fbpx

Vorið liggur í loftinu

AuguDiorMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Vörurnar sem ég skrifa um í færslunni fékk ég að gjöf frá Dior á Íslandi. Færslan er skrifuð af hreinskilni og einlægni og lýsir minni upplifun af vörunum. 

Vorlínan frá Dior er komin í verslanir og hún er mjög falleg. Vorlínur merkjanna mæta alltaf í upphafi árs og fylla mann von yfir því að nú sé vorið væntanlegt. Bjartir litir, ljómandi áferð og mjúk áferð eru lýsingarorð sem ég myndi nota til að lýsa þessum fallegu vörum sem eru í línunni sem nefnist Glowing Gardens.

Ég gerði förðun með vörunum sem ég fékk á Snapchat í gær, endilega fylgið mér þar til að koma í veg fyrir að missa af sýnikennslunum mínum þar –> ernahrundrfj <– :***

Hér sjáið þið lokaútkomuna…

diorvor6

Húðin mín er í einhvers konar veðurbreytingaráfalli þessa dagana svo hún er svakalega þur, vona að það skemmi þó ekki upplifun ykkar af þessari förðun sem ég er alveg sérstaklega ánægð með.

diorvor9

Hér sjáið þið vörurnar úr línunni sem ég fékk:

 • 5 Couleurs Eyeshadow Palette í litnum Rose Garden
 • Vernis Gel Shine Lacquer í litunum Garden nr. 302 og Bleuette nr. 301
 • Diorskin Air Illuminating Powder í litunum Glowing Nude og Glowing Pink
 • Rouge Dior Baume í litnum Rosebud nr. 750

diorvor

Ég gerði förðun þar sem ég notaði dökka litinn í pallettunni til að skyggja sitthvorn helming augnloksins og setti ljómandi augnskugga í miðjuna til að ná að draga hana vel fram og fékk þannig nokkurs konar þrívíddaráferð á augnlokin. Hér fyrir neðan reyni ég að útskýra skref fyrir skref hvernig ég gerði förðunina.

Ég notaði fleiri Dior vörur til að gera förðunina sem ég mun segja ykkur betur frá seinna.

diorvor7

Augnförðunin skref fyrir skref:

 1. Byrjið á því að taka ljósbrúna skuggann sem er í vinstra horninu og setjið hann yst á augnlokið, blandið honum aðeins inná aunglokið. Liturinn mun vera fallegur undir dökka augnskuggann og mýkja hann þannig augun fái ekki of skarpa áferð.
 2. Takið næst dökka augnskuggann og setjið vel af honum yst á aunglokið. Blandið skuggann vel inná augnlokið og setjið smá innst á augnsvæðið en ekki mikið hafið bara létt á því svæði. Blandið augnskugganum vel inná augað og meðfram globuslínunni en reynið að halda miðjunni alveg lausri við dökka augnskuggann.
 3. Takið ljósbleika augnskuggann í miðjunni og setjið hann á mitt augnlokið. Reynið að blanda honum sem minnst saman við þann dökka til að draga ekki úr dýpt augnförðunarinnar.
 4. Takið næst græna litinn og setjið hann meðfram neðri augnhárunum, blandið hann vel og mýkið. Takið dökka litinn og setjið yfir þann græna, þannig fær hann létta græna áferð og munið að blanda litunum vel saman.
 5. Takið næst mjög þéttan bursta ég nota Smudge burstann úr eyeliner settinu frá Real Techniques og notið hann til að setja gula augnskuggann í innri augnkrókinn – setjið eins þétt af honum og þið getið.
 6. Ég nota svo vatnsheldan svartan blýant frá Dior til að ramma inn augnsvæðið og smudge-a hann vel til.
 7. Bætið svo loks smá af dekksta augnskuggunum alveg yst í ytri augnkrókinn eins þétt og þið getið til að fá meiri dýpt.

diorvor2

Svona er útkoman… Lykillinn er að blanda vel – ég nota alltaf Setting Brush frá Real Techniques til að blanda – besti blöndunarburstinn að mínu mati.

diorvor8

Svo er það hér sjálf stjörnuvaran úr línunni, það sem ég er ástfangin af þessu glæsilega púðri!! Þetta var ást við fyrstu sín þegar ég sá ljóma púðrin frá Dior og mikið vona ég að þau komi í fast úrval hjá merkinu. Ég er búin að nota þennan lit alveg sérstaklega mikið þetta er liturinn Glowing Pink – hann er að klárast hratt svo ekki missa af honum ;)

Ég nota púðrið í þessari förðun…

diorvor5

Púðrið set ég ofan á kinnbeinin og bara létt af því og í kringum varirnar. Það er að sjálfsögðu hægt að taka þetta ennþá lengra og púðrið býður svo sannarlega uppá það.

Að lokum set ég svo varalitinn yfir varirnar en hann er ég búin að nota mikið. Dior Rouge Baume litirnir eru í miklu uppáhaldi og einn af litunum sem kom fyrir ári síðan var varaliturinn minn síðasta vor og sumar – ég ofnotaði hann vegna rakagefandi eiginleika hans – þessi hefur komið sterkur inn. Bleiki liturinn fer svakalega vel við þessa förðun finnst mér.

diorvor4

Nú finnst mér vorið liggja í loftinu… Það hlýtur að fara að styttast í það það er nefninlega svo marg sem bendir til þess í snyrtivöruheiminum, já svona eins og vorlínan frá Dior sem er sannarlega glæsileg – must see!

Ef ykkur líst vel á línuna þá er hún fáanleg hjá Dior í Hagkaup, Lyf og Heilsu og Sigurboganum. Það er ekkert sérstaklega mikið eftir og nú þegar nokkrar vörur uppseldar á heildsölu – bara svona smá auka upplýsingar. Persónulega eru ljómapúðrin og Diorshow Colour & Contour, Eyeshadow & Liner vörur sem mér þykir must have – ég þarf endilega að næla mér í Colour & Contour penna – mér leist svakalega vel á þá!

Eigið gleðilegan laugardag!

Erna Hrund

Ég dýrka þennan hreinsi!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Inga

  6. February 2016

  Æðislega falleg förðun hjá þér og á þér :)

  Eg sjalf Var líka í vor fíling þegar ég fór út í kvöld og setti dökka varalitinn aftast og tók fram ljósari lit