fbpx

AÐVENTUGJÖF #2

Það er langt síðan mig hefur langað að hæpa og peppa upp einhverja vöru eins mikið og nýja sloppinn minn sem ég fékk að gjöf í vikunni. Um er að ræða danska dásemdar hönnun sem mig langar ekki að fara úr, er smá að spá í að hætta að klæða mig og vera í honum for the rest of my life.

Norr11 á Hverfisgötu tóku nýlega í sölu nýtt vörumerki, TEKLA.  Trendnet talaði um merkið HÉR og heimsótti viðburð á Hverfisgötuna þegar merkið var kynnt til sögunnar.

Ég er mikil markaðskona og finnst gaman þegar fyrirtæki horfa út fyrir kassann. TEKLA hefur farið nýjar leiðir í þessum textíl bransa og sett vörurnar fram á spennandi og áhugaverðan hátt – gert þær að trendi. Merkið hefur verið áberandi í dönskum og sænskum tískutímaritum en hönnuðirnir koma frá GANNI og Acne og hafa því vit (og sambönd) fyrir tísku og trendum. Það mikilvægasta er þó að vörurnar eru gerðar úr gæðaefnum með fallegum detailum þar sem umhverfissjónarmið eru í hávegum höfð.

SUNDAYS .. besti dagur.

Ég er mikil sloppakona og þessi er sá besti af þeim sem ég á. Gunni, þú mátt fá þinn aftur (uppáhalds hingað til hefur verið H&M Home sloppur sem ég gaf Gunna í jólagjöf fyrir nokkrum árum).

Sloppurinn er einstaklega þægilegur og sniðið er það besta sem ég hef kynnst – eitthvað svo fashion, stórar ermar og stór hetta.

Ég ætla að gefa einn slopp en líka rúmföt frá sama merki til einhvers fylgjenda á Instagram. Um er að ræða vörur að andvirði rúmlega 40.000 króna. Svo það er til mikils að vinna!

Instagram gefur ykkur upplýsingar um þessa ágætu aðventugjöf frá mér til ykkar – sjáumst þar (@elgunnars).
Megi heppnin vera með ykkur!

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

YFIRHAFNIR Í YFIRSTÆRÐUM

Skrifa Innlegg