fbpx

LITLU JÓLIN

LÍFIÐ

Þegar þetta er skrifað er ég nýlent á sólríkar slóðir þar sem við fjölskyldan ætlum að eyða jólunum í ár. Þetta var ákvörðun sem við tókum í flýti þegar ég var nýbúin með mikla vinnutörn fyrr í haust. Nokkrum vikum síðar hugsaði ég hvort þetta væri algjör vitleysa, að sleppa því að koma heim til Íslands að knúsa allt fólkið okkar. Í dag veit ég þó að engin ákvörðun var betri þetta árið. 2020 verður átakanlegt ár fyrir litlu fjölskylduna mína og því er ég svo þakklát fyrir þessa daga hér yfir hátíðarnar áður en við stökkvum út í nýja árið, sem við ætlum okkur að sjálfsögðu að tækla vel!

Þar sem jólin eru öðruvísi í ár þá tókum við smá forskot á sæluna heima í Danmörku áður en við héldum af stað. Við vöknuðum snemma á laugardegi, kveiktum á fullt af  kertaljósum og hentum í jólabrunch. Börnin fengu að opna  nokkrar gjafir (mjöög skrítið að mega það fyrr) en svo fór pabbinn bara í útileik (síðasti sigur ársins) og við hin áttum venjulegan frídag saman.

Það var að sjálfsögðu skálað í Sjöstrand eins og alla morgna – og meira að segja hér á hótelinu í dag því við tókum með okkur uppáhalds kaffið okkar því við vissum að það myndi passa í Nespresso kaffivélina sem fylgir herberginu. Það er opið á Fiskislóð 57 í dag frá 10-18 (Þorláksmessu) og við skilum hlýjum hátíðarkveðjum á snillinganna sem standa þar vaktina. Takk allir fyrir að taka svona vel í Sjöstrand árið 2019. Eru ekki allir að fylgja okkur á Instagram HÉR

Á árinu kom AARKE í HALBA fjölskylduna og það er vara sem er ekki eingöngu eldhúsprýði því ég vel að  hafa hana í stofunni heima. Getið þið spottað hana á myndinni?
AARKE á Instagram HÉR

Annars setti ég inn hugmynd að jólalegri lummum á Instagram þegar við héldum þessi krúttlegu jól, en eina breytingin er sú að ég bæti einni dollu af Örnu jógúrti í einföldu uppskriftina sem ég geri svo oft.

Uppskrift: 
2x stappaðir bananar
Egg
Dass af höfrum
1 krukka af Örnu jólajógúrti (kanil og eplabragð)

Mæli með ..

Gleðilega hátíð.

xx,-EG-.

@elgunnars á Instagram

SOKKABUXNA SEASON

Skrifa Innlegg