fbpx

MEISTARI HINS VEL NÝTTA TÍMA

LÍFIÐSAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við Meistaramánuð Íslandsbanka

Jess!! Nýr fylgihlutur barst inn um dyrnar í gær.
Sjaldan verið jafn hamingjusöm með pakka (jú, síðast þegar ég eignaðist nýjan slopp kannski ..)

Þið munið að ég er í samstarfi við Íslandsbanka í Meistaramánuði og ég hef farið eftir mínum markmiðum síðustu vikurnar. Það er ennþá hægt að vera með og ég vona að þið séuð flest meðvituð um þetta frábæra framtak. Það hefur verið ánægjulegt að fá viðbrögðin ykkar við mínum markmiðum: margir sem tóku sér það til fyrirmyndar að slökkva á samfélagsmiðlum klukkan 22:00 á kvöldin (fékk mestu viðbrögðin við því markmiði mínu), ætluðu sér að drekka meira vatn, æfa oftar í viku en taka stuttar æfingar eins og ég hef verið að impra á að virki svo vel fyrir líkama og sál, en þið hafið líka sent mér ykkar markmið sem eru mjög ólík mínum. Markmið geta verið allskonar og það er hægt að verða meistari á mörgum sviðum. Ég fékk titilinn: “Meistari hins vel nýtta tíma” og er ótrúlega stolt af þeim titli enda reyni ég alltaf að fullnýta mínúturnar í sólahringnum – bæði í einkalífi og vinnu, sem vill þó oft blandast í einhverskonar graut í mínu tilviki.

Þar sem ég er gift íþróttamanni hef ég oft prufað svona verðlaunarpening en það er ansi langt síðan að ég eignaðist einn sjálf.
Fer hann mér ekki bara nokkuð vel? ;)
Meira: HÉR

Blazer: Ganni, Bolur: H&M, Buxur: Wera x Styleby Magazine

Áfram gakk! Áfram þið!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

SUNDAYS ..

Skrifa Innlegg