fbpx

VINSÆLAST ÁRIÐ 2019 – TOPP15

Gleðilegt nýtt ár kæru góðu lesendur. 2019 var 10 ára bloggár hjá mér og það hefur svo sannarlega margt breyst síðan að ég ritaði mínar fyrstu línur á haustmánuðum 2009. Takk þið sem að kíkið stundum við, ég kann svo sannarlega að meta það.

Það er hefð hjá mér að taka saman vinsælustu færslur ársins og hér fáið þið topp15 listann árið 2019. Þetta var viðburðaríkt ár hjá mér á blogginu og á Trendnet. Árið er það stærsta hjá mér hingað til – ég tók þátt í stórum og skemmtilegum verkefnum með samstarfsaðilum og lít stolt yfir öxl og hlakka til að takast á við nýtt og spennandi ár.

Ég elska að rifja árið svona upp og þetta er einnig góð leið fyrir mig að sjá hvað þið viljið lesa. Það gleður mig að sjá hvað bloggið lifir vel og þó svo að það sé farið að tvinnast meira og meira við mína samfélagsmiðla þá þykir mér alltaf mest vænt um bloggið – það er mun dýpra og persónulegra og færslurnar lifa svo lengi og vel. Sem dæmi um það er brúðkaupsfærslan mín frá 2018 á topp10 árið 2019 sem sýnir að hver færslan lifir vel og lengi og hefur blogg það framyfir t.d. tímarit og samskiptamiðla.

Það er með mikilli sorg í hjarta sem ég kynni mest lesnu færslu ársins og minnir hún okkur á að njóta allra augnablika á nýju ári.

Ég ætla að byrja aftast og láta fylgja með smá brot úr færslunum – ef þið hafið áhuga á að lesa meira þá smellið þið á titilinn.

 

15. Á FORSÍÐU HM.COM

Hluti af verkefni mínu í eyðimörkinni var að taka þátt í myndatöku sem var skipulögð fyrir alla áhrifavalda sem boðaðir voru í ferðina. Ég var svo heppin að vera ein af útvöldum sem fékk þann heiður að vera notuð á forsíðu HM.com – ótrúlega gaman að sjá.

LESA MEIRA

14.  10 ÁRA MAMMA

Ég átti yndislega helgi með mínu fólki hér heima í Esbjerg þegar við fögnuðum fyrsta tug frumburðarins. Ég er ekki alveg að trúa því að ég sé búin að vera mamma í 10 ár (!) … ótrúleg staðreynd.

Við komumst að því að ég væri ólétt þegar við bjuggum yfir sumartíma í Kaupmannahöfn árið 2008. Þá var alls ekki á planinu að verða mamma og pabbi enda var ég nýkomin með inngöngu í Háskóla þar sem ég byrjaði ólétt seinna um haustið og tók svo vorprófin 2009 með þriggja vikna barn á kantinum. Það gekk ..

Það má með sanni segja að við höfum dottið í lukkupottinn með hana Ölbu okkar sem fæddist á Íslandi en flutti með ungu foreldrum sínum til Svíþjóðar þremur mánuðum síðar. Á 10 ára ævi Ölbu hefur hún búið í Svíþjóð – Frakklandi – Þýskalandi – Svíþjóð – Danmörku. Hún hefur lært reiprennandi sænsku, settist kornung á skólabekk í Frakklandi og lærði þar frönsku, þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hún lærði þýsku svo aftur til Svíþjóðar þar sem hún breytti hreimnum í Skånsku og nú síðast er hún byrjuð að brillera á dönsku. Alba þekkir lífið ekkert öðruvísi og hefur svo sannarlega lært mikið á leiðinni.
Mér hefur þó alltaf þótt mikilvægt að finna henni stöðuleika á Íslandi þar sem hún á rætur sínar að rekja og hún finnur sterkt fyrir því. Þar á hún góða vini og fjölskyldu og við foreldrarnir höfum passað uppá að hún fái að eyða stórum hluta í rútínu þar þegar það hefur passað. Hennar stærsti draumur er að fá að búa þar einn daginn og vonandi verður hægt að uppfylla þá ósk á einhverjum tímapunkti.

