fbpx

Blússandi falleg blúnda

Á ÓskalistanumFallegtFashionInnblásturStíllTrendVero Moda

Já ég veit, það er ekki beint mikið vit í heiti færslunnar en þetta er svona smá leikur að orðum. Ég veit ekki hvort þið vissuð það eða hafið pælt í því en ég vinn smá vinnu bakvið tjöldin fyrir Vero Moda, meðal þess sem ég hef aðgang að eru myndir af vörum sem eru væntanlegar til okkar og ég var að fara í gegnum sendinguna sem er að koma í búðir núna á fimmtudaginn og það er mikið af fallegum blúnduflíkum. Ég heillaðist af þeim og datt í kjölfarið á smá Pinterest rúnt til að fá smá innblástur af samsettum dressum með blúndu til að fá smá hugmyndir að því hvernig væri hægt að setja saman skemmtileg dress til að setja á veggina inn í Smáralind sem er búðin sem ég merchandise-a mest.

Ég er stútfull af hugmyndum eftir rúntinn og mig langaði að deila með ykkur innblæstrinum og svo fékk ég leyfi til að sýna ykkur vörurnar sem eru að koma núna á fimmtudaginn – verðin eru mjög góð eins og alltaf.

Skoðið og heillist…

87e5330b5570b20102d4ace4004b8720

dc00dd05ddc7f665f1143bfa1e0498df

251d845172348ba4bb416cc512bc3fd4

Hér sjáið þið svo blúndu flíkurnar sem eru væntanlegar með sendingunni sem mætir í Vero Moda fyrir helgi – koma á fimmtudag/föstudag.

ONChloeLaceStringBraÞessi toppur er auðvitað virkilega einfaldur og klassískur og í takt við mikið af flíkunum sem þið sjáið hér fyrir ofan. Mér finnst verðið á þessum alveg fullkomið en hann verður á 2990kr.

PCNettiLaceBra

Hér er svo aðeins þéttari blúnda – virkilega fallegur líka. Þessi toppur kemur í svörtu og verður á 2990kr.

PCNettiLaceBody

Samfellan finnst mér æðisleg – flott við buxur og lausa skyrtu t.d. – held það gæti komið virkilega fallega út. Þessi fallega samfella verður á 2990kr.

PCLoaLaceSvo er hér svona þekjandi hlýrabolur með blúndu sem mér finnst alveg æðislega elegant og fallegur. Mig langar mikið í þennan sjálf. Fullkomin flík til að eiga í fataskápnum við fallegar buxur og blússu eða jafnvel bara jakka. Þessi verður á 3990kr.

Blúnda er alltaf svo klassísk, falleg og elegant finnst ykkur ekki…

EH

Færslan er ekki kostuð á neinn hátt, algjörlega skrifuð af mínu eigin frumkvæði og bara til að gefa ykkur hugmyndir af fallegum dressum og því sem væntanlegt í verslanir.

Ljómandi augnskuggar sem bráðna saman

Skrifa Innlegg