fbpx

JÓLAKVEÐJA

DRESSLÍFIÐ

Við völdum að eiga öðruvísi jól í ár og ég gæti ekki verið ánægðari með þá ákvörðun. Við héldum jólin á okkar hraða og vorum til  dæmis ekki mætt í fordrykk fyrr en um sjö leitið og borðuðum kvöldmat um klukkutíma síðar. Tímasetning jólahaldsins er ekki svo mikilvæg að mínu mati –  allt sem máli skiptir er samveran með þeim sem þú elskar og ég var svo sannarlega ástfangin að mínu fólki þessa kvöldstund. Við tókum með okkur nokkrar gjafir út og opnuðum þær í litlu stofunni okkar á meðan við borðuðum eftirétt í boði hússins, enginn íslenskur heimagerður ís þetta árið.

Hvaðan er kjóllinn?  Algeng spurning eftir að ég birti þessa væmnu jólamynd af mér og Gunna – jólakveðjan í ár.

Um er að ræða pils og topp úr H&M sem ég keypti mér á netinu. Ég gerði þau mistök að kaupa toppinn í stærð 42 en notaði hann bara samt – haha. Ég batt hann á hliðinni með teygju og lét þetta virka. Elska hvað önnur öxlin er sérstaklega mikið púff á meðan hin er ber á móti – það var sniðið sem seldi mér flíkina sem er úr silki og því meira gala en gerist, toppurinn er eingöngu fáanlegur á netinu og því ekki í sölu á Íslandi því miður. Spöngin er frá Notes Du Nord og ég eeeelska hana, enda var ég með þegar hún var pöntuð inn fyrir verslun AndreA. Skórnir eru frá sænska merkinu Flatterd og fengust í GK Reykjavik.

Jólin eru hátíð barnanna.
Elska Elska Elska þessi tvö ..

Inboxið mitt á Instagram er stútfullt af allskonar spurningum sem ég hef ekki náð að svara. Ég vona að það komi ekki að sök, ég er nefnielga að reyna að vera sem mest í fríi (og stend mig vel í því ;) ) en mun svara fyrr en varir.

Jólakveðjur frá okkur <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

Jólakjólar: íslenskt frá Andreu

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Bergmann

    27. December 2019

    En yndislegt elsku Elísabet, njótið frísins x