fbpx

ALEXANDRA HELGA SELUR AF SÉR SPJARIRNAR FYRIR GOTT MÁLEFNI

SHOP

Fyrrum fegurðardrottningin og eiginkona fótboltamannsins Gylfa Sigurðssonar selur af sér spjarirnar í Trendport þessa vikuna. Trendport er staðsett á Nýbýlavegi 6 og er verslun sem selur notaðar flíkur í endursölu.

Ofurskvísan Alexandra Helga Ívarsdóttir er þekkt fyrir einstaklega mikil smekklegheit

Alexandra er þekkt fyrir að vera með góðan stíl og býður okkur því upp á virkilega gott úrval af merkjavöru sem eflaust verðuð rifist um. Ég er sjálf að hugsa um að kíkja í heimsókn og athuga hvort ég verði heppin að ná einhverjum næsheitum. Merki eins og Isabel Marant, Kenzo, Self Portrait, Gucci, Nike,  og miklu miklu fleiri mæta okkur á þessum góðgerðabás sem enginn má láta fram hjá sér fara.


Básinn verður uppi í 2 vikur og hefst salan í dag, 4.september. Allur ágóði af sölu flíkanna fer til Ljóssins sem er endurhæfingarstöð fyrir krabbameinsgreinda.

Fallegt framtak sem vert er að segja ykkur frá.

Fylgið Alexöndru á Instagram HÉR og fáið að sjá uppfærslur á Instagram story þegar hún fyllir á básinn.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

ELÍSABET GUNNARS - H&M STUDIO AMBASSADOR

Skrifa Innlegg