FATASALA DAGSINS

FATASALA

Fatasala dagsins er í Kolaportinu, Bás B16 samkvæmt Instagram story. Ingibjörg, ofurskvísa og litla systir mín selur af sér spjarirnar ásamt kærasta sínum, Tómasi Atla. Parið er þekkt fyrir afskaplega flottan fatastíl og því gætuð þið gert hjá þeim kjarakaup fyrir kvöldið.
Skilið á þau kveðju frá undiritaðri.

@ingibjorgsigfus @tomasatlason

Happy shopping!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

BAST FATASALA

FATASALAFÓLK

Hafrún Karlsdóttir og Kristín Dahl Bast skvísur ásamt ljósmyndaranum Sögu Sig –

Ég á það til að segja ykkur frá fatasölum sem mér finnst spennandi og á morgun fer fram sú flottasta þetta sumarið. Það er tímaritið Bast sem stendur fyrir sölunni og að henni koma miklar smekkkonur sem við margar lítum upp til. Ljósmyndarinn Saga Sig er ein þeirra en hún hefur í gegnum árin sankað að sér draumaflíkum úr Second Hand verslunum og ég er í alvöru næstum því grátandi yfir því að komast ekki að næla mér í svoleiðis “písa”. 

Í bland við second hand gersemarnar verða mikið af merkjafatnaði á góðu verði.
Ásamt Sögu verða þær Anna Sóley, Eva Dögg, Hafrún Karls, Helga Lilja, Hulda Halldóra, Hulda Katarína, Júlía Tómas, Ylfa Geirs, Katrín Alda og Kristín Dahl. Ég gæti talið upp endalaust af því merkilega sem þessar konur eru að gera í lífinu en ég lofa allavega miklu og góðu úrvali af fallegum fatnaði og fylgihlutum.  Allar eiga þær það sameiginlegt að hafa unnið í kringum tísku í mörg ár. Hafrún Karlsdóttir er til dæmis International Sales Manager hjá VALD agency sem sér um merki eins og sænska Hope sem við erum svo margar hrifnar af. 


Hér að neðan má sjá þær myndir sem finna má í viðburðinum á Facebook.

 

 

Hvar: Loft Hostel, Bankastræti 7

Hvenær: 15. júlí 

Tími: 13:00 – 17:00

Meira: HÉR


 

 

Skilið frá mér góðri kveðju!
Happy shopping!

xx,-EG-.

OUTFIT

OUTFIT

Vá hvað veðrið hefur leikið við okkur Íslendingana síðustu daga. Það er ekki oft sem maður getur spókað sig um berleggja langt frameftir kvöldi án þess að vera með gæsahúð og sjá eftir því að hafa ekki farið betur klæddur út úr húsi!

Þetta sett fékk ég frá danska merkinu Libertine Libertine sem verður fáanlegt í kvennabúðinni Húrra Reykjavík. Merkið spilar nú þegar stórt hlutverk í karlabúðinni og það verður spennandi að sjá viðtökurnar hjá kvenþjóðinni.

 unnamed

OUTFIT

Stuttbuxur & toppur – Libertine Libertine
Skór – Nike Mayfly Woven
Jakki – second hand

xx

Andrea Röfn

Fatamarkaður fyrir hann

FATASALAKK

Góðan daginn! Fatasala dagsins er fyrir hann.

Strákarnir í Húrra Reykjavik verða með fatamarkað í dag sem ég hef mikla trú á að verði ansi flottur.  Þetta gæti verið gullnáma fyrir herra í réttu stærðunum – öll flottustu skandinavísku merkin, sneakers og fleira.

11998944_914604788599265_4653257158224112535_n

Ég mæli með því að þið kíkið á Sindra, Jón Davíð og Ólaf Alexander í dag, sunnudag á milli 15 & 18. Markaðurinn fer fram kjallaranum fyrir neðan Húrra – Hverfisgötu 50.

Meiri upplýsingar um eventinn finnið þHÉR.

