PURPLE ICE

Ég keypti mér nýja sneaks um miðjan apríl, skórnir voru búnir að vera lengi á óskalistanum en ég bloggaði einmitt um þá um daginn – wishlist frá Naked ef eitthver hérna man eftir því,
ég er rosa hrifin af þessum skóm – eiginlega sama í hvernig lit, en ég hef ekki enn séð colorway sem ég fýla ekki og gæti ekki ímyndað mér að eiga. En kannski gáfulegt að segja hvaða skó ég keypti mér áður en ég held lengra, en við erum að tala um Climacool1 frá Adidas, ég geri mér fulla grein fyrir því að ég var ekkert að finna upp á hjólið með þessum kaupum mínum, enda mjög flottir, eiguleigir og síðast en ekki síst þæginlegir og mjög léttir, þannig það gefur auga leið að margar smekkskonur (og karlar) hafa nælt sér í par.
Sneakerfíkilinn sem ég er þarf alltaf að lesa mér til um skónna – enda næstum undantekningarlaus einhver skemmtileg saga á bakvið skónna, ferlið og hugmynda á bakvið þá osfrv.
Svo ef Andrea Röfn meðbloggarinn minn er að lesa þetta, skora ég á hana að byrja aftur með sneakers vikunnar!! Að minnsta kosti skemmtilegasti liðurinn á trendnet hingað til að mínu mati..

Adidas kom vægast sagt með gott Climacool comeback í fyrra, enda voru skórnir afar vinsælir í kringum aldamótin 2000 – en núna í haust þá komu þeir fram með 4 colorways, all black, hvíta, rauða og græna, núna hafa hinsvegar fleiri litir bæst við flóruna og nældi ég mér í fjólubláa eða réttara sagt “Purple Ice” – gæti ég ekki verið ánægðari með parið og mun ég koma til með að nota þá mjög mikið <3

 

Skónna keypti ég mér í Húrra Reykjavík

xx

Melkorka

OUTFIT

OUTFIT

Ég er nýlent frá Köben og er strax búin að taka upp úr töskunni til að pakka í aðra. Á morgun fer ég í smá frí í sólina og get ekki beðið. Í gær fórum við á annan fund með Carhartt WIP og svo með Wood Wood. Ó lord hvað það var margt fallegt þar.

Outfit gærdagsins:

Processed with VSCO with a6 preset

Processed with VSCO with a6 preset

Processed with VSCO with a6 preset

Úlpa: The North Face af Aroni litla bróður
Hettupeysa: Weekday
Buxur: Norse Projects, mínar allra uppáhalds!
Skór: Adidas Ultraboost

Just came home from Copenhagen and I’ve already unpacked and packed again since tomorrow I’m leaving for a little vacation, simply can’t wait! In Copenhagen we met up with three brands; Carhartt WIP, Wood Wood and Mads Norgaard to see their AW17 collections. All collections looked really promising and exciting! I’ll show you some more soon.

Yesterday’s outfit:

Jacket: The North Face
Hoodie: Weekday
Jeans: Norse Projects, all time favorites!
Shoes: Adidas Ultraboost

xx
Andrea Röfn

OUTFIT

HÚRRA REYKJAVÍKOUTFIT

Ég er stödd í Kaupmannahöfn í vinnuferð þar sem við erum að skoða og panta Fall’17 línurnar hjá þremur merkjum. Í lok mánaðarins liggur svo leið okkar aftur til Köben til að hitta önnur merki og vera viðstödd Fashion Week.
Outfit myndir dagsins eru teknar fyrir utan showroom-ið hjá Carhartt WIP, en haustið hjá merkinu lítur vægast sagt tryllt út.

Kápa: Vintage Burberry
Hettupeysa: Weekday
Buxur: Carhartt WIP
Skór: Adidas Ultraboost
Sólgleraugu: Han Kjobenhavn
Húfa: Norse Projects

—-

Hilsen frá Köben

xx

Andrea Röfn

WANT

TÍSKAWANT

Ég er búin að vera á fullu í lokaprófum í skólanum sl. viku og á ég aðeins eitt próf eftir, sem er enska. Þannig að ég leyfði mér að eiga daginn í dag í allsherjar chill og kósý.
Ég eyddi smá part af deginum í að surfa í gegnum netverslanir
og þar með ákvað ég að henda í einn óskalista með sneakers sem mig langar alveg meeeeega mikið í……

a88f4c486518c59b1539532691d76e0f_h662w530_crop

Þessir eru frá Adidas Y-3, sjúllaðir svo ekki sé meira sagt!

