fbpx

HVAÐA VINTAGE MERKJATÖSKUR ERU BESTA FJÁRFESTINGIN?

FASHIONSHOP

Mér hefur þótt gaman að gramsa eftir gersemum í gegnum tíðina. Það eru enginn kaup skemmtilegri en þegar maður finnur flík eða fylgihlut sem lifir nýju lífi með mér eftir að hafa mögulega átt ágætt líf áður en ég fann hann.  Ég hef verið heppin oft á tíðum og verð betri með árunum að finna þessu týndu fjársjóði. Með tilkomu netverslana hefur orðið mun aðgengilegra að eignast vintage merkjavöru því við getum googlað okkur áfram í leit okkar að draumavöru. Það eru til verslanir sem sérhæfa sig í þessum málum, vintage verslanir sem selja aðeins gæðavöru. Þær eru að sjálfsögðu flestar utan landssteinanna, en þó ekki lengra frá en rétt bakvið tölvuskjáinn.

Ég fór yfir nokkrar fréttir úr ólíkum áttum sem hjálpuðu mér að finna topplista af töskum sem eru góð vintage kaup. Ég ákvað að deila topp 10 lista hér á blogginu sem kauptips til ykkar – frábær fjárfesting ef vel er hugsað um.

Ertu að leita eftir hinu fullkomna notaða merkjaveski? Þessi að neðan eru góð kaup að mínu mati –

1. CHANEL

Þessi fer aldrei úr tísku. Double flap bag frá Chanel í medium, þú finnur ekki meiri klassík. Taskan kostar mikið þó að maður finni hana vintage en það er líka hægt að selja hana aftur fyrir saman pening – fellur ekki í verði.

2. Ferðataska? Allavega hin fullkomna í helgarfrí – frá Louis Vuitton

Það eru eflaust margir sammála mér að þetta sé taska sem verður bara flottari eftir því sem hún verður meira notuð? Googlið Monogram canvas keepall badouliere 55 eða leitið eftir henni í virtum verslunum.

 

3. CÉLINE

Persónulega dreymir mig um að eignast þessa og vil hana bara vintage. Old Céline gersemi sem ég er ennþá að reyna að grafa eftir. Mjög modern og að mínu mati mjög góð kaup. Heitir: Macadam drawstring bucket bag.

4. PRADA

Ertu á leiðinni til Parísar? Ég man ennþá eftir því þegar ég sá þessa í vintage búð í þeirri bestu borg. Hef sjaldan séð meira eftir því að hafa ekki  keypt hana en ég var með Ölbu litla í kerru og hún nennti ekki búðarápi. Kannski er hún þar ennþá?  Ekki nema ca. 8 ár síðan … ;) Hún heitir Baguette ef þið eruð að leita.

5. SADDLE BAG, DIOR

Saddle bag frá Dior er mjög  vinsæl um þessar mundir. Allra mestu skvísurnar bera hana í nýjum litum en ég myndi velja hana í svörtu leðri eins og hér að ofan og í vintage, aðallega af því að buddan leyfir mér ekki annað.

6. Céline

Box bag frá Céline – verður ekki mikið klassískari. Sjáið þennan dökkbláa draum hér að ofan.

 

7. HERMÉS

Hermés taska sem þú notar alla daga vikunnar? Googlið Amazonia evelyne, þið gætuð fundið hana notaða á netinu og í fleiri litum en bara þessum brúna.

8. MULBERRY

Alexa leather satchel er ein af vinsælli töskum frá Mulberry. Ég myndi velja hana í ljósbrúnu leðri.

 9. PRADA

Fyrir hann og fyrir hana? Ég myndi örugglega geta selt Gunna hugmyndina að því að deila með mér notkun á þessari frá Prada í eðal leðri sem lifir lengi. Ég sé fyrir mér að nota hana í ræktina, en svo myndi ég kannski ekki tíma því, það er spurning.

10. Louis Vuitton

 

Hin vinsæla Monogram frá LV er taska sem dettur aldrei úr tísku.

Versla vintage meira á árinu? Það er eitt að mínum áramótaheitum.
Ég elska að gramsa eftir vintage gersemum og vona að svona færsla komi að góðum notum fyrir ykkur sem eruð sama sinnis.

Happy shopping!

psst. AndreA segir okkur frá vintage verslun sem hún var að uppgötva í Kaupmannahöfn á dögunum í  nýjasta bloggi sínu, hér.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

VINSÆLAST ÁRIÐ 2019 - TOPP15

Skrifa Innlegg