fbpx

ELÍSABET GUNNARS – H&M STUDIO AMBASSADOR

LÍFIÐSAMSTARF

Eins og einhverjir tóku eftir þá fór ég í stutt stopp til Osló á dögunum þar sem finna má höfuðstöðvar H&M á Íslandi (og Noregi að sjálfsögðu) í gömlu sjarmerandi húsnæði alveg í miðbænum. Ég náði að slá margar flugur í einu höggi í þessari heimsókn en ég fór smá yfir dagskránna mína í bloggfærslu í beinni á þeim tíma.

Í stuttu máli – á einum sólarhring: Heimsókn í opnun nýs sýningarrýmis – H&M Studio myndataka – Kynningarfundur um Trendnet með markaðsdeild H&M.

H&M hafa beðið mig að vera einskonar ambassador fyrir STUDIO línunni þeirra og ég tek því verkefni með stolti og mikilli ánægju. Ég hef fylgst með og kunnað vel að meta STUDIO línu þeirra í mörg ár. Það er líklega sá hluti af H&M sem á hvað best við mig og bloggið mitt er sönnun þess því ég hef skrifað um línurnar í mörg ár, löngu áður en H&M opnaði á Íslandi ;) Rakst t.d. á þessa grein frá því árið 2015 (!) HÉR og þær eru fleiri í safninu.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið línuna þá er þetta tískulína sænska risans sem kemur út tvisvar á ári í mjög takmörkuðu upplagi í útvaldar verslanir H&M, þar á meðal H&M í Smáralind. Studio línan fylgir tímabilum stóru tískuhúsanna – vor/sumar og haust/vetur – og færri fanga flíkurnar en vilja. Síðastliðin ár hefur línan verið frumsýnd á tískuvikunni í París þar sem öllu hefur veirð til tjaldað, sem sýnir þann standard sem þau vilja ná á tískusviðinu. Þá reyndu þeir nýja leið í síðustu línu þegar haldið var með fjölda áhrifavalda í draumkennda ferð til SEDONA. Ég var þar fyrir Íslands hönd eins og þið tókuð líkega eftir á blogginu.

Fylgist með hér á blogginu á morgun þegar ég sýni ykkur fleiri myndir frá myndatökunni ásamt því að segja ykkur frá viðburðinum í Smáralind á fimmtudag, þar sem ég mun taka vel á móti ykkur.

psst. Ég er að gefa flíkur úr línunni í Instagram leik HÉR fyrir áhugasama, ekki missa af því.

 

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

DRESS: AARHUS

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. AndreA

  4. September 2019

  Hlakka til að sjá þig í Kóp

  • Elísabet Gunnars

   4. September 2019

   Sömuleiðis !! <3

 2. Arna Petra

  4. September 2019

  Fallegasta módel sem ég þekki, punktur.