Happy shopping!

xx, -EG-

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

FATASÖLUR DAGSINS

FÓLKSHOP

Það virðist vera mikið um fatasölur á höfuðborgarsvæðinu í dag. Við fögnum því enda ekkert skemmtilegra en að flakka á milli og grafa upp gersemar hjá smekklegu fólki. Hér eru þær sem ég veit af og mæli með.

___

Risa fatamarkaður í Álfabakka hefur staðið yfir frá því á fimmtudag og er opinn í dag og á morgun. Þar koma saman nokkrar smekklegar (mjög smekklegar) konur með allskyns fatnað bæði á herra og dömur. Á boðstólnum verður PRADA, BURBERRY, CALVIN KLEIN, GUCCI, DKNY, ARMANI og fleira. Ekki láta þennan fram hjá ykkur fara!

Meira: HÉR

12003427_1491595791139467_1418967250590307264_n

Vinkonurnar Brynja Dan og Manuela Ósk munu standa vaktina í Kolaportinu í dag. Þær lýsa sér sem skósjúkum og að þarna gætu stúlkur því gert ódýr skókaup á lítið notuðum nýjum pörum. Einnig má búast við flíkum með miðanum hangandi á og því ekki aðeins um notaðar vörur að ræða. Eitthvað sem við megum ekki missa af … Kolaportið er opið frá 11-17.

11889639_893717460705604_5605278073899795299_n
Þriðja fatasalan sem ég heyrði af verður á Loft Hostel frá kl.13-18 í dag. Þar verða þrjár smekklegar að selja af sér gersemar eins og þær orða það sjálfar. Steinunn, Rakel Sif og Gyða Lóa taka vel á móti ykkur!

Meira: HÉR

Fatasölur dagsins eru ólíkar en ánægjulegar. Vonandi gerið þið afbragðs kaup í dag.

Góða helgi kæru lesendur!

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

OUTFIT – SÓNAR REYKJAVÍK

OUTFITTÓNLIST

Ég og Aron bróðir minn fórum saman á Sónar á föstudeginum. Við vorum mætt snemma og sáum Young Karin, Mugison, PrinsPóló, SOPHIE, B-Ruff og að lokum stukkum við á milli SBTRKT og Paul Kalkbrenner.

Aron var settur í að taka myndir og fær hér verðskuldað photo credit (svo hann haldi áfram að nenna að taka myndir af systur sinni :-) )

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Bolur: JÖR by Guðmundur Jörundsson
Jakki: second hand
Derhúfa: Wood Wood úr GK Reykjavík
Skór: Monki

Nokkrar myndir frá hátíðinni:

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Processed with VSCOcam with f2 preset

Mugison

Processed with VSCOcam with f2 preset

SOPHIE

Processed with VSCOcam with f2 preset

Aron og vinir

IMG_0609PRINSPÓLÓ

Processed with VSCOcam with f2 presetKarin okkar að gefa öllum gæsahúð með söngnum sínum með Young Karin

Processed with VSCOcam with f2 presetB-Ruff

Processed with VSCOcam with f2 preset

xx

Andrea Röfn

NÆS HJÁ NOSTALGÍU

EDITORIALFASHION

Draumateymi Íslands vann á dögunum myndaþátt fyrir Nostalgíu á Laugavegi.
Saga Sig tók myndir af Möttu í fatnaði frá íslensku vintage versluninni. Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir sá um stíliseringu.
Tilfinningin þegar maður finnur sína second hand gersemi og gefur henni nýtt líf er svo góð. Þér finnst eins og þú hafir verið að gera bestu kaup í heiminum með þessa einu flík sem er svo einstök.
Þar eru flíkurnar allar ólíkar og því er minni hætta á að mæta einhverjum eins klæddum á næsta horni. Ekki skemmir fyrir hvað það er náttúruvænt.
Myndirnar að neðan sýna að vintage getur líka verið hátíska. Þessar flíkur og aðrar svipaðar eru til í Nostalgíu núna –

nostonosto1
nosto1anosto2nosto2anosto3nosto4nosto4anosto6nosto7nosto8nosto10nosto11nosto12nosto13nosto14 nosto15 nosto15anosto16

Myndir: Saga Sig
Stílisti: Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
Hár og förðun: Fríða María með MAC, Blue Lagoon skincare og label.m
Módel: Matta
Aðstoðarstílisti: Inga Harðar

Fagmannlega unnin myndaþáttur af Möttu í mörgum hlutverkum. Það er ekki oft sem verslunum tekst jafn vel til með lookbook. Ég er hrifin. Þetta er fashion. Áfram Ísland!

xx,-EG-.