Alba er svo sterkur karakter og veitir mér endalaust innblástur.
Ég er svo stolt af því að vera mamma hennar.

Til hamingju með fyrsta stór-afmælið klára, frábæra, fallega, sterka stelpan okkar.

LESA MEIRA…

13. JÓLAKVEÐJA

Við völdum að eiga öðruvísi jól í ár og ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun. Við héldum jólin á okkar hraða og vorum til  dæmis ekki mætt í fordrykk fyrr en um sjö leitið og borðuðum kvöldmat um klukkutíma síðar. Tímasetning jólahaldsins er ekki svo mikilvæg að mínu mati –  allt sem máli skiptir er samveran með þeim sem þú elskar og ég var svo sannarlega ástfangin að mínu fólki þessa kvöldstund. Við tókum með okkur nokkrar gjafir út og opnuðum þær í litlu stofunni okkar á meðan við borðuðum eftirétt í boði hússins, enginn íslenskur heimagerður ís þetta árið.

Hvaðan er kjóllinn?  Algeng spurning eftir að ég birti þessa væmnu jólamynd af mér og Gunna – jólakveðjan í ár.

LESA MEIRA…

12. ÁHRIFAVALDUR / FRÁHRIFAVALDUR

Fráhrifavaldur? Er það eitthvað? Það er allavega orð sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og fók hefur verið að ræða á samfélagsmiðlum. Ég hef alltaf haft frekar sterkar skoðanir á orðinu áhrifavaldur og hlutverki þeirra og finnst því áhugavert að velta fyrir mér andstæðunni, fráhrifavaldur. Það gæti nefnilega alveg átt rétt á sér.

LESA MEIRA…

11. VÁ LOKSINS

Vá loksins sest ég niður og skrifa um hápunkt helgarinnar á Íslandi. Elsku vinir okkar gengu “loksins” í það heilaga og við gátum ekki hugsað okkur að missa af því stuðinu. Ég hef sjaldan skemmt mér eins vel enda héldumst við hjónin á dansgólfinu langt fram á nótt, og harðsperrurnar eftir því daginn eftir ;)

Merkingin #VÁLOKSINS hefur þýðinguna V fyrir Viktor og Á fyrir Álfrúnu og loksins passar vel því þau eru búin að vera á leiðinni að festa heitin í nokkur ár en aldrei fundið tíma í annríkinu, ég kannast sjálf við slíkt.

LESA MEIRA…

10. BRÚÐKAUP – UNDIRBÚNINGUR FRÁ A TIL Ö

Brúðkaup okkar Gunna fyrr í sumar er einn af hápunktum lífs míns og minning sem lifir að eilífu. Það hefur verið svo gaman að fá að deila ástinni, gleðinni & hamingjunni með ykkur sem fylgið mér hér á blogginu og annarsstaðar. Þið eruð margar sem hafið haft samband út af ólíkum atriðum sem tengjast brúðkaupsundirbúningi og ég hef gefið þau loforð að allt slíkt efni verði aðgengilegt á Trendnet fyrr en síðar. Hér er komið að því að standa við stóru orðin.

Þessi póstur er ætlaður tilvonandi brúðhjónum til viðmiðunar við skipulagningu stóra dagsins. Við minn undirbúning var þetta einmitt pósturinn sem mig vantaði og því ætla ég að deila með ykkur hvaða leiðir ég valdi og vonandi getur fólk nýtt það til viðmiðunar og týnt atriði úr sem henta fyrir þeirra dag. Það er engin rétt leið í þessu og hér fáið þið mína leið.

Uppsetningin er einnig nokkurn veginn í þeirri röð sem ég gerði hlutina.

LESA MEIRA…

9. TRENDTASKA SEM VIÐ HÖFUM EFNI Á

Það getur verið erfitt að taka þátt í “töskuleiknum” þessa dagana. Getum við réttlæt kaup á tösku sem kostar kannski nokkurra mánaða leigu? Það virðist þó orðinn nokkuð sjálfsagður hlutur að bera töskur frá stóru tískuhúsunum og þær rífa sko aldeilis í budduna. Auðvitað eru margir sem bara leyfa sér þetta alls ekki – eða bíða eftir tækifæri sem þessu.

