fbpx

PURPLE ICE

Ég keypti mér nýja sneaks um miðjan apríl, skórnir voru búnir að vera lengi á óskalistanum en ég bloggaði einmitt um þá um daginn – wishlist frá Naked ef einhver hérna man eftir því,
ég er rosa hrifin af þessum skóm – eiginlega sama í hvernig lit, en ég hef ekki enn séð colorway sem ég fýla ekki. En kannski gáfulegt að segja hvaða skó ég keypti mér áður en ég held lengra, en við erum að tala um Climacool1 frá Adidas, ég geri mér fulla grein fyrir því að ég var ekkert að finna upp á hjólið með þessum kaupum mínum, enda mjög flottir, eiguleigir og síðast en ekki síst þæginlegir og mjög léttir skór, þannig það gefur auga leið að margar smekkskonur (og karlar) hafa nælt sér í par.
Sneakerfíkilinn sem ég er þarf alltaf að lesa mér til um skóna – enda næstum undantekningarlaus einhver skemmtileg saga á bakvið skónna, ferlið og hugmynda á bakvið þá osfrv.
Svo ef Andrea Röfn meðbloggarinn minn er að lesa þetta, skora ég á hana að byrja aftur með sneakers vikunnar!! Að minnsta kosti skemmtilegasti liðurinn á trendnet hingað til að mínu mati..

Adidas kom vægast sagt með gott Climacool comeback í fyrra, enda voru skórnir afar vinsælir í kringum aldamótin 2000 – en núna í haust þá komu þeir fram með 4 colorways, all black, hvíta, rauða og græna, núna hafa hinsvegar fleiri litir bæst við flóruna og nældi ég mér í fjólubláa eða réttara sagt “Purple Ice” – gæti ég ekki verið ánægðari með parið og mun ég koma til með að nota þá mjög mikið <3

 

Skónna keypti ég mér í Húrra Reykjavík

xx

Melkorka

COOL KID: UNA SCHRAM

Skrifa Innlegg