fbpx

TRENDNÝTT

WEEKDAY OPNAR Á ÍSLANDI

Sænska verslunin Weekday mun opna í Smáralind næsta vor. Verslunin hefur verið í uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum frá opnun árið 2012 og því verður án efa tekið fagnandi á móti henni.

Verslunin er þekkt fyrir gallavörur og býður uppá mismunandi snið, fín gæði og gott verð. Saga verslunarinnar er áhugaverð en hún var stofnuð í Stokkhólmi og fyrst undir nafninu Weekend og var þá bara opin um helgar. Vinsældirnar gerðu það þó að verkum að nafninu var breytt í Weekday og opnunartíminn var lengdur. Það var síðan H&M risinn sem keypti verslunina og er hún hluti af þeirra neti í dag. Weekday hefur opnað í stórborgum eins og París og London og stefnir á mikla útbreiðslu árið 2019.

Verslunin selur vörur undir eigin vörumerki fyrir konur og karla ásamt því að bjóða alltaf uppá ferskar vörur frá vel völdum merkjum. Í dag má þar finna Dr Martens, Cheap Monday, Buffalo, Fila, Kappa og fleiri. Verslunin er frekar “young” ef svo má að orði komast og góð viðbót við íslenska verslunar flóruna.

Sjáumst í Weekday!

//TRENDNET

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir ný verk

Skrifa Innlegg