Nú er von fyrir þá sem hafa beðið á hliðarlínunni – stjörnur eins og Kendall&Kylie Jenner og Gigi Hadid hafa verið áberandi með Rachel Bag frá ástralska/evrópska merkinu By Far. Taskan er einlit og einföld, án logo og því nokkuð tímalaus. Talað er um að hún sé kjörin fyrir varalitinn, kortaveskið og símann – þarf eitthvað meira?

LESA MEIRA…

8. DRAUMAHÓTEL Í ALTEA Á SPÁNI

MAISON CONDESA … leggið það á minnið ;)

Við Gunni vorum svo heppin að fá smá foreldrafrí frá börnunum þegar (m)amma mætti til okkar um helgina eftir tveggja vikna fjölskyldufrí í sumarhúsi á Spáni. Amma og Ömmusystir tóku því yfir fjölskyldufríið í sumarhúsinu og við hjónin stungum af í áhyggjuleysið.

Við völdum Altea sem áfangastað því bærinn var í þægilegri fjarlægð og við höfðum fengið fjölda meðmæla, frá t.d. Andreu sem bloggaði um þennan dásamlega bæ á dögunum. Ég á fullt af myndum frá gamla bænum sem ég ætla að deila með ykkur í næstu færslu en í dag verð ég að byrja á því að segja ykkur frá gistingunni sem við bókuðum algjörlega “last minute” og urðum alls ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef sjaldan fengið eins mikið af fyrirspurnum á Instagram um hótel og því fær það sér færslu, enda tók ég nokkrar fallegar myndir á meðan dvöl okkar stóð.

LESA MEIRA…

7. BEST KLÆDDU KONUR ÍSLANDS

En ánægjulegt hversu margar sendu mér svona mynd með morgunbollanum í dag … annars hefði þessi grein líklega farið fram hjá mér.
Takk Morgunblaðið og lesendur Smartlands fyrir að leyfa mér að vera með í þessum flotta hópi íslenskra kvenna.

Það er skemmtilegt að sjá hversu fjölbreyttur hópurinn er og það sannar að vel klædd kona getur verið allskonar – eitthvað sem ég er alltaf að reyna að impra á við mína fylgjendur á blogginu. Ekkert er rétt þegar kemur að klæðaburði heldur eigum við að klæðast eins og okkur líður best – allt er leyfilegt.

LESA MEIRA…

6. GULLFALLEGA BRÚÐUR, ALEXANDRA HELGA

Ooog þá kom mynd af kjólnum. Gullfallega Alexandra Helga valdi sér kjól frá hátísku­hús­inu Galia Lahav (omg!!) til að klæðast á brúðkaupsdaginn.
Það var vinkona brúðarinnar, Margrét Silja, sem sá um hárið og Harpa Káradóttir sá um förðun – hafið þið séð meiri fegurð? Ekki ég!

 

LESA MEIRA…

5. BESTSELLER HEILLAÐI MEÐ FÖGRUM FLÍKUM

Ég fékk þann heiður að fá að heimsækja höfuðstöðvar Bestseller í Kaupmannahöfn. Yfirleitt gef ég mér ekki tíma í heimsóknir af þessu tagi á tískuvikum (reyni að velja aðra daga á árinu í svoleiðis gigg) en að þessu sinni hentaði það fullkomlega. Höfuðstöðvarnar eru staðsettar í gullfallegu dönsku húsi þar sem er hátt til lofts, skreytt með rósettum í hverju horni – algjör draumur. Ég mátaði með þeim mínar uppáhalds flíkur sem eru væntanlegar í verslanir fyrir jólin – tímabilið á fötunum hér að neðan er ágúst – desember svo biðin er ekki löng.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til fyrirtækisins þá er Bestseller danskt fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað í Danmörku árið 1975 með yfir 3000 verslanirnar í 38 löndum. Fyrsta Bestseller verslunin opnaði á Íslandi árið 1993 og í dag eru þær 10 talsins – Selected, Jack & Jones, Name it, Vero Moda og VILA.

