fbpx

Fanø, ég elska þig

LÍFIÐ

Er bloggið mitt að breytast í danskt ferðablogg? Það mætti halda það en þetta gerist stundum á sumrin því þá verð ég svo virk í því að njóta lífsins með fjölskyldunni minni í útlöndum. Ég er líka og hef alltaf verið góð í því að fullnýta mínúturnar í lífinu og þar verður engin breyting á. Þó eg sé glöð að rútínan sé komin í gang þá er AFTER SCHOOL hjá okkur alltaf stuð, þegar það er tækifæri til.
Eins og þið vitið þá bý ég er Esbjerg með handboltahelmingnum mínum og hér í kring leynast draumastaðir. Einn af þeim er Fanø, sem ég elska. Það er smá eins og maður sé kominn inn í bíómynd, bara við það að taka bát í 10 mínútur frá höfninni í Esbjerg. Svo dásamlegt í marga staði, sjarmerandi litli miðbærinn, ströndin, sem er eins og Sahara (aldrei heimsótt svona strönd á mínum árum í Svíþjóð og Danmörku) og fólkið! Já fólkið er eitthvað meira næs þarna en annarsstðar. Sem dæmi fórum við heim með stól sem gamall maður vildi gefa okkur úr þessari ferð okkar …. afhverju, veit ég ekki. En það er eins og þessir stólar séu að elta okkur haha.

AFTER SCHOOL

.. innihélt ísdeit við smáfólkið mitt 

 

.. og busl í sjónum, þar sem sumir tóku smá kríu.


Klæðist sundbol frá Hildur Yeoman og sólgleraugum frá Zöru, Flipflops og spöng: H&M

xx,-EG-.

Síðsumar í highlights á Instagram: HÉR

SUNDAYS ..

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    29. August 2019

    skemmtilegar myndir! x