Fylgstu endilega með:
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

 

FATASALA DAGSINS

FATASALA

10421561_10204321890641027_5242852573860932175_n10736181_10152501136402568_1526933029_n

 

Fatasala dagsins er ekki af verri endanum (!) en smekkkonurnar Gunnþórunn Jónsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Sigríður Margrét, María Jonný, Lilja Karen og Anna Kein hafa hreinsað úr fataskápunum flíkur sem verða til sölu í Ingólfstræti í dag.

Ég þekki þær nokkrar og get því lofað ykkur því að þessum markaði viljiði ekki missa af. Þeas ég myndi sjálf mæta fremst í röð við opnun ef það væri í boði. Þið skilið kannski kveðju!

554104_4734104120693_535836130_n10271563_10203472008941849_3593274722449371010_n 10155116_10203037993567459_212058590_n 295558_10151524142925973_723894228_n

Hvar: Suzie Q, Ingólfsstræti 8
Hvenær: 1 nóvember klukkan 12:00
Meira: HÉR

.. og þar sem þið eru hvort eð er í miðbænum þá minni ég aftur á showroom Petit.is í næstu götu.

Gleðilegan laugardag!

xx,-EG-.

OUTFIT

101 REYKJAVÍKANDREA RÖFNOUTFIT

Ég hitti góða vinkonu í haustsólinni um daginn. Við settumst niður á nýja hverfiskaffihúsinu, Kaffihúsi Vesturbæjar sem ég er strax orðin ástfangin af. Frábær og afslöppuð stemning, gott kaffi frá Reykjavík Roasters og góður morgunmatur þ.á.m. croissant, hafragrautar og ávaxtasalöt. Ég á eftir að smakka af hádegis- og kvöldmatseðlunum, hlakka til.

Pattra svöng og sæt

Þrátt fyrir smá kulda þá var veðrið virkilega fallegt og sólin skein skært á haustlitina.

Jakki: second hand úr Urban Outfitters
Kjóll: forever 21
Blúndukimono: second hand
Skór: Office
Sólgleraugu: RayBan stolið af stóra bróður

xx

Andrea Röfn

MELROSE TRADING POST

FLÓAMARKAÐURKALIFORNÍASECOND HAND

Melrose Trading Post er flóamarkaður í Los Angeles staðsettur fyrir utan Fairfax high school, á horninu á Melrose og Fairfax. Markaðurinn er haldinn alla sunnudaga og er þar að finna allt milli himins og jarðar; fatnað, skó, fylgihluti, húsgögn, húsmuni, bækur, bíómyndir, mat og lengi mætti telja. Munið þið þegar ég skrifaði um Brooklyn Flea? Ég var yfir mig hrifin af þeim markaði, en Melrose Trading Post er MARGFALT stærri og veglegri! Bara að hann væri ekki svona langt í burtu frá okkur.

Þar sem ég var ekki ein að dunda mér og skoða hvern einasta bás keypti ég ekki mikið. Mér tókst þó að kaupa mér tvo pelsa á slikk enda lítið notagildi í pelsum fyrir íbúa LA.
IMG_4507

IMG_4504

IMG_4505

IMG_4506

Þessi mynd varð að fylgja með – ég fæ hroll!

IMG_4508

IMG_4510

IMG_4514

IMG_4516

Frábær markaður sem ég mæli með fyrir alla sem heimsækja LA

xx

Andrea Röfn