Ég hefði getað mátað föt í heila viku því úrvalið var svo mikið en við ákváðum að einbeita okkur að VILA og merkinu Y.A.Ssem er í sölu hjá Selected Femme. Hér að neðan er minn topp 10 listi – njótið <3

LESA MEIRA…

4. STOLT STÓRA FRÆNKA

Elsku Ástrós, ég er svo stolt af þér. Það er eiginlega það eina sem ég þarf að segja þér.

Þið sem lesið bloggið mitt, ekki missa af þessu viðtali sem birtist í Íslandi í dag í gær. Ég skrifaði HÉR um ástarsögu Bjarka og Ástrósar þegar Bjarki átti lítið eftir í baráttunni sinni við krabbamein. Fyrir nokkrum mánuðum kvaddi hann svo stelpurnar sínar og nú heldur lífið áfram án pabba. Hvernig litla frænka mín, Ástrós Rut, hefur tæklað þetta risastóra lífs-verkefni og hvernig hún er fyrirmynd fyrir aðra í sömu sporum … ég á engin orð yfir það hvað ég er stolt af henni og þeim mæðgum.

Pressið á PLAY.

LESA MEIRA…

3. AARKE KOMIÐ TIL ÍSLANDS!

Þegar þetta er skrifað er ég alveg að tryllast úr spennu! Loksins loksins má ég segja frá nýrri uppáhalds vöru sem kemur í sölu á Íslandi um helgina. Um er að ræða AARKE sódavatnstæki sem hefur tryllt lýðinn í Danmörku og Svíþjóð og verður nú loksins fáanlegt á Íslandi. Það er HALBA sem tekur vörumerkið í sölu en við Gunni (betri helmingurinn) ásamt bestu partnerum, Álfrúnu Páls og Viktori Bjarka, stöndum á bakvið fyrirtækið.

Í tilefni þess að varan fer í sölu í HAF STORE þá munum við standa vaktina í versluninni með heitt á könnunni á laugardaginn, 10 nóvember. Boðið verður uppá frískandi sódavatn, kaffi og croissant. Sjáumst þar! Meir um það HÉR.

ÚT MEÐ EINNOTA PLAST – INN MEÐ AARKE!

Sjáiði þessa fegurð –

LESA MEIRA…

2. KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3

12. SEPTEMBER – TAKIÐ DAGINN FRÁ!

Það er komið að skemmtilegasta tíma ársins, góðgerðaverkefnið okkar, sem mér þykir svo vænt um, KONUR ERU KONUM BESTAR VOL3 fer í sölu fimmtudaginn 12.september.

Bolurinn í ár er sá flottasti frá upphafi, ég get fullyrt það. Það er listakonan okkar hún Rakel Tómasdóttir sem á heiðurinn af myndinni á bakinu sem er svo vel heppnuð – KONUR !! 

Við ákváðum að hafa okkar mikilvægu skilaboð frekar lítil og látlaus í þetta skiptið, þrjár línur ofarlega fyrir miðju framaná bolnum. Með því móti er hægt að para hann vel saman með t.d. flottum blazer eða annarri yfirhöfn í vetur, en samt sjáum við alltaf setninguna sem skiptir okkur svo miklu máli – Konur Eru Konum Bestar.

KEKB: Paldís, Nanna, Elísabet, Andrea & Rakel.
Takk Sara Dögg fyrir að farða okkur svona fallega

LESA MEIRA…

1. #FYRIRFANNEY

Kraftaverkadrengurinn Erik Fjólar bræddi hjarta mitt í morgun þegar ég hitti hann óvænt með ömmu sinni og föðursystur á Gló. Erik er sonur vina minna, Fanneyjar og Ragnars, sem þessa dagana glíma við erfitt verkefni sem áhorfendur Íslands í dag fengu að kynnast. Fanney greindist með krabbamein síðasta sumar og hefur síðan þá barist hetjulega við þennann ósanngjarna sjúkdóm sem því miður hefur tekið hratt yfir líkama hennar. Fanney er engri lík með sinn lífsvilja og orku sem smitar út frá sér. Ég get ekki annað en mælt með viðtalinu við þau og deili innslaginu hér að neðan. Hafið pappír við hönd þegar þið pressið á play.

LESA MEIRA…

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram 

 

 

 

DESEMBER DRESS Á TÁNUM

Skrifa Innlegg