fbpx

THE WANDERER Í HAFNARHÚSINU

ÍSLENSK HÖNNUNSHOP
Færslan er unnin í samstarfi við Hildi Yeoman

Gleðilegan Hönnunarmars kæru lesendur! Einn af hápunktum hátíðarinnar fyrir mig persónulega er sýning Hildar Yeoman sem leggur allt í vogaskálarnar á þessum tíma árs. Um er að ræða frumsýningu á vor og sumarlínu íslensku listakonunnar fyrir árið 2019, nefnd The Wanderer.
Ég hef verið svo heppin að vera stödd á Íslandi í síðustu skipti og finnst alveg ómögulegt að þurfa að missa af að þessu sinni.


Hvaðan kom innblásturinn í ár?

Línan er innblásin af ferðalagi um Vesturströnd Bandaríkjanna þaðan sem ég er ættuð og partur af fjölskyldunni minni býr, en hún er einnig innblásin af Íslandi. Þarna mætast því tveir ólíkir heimar. Það er kúrekaþema og við unnum mikið með gallaefni, svarta sanda og glitur og glamúr í bland.
The Wanderer snýst þó einna helst um konuna sem við sáum fyrir okkur þegar við vorum að hanna hana. Ég er heppin að vera umkringd mikið af flottum sterkum konum sem láta ekki vaða yfir sig og vinna að því að láta drauma sína rætast.
Þegar ég var að hanna línuna var ég ólétt af stelpunni minni. Var komin alveg á steipirinn þegar við mynduðum fatnaðinn. Þessi lína er á vissan hátt óður til hennar þar sem ég vona að flestir vegir verði henni færir í framtíðinni, engin glerþök að þvælast fyrir.

Eins og þið vitið þá hef ég unnið náið og lengi með Hildi og elska ástríðuna sem hún leggur í línur sínar hverju sinni. Við Hildur byrjuðum að vinna saman í lok árs 2012 og síðan þá hef ég heimsótt verslun og vinnustofur hennar mjög reglulega. Eins og ég hef oft nefnt hér á blogginu að þá dáist ég af duglegu fólki með stóra drauma en Hildur Yeoman fellur svo sannarlega undir þann flokk.

Ég x Yeoman í gegnum árin:

Ég klæðist stuttermabol úr nýju línunni í dag – þennan á ég eftir að nota mikið!

FJÖLMENNUM Í HAFNARHÚSIÐ – FÖSTUDAGINN 29.mars

Stuttermabolur: Hildur Yeoman, Spennur í hári: YEOMAN á Skólavörðustíg, Hálsmen: Hildur Yeoman,
Stuttbuxur: Vintage Levis, Skór: Zara


Hvar: Hafnarhúsið

Hvenær: Föstudaginn 29.mars
Klukkan hvað: Fordrykkur klukkan 19:30 og sýning hefst 20:00
Meira: HÉR

Sýningin er opin öllum.

xx,-EG-.

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

Skrifa Innlegg