fbpx

YFIRHAFNIR Í YFIRSTÆRÐUM

ÍSLENSK HÖNNUNSHOPTREND

 

Hér sjáið þið að engin stærð er rétt stærð – förum okkar eigin leiðir.

Ég hef lengi verið þekkt fyrir að “stela” yfirhöfnum af betri helmingnum og þar verður engin breyting á. Eins hef ég keypt herraflíkur á sjálfa mig og er alltaf glöð með kaupin. Ég kaupi aldrei föt eftir stærðum heldur horfi ég á hverja flík fyrir sig og kaupi hana í þeirri stærð sem mér finnst lúkka best hverju sinni. Ég hef stundum verið gagnrýnd fyir það, en svarið er alltaf það sama. Það sem hentar mér, hentar ekki endilega þér. 

Ég á auðvitað einhverjar yfirhafnir í “réttri stærð” eins og t.d. þrjár uppáhalds kápur sem ég nota mikið og leðurjakka úr minni eigin fatalínu með Moss (gamall) – ég hannaði hann auðvitað þannig að S myndi henta mér.

En maður má nota XL þó að maður sé 1.60 ;) ég var allavega glöð að rekast á trend grein á Vogue.com sem segir mér að á næsta ári verði ég með hlutina á hreinu, loksins ;)

Ég man þegar ég vann í búðunum þegar það komu inn kúnnar sem voru fastir á því að vera í einni stærð – “nei ég vil ekki máta S, ég er í XS”. Ég þoldi ekki þessa setningu þar sem engin flík er eins. Maður verður að skoða snið og möguleika og máta hvaða stærð lætur manni líður best en það er einmitt það sem þetta snýst allt saman um, að líða vel.

Hér eru nokkur dæmi um yfirstærðir af tískupöllunum – season 2018/2019:

Og hér eru nokkrar hugmyndir af því sem fæst í íslenskum verslunum um þessar mundir:
Þetta eru allt flíkur úr dömudeild en það er um að gera að heimsækja líka herradeildina og gera góð (en óvenjuleg) kaup þar.

Trend talk dagsins í boði mín – njótið helgarinnar, t.d. í fötum af kærastanum ;)

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

KÆRLEIKUR

Skrifa Innlegg