fbpx

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNOUTFIT

Ég hitti góða vinkonu í haustsólinni um daginn. Við settumst niður á nýja hverfiskaffihúsinu, Kaffihúsi Vesturbæjar sem ég er strax orðin ástfangin af. Frábær og afslöppuð stemning, gott kaffi frá Reykjavík Roasters og góður morgunmatur þ.á.m. croissant, hafragrautar og ávaxtasalöt. Ég á eftir að smakka af hádegis- og kvöldmatseðlunum, hlakka til.

Pattra svöng og sæt

Þrátt fyrir smá kulda þá var veðrið virkilega fallegt og sólin skein skært á haustlitina.

Jakki: second hand úr Urban Outfitters
Kjóll: forever 21
Blúndukimono: second hand
Skór: Office
Sólgleraugu: RayBan stolið af stóra bróður

xx

Andrea Röfn

AFMÆLISKAFFI HJÁ BIRGITTU LÍF

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  26. October 2014

  Flotta!! Hefði viljað koma með í morgunstund. Virkilega vel heppnað hverfiskaffihús. :)

 2. Pattra S.

  28. October 2014

  LJÚF morgunstund með meiru og veðrið var nátturulega alls ekki að skemma fyrir!
  Hlakka til næst mín kæra :**