fbpx

SUNNUDAGS DEKUR

BEAUTYSAMSTARF

Er einhver með betri hugmynd í þessu veðri  ?
Eftir dásamlega fallegan vetrardag í gær ákváðu veðurguðirnir að hrista aðeins upp í þessu og bjóða upp á lægð númer ég veit ekki hvað í dag.  Svona dagar eru fullkomnir dekurdagar.
Ég er eins og margir vita mikill BIOEFFECT aðdáandi og sel þessar vörur í versluninni minni AndreA.  Þessar vörur henta húðinni minni 100 % og þar sem hún þolir ekki allt er ég lítið að rugga þeim bát.  Þessi rakagefandi gelmaski er nýleg vara frá BIOEFFECT en þetta er algjör rakabomba, ekki veitir af núna í janúar.

Ég ber á hreina húð mitt uppáhalds serum, ég notaði 30 DAY í dag, svo set ég maskann yfir.  Maskinn er í tvennu lagi, ég set neðri hlutann fyrst og svo þann efri og er með hann í ca 15 mínútur.
Maskann er hægt að kaupa stakan, hann kostar þá 1.700 en einnig er hægt að fá þá marga saman í kassa.
xxx
AndreA

@andreamagnus

JANÚAR & LÍFIÐ Í LÆGÐUM

Skrifa Innlegg