fbpx

ÁHRIFAVALDUR / FRÁHRIFAVALDUR

LÍFIÐ

Fráhrifavaldur? Er það eitthvað? Það er allavega orð sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og fók hefur verið að ræða á samfélagsmiðlum. Ég hef alltaf haft frekar sterkar skoðanir á orðinu áhrifavaldur og hlutverki þeirra og finnst því áhugavert að velta fyrir mér andstæðunni, fráhrifavaldur. Það gæti nefnilega alveg átt rétt á sér.

Mér finnst viðeigandi að koma með mína hlið á þessu máli nú þegar fólk er að velta þessu fyrir sér – bæði fyrir aðra áhrifavalda að lesa en líka fyrir lesendur að skilja. Ég gæti líklega skrifað langa bók en ætla bara rétt að fara inn á nokkur atriði á léttu nótunum.

Í dag eru margir sem falla undir orðið áhrifavaldurbloggarar, fyrirsætur, leikarar, íþróttafólk .. ég gæti talið endalaust. Mér finnst oft fráhrindandi, bæði á Íslandi og erlendis, þegar svokallaðir áhrifavaldar eru ekki samkvæmir sjálfum sér. Til að fá fólk til að trúa því sem þú segir verður þú að passa að fylgja eigin innsæi en falla ekki í gryfju gjafa og gulls ( munum að við erum á Íslandi – ekki mikið gull að finna í þessum bransa <3 )

Áhirfavaldar hafa svo sannarlega áhrif og það hefur margsinnis sýnt sig. Ég tek mark á þeim áhrifavöldum sem ég fylgi en ég vel mér líka fólk sem ég trúi og tengi við. Mér finnst neikvæðustu sögurnar um áhrifavalda koma upp þegar fylgjandinn fussar yfir því sem hann sá – við höfum öll val um hvað við horfum á, hverjum við fylgjum og það er mjög einfalt að setja bara unfollow ef þér líkar ekki lífið sem áhrifavaldurinn hefur valið sér.

Mér finnst líka mikilvægt hvernig auglýsingastofur og markaðsskrifstofur vinna. Gott dæmi er að ég sjálf fékk til dæmis þrjú mail í sömu vikunni (frá sömu markaðsskrifstofunni) um það að auglýsa þrjá ólíka drykki frá tveimur fyrirtækjum. Ég gat ekki hugsað mér að x væri uppáhalds drykkurinn minn einn daginn, y hinn daginn og svo z nokkrum dögum síðar – enginn græðir. Ég myndi missa trúverðuleika og fyrirtækið sömuleiðis. Ef ég væri að auglýsa drykk fyrir sjálfan mig þá væri það sódavatn (vann einmitt aðeins með Toppi á dögunum), kaffi (Sjöstrand að sjölfsögðu), rauðvín eða freyðivín (því það er nánast eina áfengið sem ég drekk, í hófi).

Þá er það líka mikilvægt að passa hvernig hlutirnir eru settir fram. Fara varlega í yfirlýsingar. það er ekki allt best í heiminum þó svo að við auðvitað tökum stundum þannig til mála. Ég man eftir því þegar ég fór í samstarf fyrir jólin með danska fyrirtækinu Tekla sem fæst í Norr11 – þar sparaði ég ekki stóru orðin en það kom virkilega frá hjartanu því ég hafði sjaldan verið eins ánægð með gjöfin sem var náttsloppur sem ég gaf líka einum fylgjanda. Ég hló að mér eftirá afþví að ég vissi upp á mig “sökina” að ég hefði kannski farið smá over the top með ánægjuna. En ég nota ennþá þennan slopp og elska hann ennþá jafn mikið, svo það er þá kannski í lagi ..

Ég hef alltaf verið meðvituð um það að með orðinu áhrifavaldur fylgir ábyrgð. Ég hef tamið mér nokkuð heilbrigðan lífstíl þó svo að ég fari ekki útí öfgar í neinu. Þá hef ég alltaf reynt að hvetja fólk til jákvæðni og að styðja sitt fólk, burt með öfundsýki og slæmt umtal. Síðan eru það litlu hlutirnir – t.d. tók ég snemma ákvörðun að birta aldrei myndir af sígarettum (hef aldrei reykt sjálf) eða “djammi” á bloggið mitt.

Hvað er þá fráhrifavaldur? Ég hef séð umræðuna um að ef viss manneskja auglýsir vöru þá sé það fráhrindandi fyrir vissa neytendur, ég er ekki endilega sammála því en dæmið sem ég nefni að ofan finnst mér geta verið fráhrindandi. Að sömu manneskjur lofi ólíkar vörur gegn greiðslu og fylgi ekki eigin sannfæringu.

Eins og ég sagði að ofan þá gæti ég haldið endalaust áfram…
Ég las t.d. grein um daginn sem fjallaði um að áhrifavaldar væru að eyðileggja tískuheiminn. Þannig væri tíska allt í einu byrjuð að snúast um hver gengi í dýrustu hettupeysunni með stærsta logo-inu. Þetta er stíll sem margir risa áhrifavaldar hafa komið á flug og má þar nefna frægasta tónlistarfólk og fótboltamenn heims (sem hafa gríðarleg áhrif á kauphegðun). Það er sko mikið til í þessu þó þetta sé kannski heldur hörð yfirlýsing.

Allavega … vangaveltur dagsins í boði mín.

Æ annars byrjaði ég vinnudaginn svo vel, annan daginn í röð, úti í garði með tölvuna í fanginu. Það eru þessir hlutir í lífnu sem veita manni ó svo mikla gleði í hjartað. Maður kemur samt færri hlutum í verk úti í sólinni sem er ástæðan fyrir þvi að ég er búin að færa mig inn þegar þessi færsla er skrifuð.

Góðar stundir.

xx,-EG-.

MAMMA

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Fanney Ingvarsdóttir

  17. May 2019

  Sammála hverju orði!

 2. Svart á Hvítu

  17. May 2019

  Mjög gott input – hef annars húmor fyrir þessu fráhrifavaldaorði, finnst þetta gott orð;)

 3. Elín

  17. May 2019

  Mjög góðir punktar og líka mikilvægt að benda á ábyrgð (ef svo má segja) fyrirtækja og auglýsingastofa sem hugsa sér að fara í samstarf með áhrifavöldum. Áhrifavaldur og vara/fyrirtæki þurfa að eiga samleið á einhvern hátt – t.d. með markhópum eða skilaboðum, til að samstarfið verði farsælt.
  En ég upplifði nýlega fráhrifavalda-tilfinningu. Áhrifavaldur byrjaði að tala um vöru sem ég hef notað til lengri tíma og alltaf verið í skýjunum með. Ég upplifði umtalið einlægt, það vantaði ekki, en mig langaði einfaldlega ekki að tengja ímynd áhrifavaldsins við þessa vöru og í augnablik velti ég því fyrir mér að kaupa hana ekki aftur. Kannski svolítið flókið að tengja hugtök við tilfinningar, enda óhaldbærar á marga vegu en á einhvern hátt virkuðu meðmælin frá áhrifavaldinum fráhrindandi – þvert á það sem markmiðið var

 4. Andrea Röfn

  17. May 2019

  Hjartanlega sammála hverju orði!