 04a30e4d96eae60e6c038168cc7a1b4f_h662w530_crop

Adidas Original ClimaCool 1

1e471fd6f3411a4515f1f1d3b374711f_h662w530_crop

Ég elska þessa en þeir eru einnig frá Adidas Y-3, fíngerðari og sömuleiðis flottari en Rebook insta pump skórnir (að mínu mati amk.), sem ég á og er ekki búin að fara úr þeim síðan ég keypti mér þá sl. sumar, svo hefði ekkert á móti því að eiga par af þessum bjúddurum…

Alla skónna fann ég inná Naked en þau eru með virkilega flott og vandað úrval, af bæði fatnaði og skóm.

En aðeins update af mér, ég á 19 ára afmæli á föstudaginn kemur!
Whopwhop

X
Melkorka


Ég er á instagram undir @melkorkayrr

SNEAKER WEEKND Í HÚRRA REYKJAVÍK:

TÍSKAWANT

Núna er Sneaker Weekend í Húrra Reykjavík sem þýðir að það er 20% afsláttur af öllum skóm núna & um helgina. Ég ákvað að gera smá lista af uppáhalds skónum mínum sem eru á afslætti.

Hægt er að versla SNEAKER WEEKEND bæði á netinu inn á hurrareykjavik.is & á Hverfisgötu 50 & Hverfusgötu 78.

x

1

Adidas Ultra Boost!

1db7eb13b500054d1fba69848b57cf37

Nike Flyknit Race

IMG_0100

Adidas Superstar Slip On

IMG_5332-1024x683

Adidas Superstar Slip On

IMG_0130

Adidas Stan Smith CF

IMG_5326-1024x683

Adidas Stan Smith CF

IMG_5321-1024x683

Filling Pieces Low Top – Mono Stripe Nude

2

Filling Pieces Low Top – Cleo Sand

  Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á SnapChat undir nafninu siggamagga

trendnet

ADIDAS ER INN

FASHIONTREND

English Version Below

14518251_10154099569512568_1361742689_n

Þetta er mynd frá því í morgun. Ég og Manu að gera okkur klár í daginn … bæði í Adidas Stan Smith skóm. Þessir eru með hörðum botni og litli maðurinn kann ekki alveg nógu vel á þá. Ég var því að panta mjúka frá sænskri netverslun – koma vonandi í vikunni.  Alba hefur átt nokkur pör og pabbinn líka en hann var smá trendsetter þegar hann hermdi eftir sjálfum Marc Jacobs á sínum tíma. Ég sagði ykkur “hér” árið 2013 að þetta gæti orðið næsta IT dæmið. Skemmtilegt að sjá að það gekk svo upp. 
Það má segja að þessi týpa séu fjölskylduskórnir á heimilinu í þessa dagana.

Adidas er INN og það fer ekki fram hjá nokkrum manni þessa dagana. Þýska merkið hefur sannarlega sótt í sig veðrið á tískusviði og nú má sjá Adidas útum allt hjá alls konar týpum. Ég á nokkrar flíkur frá merkinu en passa mig hér eins og annarsstaðar að taka þátt með hlédrægum hætti. Passið ykkur að “missa það ekki” í trendum – Adidas á adidas á adidas á adidas er ekki málið fyrir minn smekk.

Ég tók saman smekklegar myndir sem veita innblástur. Adidas fasjón fólk – gjörið þið svo vel –

//

My and my little baby boy are getting ready for the day, both wearing our Stan Smith’s. Now the whole family have a pair – the family shoes these days. I told you 3 years ago, when I saw Marc Jacobs wearing the shoes at a Coke Light event, that it could be the next IT item and it is fun to see that it became a fact.

Adidas has been growing fast the last years. The German sport brand has been breaking into the fashion world and it seems to be working. I have been wearing some items but it is not my style to wear Adidas on adidas on adidas …

Above you have some Adidas fashion – worn in a way that I like.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

AFTUR Í GÍRINN

LÍFIÐ

English Version Below

Loksins loksins loooksins er ég byrjuð að hreyfa mig aftur eftir barnsburð. Ég er alls ekkert “all in” en ég er allavega byrjuð. Klöppum fyrir því!
Í góðu veðri hef ég tekið létt útiskokk en þess á milli heimsæki ég ræktina (já, eða æfi hér heima.)

