fbpx

JANÚAR & LÍFIÐ Í LÆGÐUM

LÍFIÐ

Janúar !!! Hvað er þetta með þig?

Ég er að upplagi jákvæð og frekar drífandi en janúar nær mér alltaf pínu niður.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvað það er, hann er langur, dimmur, kaldur og öll jólaljósin að fara niður eða svona næstum.  Kannski er maður líka að koma niður af desember ef svo má segja eftir miklar annir í vinnu og veisluhöldum.
2020 leggst ótrúlega vel í mig og ég elska tímamót, áramót en ekki janúar :)

Janúar hjá mér byrjar sem betur fer með útsölu og endar með tískuviku það hjálpar mikið, bæði að hafa eitthvað spennandi á dagskrá og að vera upptekin þannig að hann líði hraðar.
Ég á það til að verða eitthvað andlaus & tóm á þessum tíma og bara frekar ólík sjálfri mér.  Ég man eftir því að hafa rætt þetta við vini í janúar í fyrra þar sem mér sýndist flestir vera að tengja þannig að þetta er kannski eitthvað sem margir upplifa?

Hvað gerir kona?
Jú ég á að kunna flest trixin í bókinni, hugsa jákvætt, rækta líkama og sál og geri skemmtilega hluti en ég er ég líka með hósta, hor og eitthvað fleira sem maður pantar víst hvorki né hugsar í burtu :)  Góðu fréttirnar eru að lægðirnar koma og fara og  við erum hálfnuð með þennan janúar.  Það kemur dagur eftir þennan dag og mánuður eftir þennan mánuð,  þetta líður víst jafn hratt og júlí þannig að ég ætla að spenna beltin og reyna að njóta.

Þangað til næst
A

@andreamagnus
@andreabyandrea

VINTAGE VERSLUN Í KAUPMANNAHÖFN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1