fbpx

Jólakjólar: íslenskt frá Andreu

HEIMSÓKNÍSLENSK HÖNNUN
Samstarf við A.

Ertu á síðasta snúning með að finna þér jólakjól? Mér datt í hug að deila með ykkur topp 3 listanum mínum af íslenskum kjólum frá Andreu í ár. Hér fáið þið fallegar íslenskar hugmyndir úr Hafnafirði. Það er opið á Norðurbakkanum frá 11-13 í dag, 24.desember.


Tvær er betra en ein?


  Þessi bleiki er svo dásamlegur og enn fallegri þegar maður sér hann á – bleik jól í ár?


Annars er rauður  litur jólanna og ég sé svo eftir því að hafa ekki keypt þennan til að klæðast þegar klukkan slær sex. 

Habana sniðið frá A hefur verið rosalega vinsælt en hún hefur hingað til selt það í síðu, þegar ég sá stuttu útgáfuna vissi ég að það væri eitthvað fyrir mig. Ég myndi almennt klæðast honum við stívél en í dag (á jólunum) færi ég í sokkabuxur og  pinnahæla og myndi toppa lúkkið með rauðum vörum.

Svo verð ég að bæta við þessum sem ég birti á Instagram í síðustu viku. Hann er ekki íslensk hönnun eftir Andreu en kjóllinn fæst samt í sömu verslun.

Ekki fara í jólaköttinn ;) .. Þetta eru allavega hugmyndir en svo minni ég nú alltaf á að það er vel hægt að klæðast einhverju sem við eigum nú þegar í fataskápnum.

Gleðilega hátíð – ást og friður  <3

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

LITLU JÓLIN

Skrifa Innlegg