fbpx

TRENDNÝTT

TEKLA FABRICS TIL ÍSLANDS

KYNNING

Verslunin Norr11 á Hverfisgötu mun taka inn nýtt textíl merki nú fyrir jólin – Tekla Fabrics. Danska sængurfatamerkið hefur náð ótrúlegum vinsældum á stuttum tíma og hefur m.a. slegið í gegn á samskiptamiðlum.

Maðurinn á bakvið merkið er Svíinn Charlie Hedin sem hefur áður unnið hjá bæði Acne og Ganni. Hann nær að tvinna tísku inní textíl merkið sem líklega er ástæðan fyrir vinsældunum.

https://www.instagram.com/p/Bp2EyJsn_Is/

https://www.instagram.com/p/BqAMkJwnGg-/

Margar af tískufyrirmyndum dönsku götutískunnar hafa birt af sér myndir í Tekla og þar er Terry náttsloppurinn vinsælastur.

Caroline Brasch Nielsen:

Maria Palm:

Þessi er líka með’etta:

Fyrirtækið gefur einnig út reglulega spotify lista sem nálgast má HÉR.

Þeir sem vilja sjá meira geta gert sér ferð á Hverfisgötuna á fimmtudaginn (22. nóv) þegar merkið verður kynnt til sögunnar – meira um viðburð HÉR.

TEKLA er að fara nýjar leiðir í þessum bransa og verður gaman að sjá þær viðtökur sem merkið hlýtur á Íslandi. Tilvalið í jólapakkann!

//TRENDNET

WEEKDAY OPNAR Á ÍSLANDI

Skrifa Innlegg