fbpx

10 ÁRA MAMMA

LÍFIÐ

Ég átti yndislega helgi með mínu fólki hér heima í Esbjerg þegar við fögnuðum fyrsta tug frumburðarins. Ég er ekki alveg að trúa því að ég sé búin að vera mamma í 10 ár (!) … ótrúleg staðreynd.

Við komumst að því að ég væri ólétt þegar við bjuggum yfir sumartíma í Kaupmannahöfn árið 2008. Þá var alls ekki á planinu að verða mamma og pabbi enda var ég nýkomin með inngöngu í Háskóla þar sem ég byrjaði ólétt seinna um haustið og tók svo vorprófin 2009 með þriggja vikna barn á kantinum. Það gekk ..

Það má með sanni segja að við höfum dottið í lukkupottinn með hana Ölbu okkar sem fæddist á Íslandi en flutti með ungu foreldrum sínum til Svíþjóðar þremur mánuðum síðar.
Á 10 ára ævi Ölbu hefur hún búið í Svíþjóð – Frakklandi – Þýskalandi – Svíþjóð – Danmörku. Hún hefur lært reiprennandi sænsku, settist kornung á skólabekk í Frakklandi og lærði þar frönsku, þaðan lá leiðin til Þýskalands þar sem hún lærði þýsku svo aftur til Svíþjóðar þar sem hún breytti hreimnum í Skånsku og nú síðast er hún byrjuð að brillera á dönsku. Alba þekkir lífið ekkert öðruvísi og hefur svo sannarlega lært mikið á leiðinni.
Mér hefur þó alltaf þótt mikilvægt að finna henni stöðuleika á Íslandi þar sem hún á rætur sínar að rekja og hún finnur sterkt fyrir því. Þar á hún góða vini og fjölskyldu og við foreldrarnir höfum passað uppá að hún fái að eyða stórum hluta í rútínu þar þegar það hefur passað. Hennar stærsti draumur er að fá að búa þar einn daginn og vonandi verður hægt að uppfylla þá ósk á einhverjum tímapunkti.

Alba er svo sterkur karakter og veitir mér endalaust innblástur.
Ég er svo stolt af því að vera mamma hennar.

Til hamingju með fyrsta stór-afmælið klára, frábæra, fallega, sterka stelpan okkar.

Bolur: H&M, Blazer: H&M, Buxur: H&M, Skór: Mango
Alba er í nýjum i+i bol sem kostar 1000 krónur (!) fyrir áhugasamar mömmur! Skór: Zara

xx,-EG-.

THE WANDERER Í HAFNARHÚSINU

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Andrea

    1. April 2019

    Til hamingju með afmælið Alba <3
    & til hamingju með frábæru Ölbuna ykkar E&G <3