fbpx

DRESS: AARHUS

DRESS

Elska þessa kvöldsól .. 

Við höldum áfram að njóta lífsins á sunnudögum en í gær gerðum við okkur glaðan dag í elsku Århus. Gunni sagði að ég væri klædd eins og ég væri á leið í ræktina in the 8os. Það var vissulega þegar ég var einungis í hjólabuxum (gömlum úr Weekday) og uppáhalds samfellunni minni frá OW/AndreA og ég tók enga mynd af mér þannig en fannst kommentið of gott til að deila því ekki hér, sitt sýnist hverjum segi ég nú bara! haha. Hefði átt að taka mynd ..

Blazer: H&M STUDIO AW19, Samfella OW/AndreA, Hjólabuxur: Weekday eldgamlar, Skór: Zara

Gunni er í buxum Won Hundred og Bol Won Hundred, skórnir eru Húrra Reykjavík og sokkarnir COS.
Við vorum svo voða vel merkt með risa 66°Norður poka á öxlinni … eins sönnum Íslendingum sæmir ;)

Talandi um hjólabuxur þá bloggaði Andrea um það þægilega trend HÉR fyrir áhugasama.

Nú er hafin ný vinnuvika sem verður mjög löng en ótrúlega skemmtileg hjá undiritaðri – hlakka til að leyfa ykkur að vera með í beinni, @elgunnars á Instagram.

xx,-EG-.

SMÁFÓLKIÐ: BACK TO SCHOOL

Skrifa Innlegg