DENIM INSPIRATION

Ég get sko lofað því að þetta dress verður notað mikið næstu daga og vikur, sjúklega einfalt og þægilegt, ég þarf endilega að næla mér svo í gott belti við gallabuxurnar. Svona svo ég get girt skyrtuna fallega ofan í buxurnar. Svo er bara að skella yfir sig góðri peysu sérstaklega þegar það er svona kalt úti eins og núna.

Gleðilegan sunnudag! Dagurinn einkennist af tiltekt fyrir smá bjútíhitting núna í vikunni – gott að vera snemma að hlutunum og svo er ég að vinna í næstu stafrófsfærslu – B fyrir Bronzer! Hlakka mikið til að deila henni með ykkur***

Erna Hrund

INSTA LATELY

LJÓSMYNDIR

12336058_10153818259411204_1624351025_nJakki: Spúútnik // Peysa: Nike // Buxur: Topshop // Skór: Nike Air Max ´95 – Naked 

12346605_10153818259386204_1649264061_n

12346821_10153818259681204_1759375510_nGallabuxur: Levis 501 – Spúútnik // Bolur: Spúútnik

12348308_10153818259306204_1995735259_nMood – tvær nettar

12351084_10153818259431204_261625776_nJakki: Spúútnik // Peysa: Nike // Buxur: Topshop // Skór: Nike Air Max ´95 – Naked

12355304_10153818259351204_322055036_n

Mood – chilli girl

12355321_10153818259576204_2114470712_nÉg x 2

12358339_10153818259746204_1671186846_nÍ einni af mínum uppáhalds búðum – Húrra Reykjavík.

12366726_10153818259276204_1267384239_nÉg x 2

Nokkrar myndir af Instagram frá síðustu vikum. Þessar myndir eiga það flestar sameiginlegt að innhalda einhverskonar denim. Veit ekki alveg hvað það er – en það er eitthvað þannig mood í gangi hjá mér þessa dagana!

@irenasveins ef ykkur langar að fylgjast með!

xx

//Irena

 

DENIM VIÐ TÁMJÓTT

STELDU STÍLNUMTREND

Að klæðast gallabuxum við támjóa hæla er eitthvað sem við komumst alls ekki allar upp með. Það er ekki sjálfgefið að halda balance og kúli á sama tíma og ég á sjálf oft erfitt með það. Þessar að neðan láta lúkkið líta vel út og veita því innblástur.

Denim við támjótt er nefnilega eitthvað sem virðist virka vel.

Sjáið hér –

1
845566 3 hælar hælar456
Nú er bara að æfa stöðuleikann .. og ná þannig að fylgja lúkkinu.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

SHOP: DENIM FYRIR SUMARIÐ

INSPIRATIONSHOPTREND

VilaVila SS15

Eins og ég nefndi hér, þá heilla gallajakkar fyrir sumarið. Ég dró sjálf upp Levis vintage jakkann úr geymslunni – oversized og ágætur. Þrátt fyrir að eiga þennan fína Levis jakka langaði mig líka aðsniðinn og hann fann ég fyrir tilviljun í verslun VILA um nýliðna helgi. Ég tók minn sérstaklega þröngan því mig langar að nota hann innan undir aðrar yfirhafnir – það lúkkar og ég skal sýna ykkur það fljótlega.

Hér að neðan eru fleiri myndir sem gefa okkur innblástur fyrir þetta ágæta trend sem við getum allar tekið þátt í.

Ég sé eftir gömlum og góðum frá H&M sem ég notaði í mörg ár – hann var aðsniðinn í fallegum þvotti. Sá fór þó úr mínum höndum á fatasölu fyrir einhverju síðan – verði þér því að góðu þú sem nýtur hans í dag ;) þú sleppur við að kaupa nýjan fyrir þetta sumarið.

Þið hinar sem eruð að leita getið farið sömu leið og ég og skoðað þennan að ofan. Bíðið þó með það þangað til á morgun (föstudaginn 10.apríl) þegar ALLUR ÁGÓÐI sem kemur inn í búðakassa Bestseller (Vila er þar undir) fer til góðgerðarmála. Virkilega falllegt! Sjá nánar: HÉR.

Denim sumarið mikla er senn að hefjast … vitiði til!
Það er svo gaman hvað tískan fer hratt í hringi.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

LOVE DENIM

FASHIONLANGARTREND

Hvernig er ekki hægt að elska denim?
Efni sem verður save í sumar … hér eru nokkrar myndir því til sönnunar.

34 b34a79385ef301a2d58dc9496059abb3 5e2114d7669d3c69be3182be540a0534 93adfe34de35bbfdbdffb59026505a69 39e2e8d4fc5d996691b70e7d76add075 c83c162747607ae2e3ca2aeeeff7bc77 88f678c9a618f5d2a5f888bdf5a312a4 2833d0865520b81ed94560596b1cca05 4a1f5148ed37a324e6f70f5dce534d42 5643bccdc443b6de72117a101446f76e2 31 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15

Lúkkin veita mér innblástur fyrir þetta ágæta trend sem alltaf er inni.

Að ofan eða að neðanmeð götum eða án …
Allir finna eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að gallaefni.
Vonandi eru þið mörg sammála mér þar?

xx,-EG-.