fbpx

SMÁFÓLKIÐ: BACK TO SCHOOL

LÍFIÐSMÁFÓLKIÐ

Færslan er unnin í samstarfi við 66°Norður

Eftir yndislegt sumar þá er það alltaf viss léttir að komast aftur í rútínuna – skóli, tómstundir, leikskóli og handbolti. Tímabilið hjá Gunna (manninum mínum) er að byrja aftur núna og ég verð sem fyrr á hliðarlínunni – stuðningsmaður nr.1.

Skólafötin eru klár og áttum við krakkarnir skemmtilega stund saman í dag þegar við nutum okkar á ferðinni í litlu dönsku borginni okkar, klædd í íslenskt – já takk.

Alba mætir í skólann alla daga stolt með íslensku skólatöskuna sína á bakinu og mamman er líka mjög sátt við hennar val. Hún fékk loksins nýja tösku eftir að gamla var orðin svolítið slitin. Hún fær ekki nýja tösku hvert einasta ár svo því se haldið til haga :)

Í tilefni þess að við erum komin í haustrútínuna aftur þá ætla ég að gleðja smáfólkið með veglegri gjöf á Instagram.

Ekki missa af því stuði: HÉR

Heja Sverige í gulu og bláu? Þá passar það vel við okkar hálf-sænska hjarta. Vestið og úlpan eru nýjar vörur í það úrval sem 66°Norður býður upp á fyrir börn – við alveg elskum þetta!

Það er ekki alveg komið úlpuveður hérna megin við hafið og því breyttist klifurveggurinn fljótt í fatahengi –

Þessir glókollar mínir eru bestu vinir, oftast –

Smáfólkið mitt er mjög vinsælt á Instagram story hjá mér og því finnst mér gaman að leyfa þeim að vera með á blogginu af og til líka. 66°Norður eru vinir okkar sem við fylgjumst vel með og erum stolt af því að klæðast. Merkið hefur vaxið hratt hér í Danmörku en er ekki ennþá byrjað að bjóða upp á barnaföt, vonandi verður breyting á því fljótlega.

Áfram Ísland!

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Fanø, ég elska þig

Skrifa Innlegg