IMG_6776
Bolur: Adidas, Buxur: Lindex

IMG_6886

Buxur: Lindex, Skór: Adidas

IMG_6884
Adidas Ultra Boozt hlaupaskór frá því í fyrra –

IMG_6916

Ég er heppin að vera með hlaupavöll nánast í bakgarðinum, þó mér finnist miklu skemmtilegra að hlaupa í skóginum, sem er ekki langt undan –

IMG_6885

Fallega útsýni. Svanur vinur minn á sínum stað –

 

Hlaup er alltaf lang mest í uppáhaldi eins og ég hef áður sagt frá hér á blogginu. Þar hreinsa ég hugann og fæ líka bestu hugmyndirnar. Með lítinn strump á heimilinu er það ekki alltaf raunhæfur kostur en þá er bara gert gott úr hlutunum og æft hér heima – með nýja æfingafélaganum.

 

Það er skemmtilegra að æfa í nýjum æfingafötum. Takk Adidas fyrir það.

Toppur: Adidas, Buxur: Adidas, Skór: Adidas Ultra Boozt

IMG_5599

Þessa mynd birti ég á Instagram fyrir viku síðan þegar laugardagsleikfimin var tekin heima.

IMG_6232
Besti einkaþjálfarinn. Ég var í kappi við tímann á meðan að Manuel hélst góður.
IMG_6778

Stundum er þetta erfitt fyrir þreytta móður –

 

//

Finally! I am back on track with some training after little Manuel came to the world. I am not all in, but I am slowly getting in better shape.
My favorite is to go out running and clear my head, I also get my best ideas there. But unfortunately it is not always possible and then I have to visit the “home-gym” with the my little personal trainer – Manuel. I have to use the minutes while he is quiet.

It’s always more fun to train in new clothes. My gear above is a mix of Adidas and Lindex. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Útsala hjá Adidas

ÆFINGAFÖT

Útsalan er hafin hjá Adidas. Allra helst langar mig til að nefna hlaupaskóna, Ultra Boost, sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég nota ekki aðra skó. Nýjasta útgáfan, þessi sem er hér að neðan, er svo þægileg og það er eins og maður sé hreinlega í sokk. Ekkert við skóinn er óþægilegt. Það er draumur að hlaupa í þeim & ég mæli með að ná í eintak á útsölu, áður en þeir klárast.

Svo eru nokkrir bolir hérna sem er hægt að nota dagsdaglega og þeir eru að mig minnir allir undir 5 þúsund krónum. Kíkið á heimasíðuna þeirra – ADIDAS.IS – og skoðið úrvalið.

karenlind

NEW IN – H&M TREND

H&MNEW IN

Ég datt í fyrsta skipti inn í H&M hérna úti um daginn – búðin er risastór og með öllum deildum. Það er langt síðan ég fór í H&M og fann eitthvað sem mér fannst virkilega fallegt en í þetta skiptið datt ég á leðurskyrtu í H&M Trend deildinni, sem er núna by far uppáhalds flíkin mín.
Leðurskyrtan er frekar oversized og úr ekta leðri. Það er bæði hægt að nota hana fínt og hversdags, sem skyrtu eða sem skyrtujakka. Ég er búin að ofnota hana síðan hún varð mín og er hrikalega ánægð með kaupin.

I went to H&M here in Rotterdam the other day – the store is gigantic with all departments. It’s been a while since I found something I really liked at H&M but this time I stumbled upon a leather shirt at the H&M Trend department, which is by far my favorite garment today.
The leather shirt is slightly oversized and made from real leather. I can both wear it fancy and for everyday use, as a shirt or as a jacket. I’ve used it a lot since it became mine, and I’m really happy with the purchase.

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with b5 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with t1 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset Processed with VSCOcam with f2 preset  Processed with VSCOcam with f2 preset

Styttist í að ég endurheimti einkaljósmyndarann minn hana mömmu og þá lofa ég fallegri outfit myndum – hún er orðin ansi lunkin við linsuna :-)

Not long until I reunite with my private photographer, my mother, which means the outfit photos will be way better :-)

xx

Andrea Röfn