fbpx

Afound

FRÉTTIRSHOP

@elgunnars

Ég spurði ykkur á Instagram story hjá mér hvort þið hefðuð áhuga á að heyra meira um Afound, sænska snilld sem ég heimsótti í fyrsta sinn á dögunum. Ég heillaðist strax af hugmyndinni þegar H&M group kynnti þetta sniðuga nýja concept í sína verslunarflóru fyrir ekki svo löngu.

Afound er eins konar nútíma outlet þar sem þau velja inn vörur frá þekktum vörumerkjum í bland við sín merki og minni “local” merki. Þau lækka verðið og gefa þannig vörum frá fyrri tímabilum nýtt líf og þarna leynast fjársjóðir – A found!

Verslunin er mjög græn og þau bjóða viðskiptavinum t.d. uppá að skila inn notuðum flíkum sem geta öðlast nýtt líf. Að launum fær maður innleggsnótu í versluninni. Þá er einnig hægt að kaupa “sannar gjafir” á síðunni sem mér finnst falleg hugmynd. Sannar gjafir frá mismunandi samtökum og mér finnst þetta frábært, það er einhvern veginn auðveldara að gera svona kaup á vandaðri heimasíðu sem maður þekkir en að fara inná síður hjálparsamtakanna og versla.

Eins og staðan er núna þá er Afound einungis opin í Svíþjóð og með verslanir þar en á planinu er að opna víðar.

Verslunin selur föt, aukahluti, skó, barnavörur, vörur fyrir heimilið og þið finnið hundruði vörumerkja hjá þeim – hátísku í bland við H&M. Dæmi um það sem ég sá á slánum var Prada, COS, Filippa K, Marni, Gucci, Weekday, WoodWood, Nike … en ég gæti haldið endalaust áfram.

Þið finnið Afound verslanir í Stokkhólmi, Gautaborg, Kristianstad og Malmö. 

 

 

Mæli með fyrir Íslendinga í Svíþjóð. Endurnýjun og nýting á þessum eldri vörum fyrirtækjanna er svo mikilvæg í þessum ólgusjó fatnaðar.

Það besta við þetta allt – og það sem ég elska við netverslanir – er að það er frí heimsending og frítt að skila, en auðvitað bara í Svíþjóð eins og staðan er í dag og því miður munum við Íslendingar þurfa að bíða aðeins lengur. Meira: HÉR

xx, -EG-

MEISTARI HINS VEL NÝTTA TÍMA

Skrifa Innlegg