NÝR AUKAHLUTUR

DAGSINSLÍFIÐ

English Version Below

Ég er söm við mig … sitjandi í mínu ágæta vinnuhorni á hverfiskaffihúsinu sem fer að verða mitt annað heimili, svo mikið læt ég sjá mig hér. Í desember er sérstaklega mikið að gera og ég er að vinna verkefni í kappi við tímann eins og örugglega margir. Í dag sit ég aðeins lengur við skjáinn þar sem mín bíður 3 daga frí í fyrsta sinn í margar margar margar vikur. Fríið er ekki þannig séð heillandi en ástæðan er aðgerð sem ég þarf að fara í snemma í fyrramálið og læknirinn er búinn að banna mér að vinna í tölvunni á meðan ég jafna mig. Ég dey ekki ráðalaus og er að sjálfsögðu með tímastillta pósta og efni á meðan fjarveru stendur. Ég verð samt ekki jafn dugleg að svara póstum og vona að þið fyrirgefið mér það.

Rautt er litur hátíðarinnar en líka trend litur vetrarins samkvæmt hátískunni. Blússan mín er frá Lindex.

Annars er ég svo glöð með nýju heyrnatólin mín sem ég fékk að gjöf frá Nýherja á dögunum. Ég passa að taka þau með mér hvert sem ég fer svo betri helmingurinn ræni þeim ekki af mér. Hann væri líklegur til þess þó hann eigi sjálfur Bose heyrnatól sem við keyptum fyrir ca. 2 árum í Þýskalandi. Mín eru bara aðeins betri (Bose QC35 II) af því þau eru þráðlaus, segir expertinn (Gunni) ;) Meira: HÉR

Ég mæli sérstaklega með heyrnatólunum fyrir þá sem fljúga mikið, ferðast í rútu (strætó) eða annað slíkt. Svo sannarlega allt annað líf á ferðalaginu, heyrnatólin blokka alveg burt þessi leiðinlegu aukahljóð sem eru oft mikið áreiti.

//

You are probably getting used to seeing me in this corner at my office (the Café close to my home). I have to work hard today before my 3 days off – I am having a surgery tomorrow and have promised myself to take it easy. Today I had my new headphones from Bose, I have to take them with me everywhere I go so that my husband won’t steal them from me.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

SHOP

English Version Below

Góðan daginn … ég er á góðum stað með tölvuna þennan morguninn – sit í wifi fyrir utan notalegt kaffihús með sól á tærnar en í skugga með tölvuna. Ég lenti í því óláni að hella niður á mig kaffi á leiðinni niður í bæ (brussuskapur) en ég reddaði málunum og kippti með mér nýrri flík í flýti áður en ég settist og fór að gera eitthvað að viti.  Þessi ágæti bolur varð fyrir valinu og ég er bara nokkuð sátt með kaupin. Skemmtilegt smáatriði á hliðinum með röndóttu strimlana hangandi niður á rass. Það sést ekki á myndinni en saumarnir eru gylltir.

 

Bolur: Lindex

 

Ég nota tilefnið og óska vinum mínum hjá Lindex á Íslandi til hamingju með nýju verslunina sem opnuð var í Keflavík um helgina. Allt að gerast á klakanum!

//

I love that kinda morning. A lot of coffee drinking, sitting in the shadow with the computer trying to do some work. New top: Lindex.

 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

INSPIRATIONMATUR

Góðan daginn !! … minn byrjaði sérstaklega vel þegar girnilegur pakki leyndist í póstkassanum. Gullhúðað konfekt í þessu fallega jólaboxi (fæst í Söstrene Grene), bakað hinu megin við hafið. Þetta kallar maður alvöru vinkonur  – takk Margrét!!
Ég get fullvissað ykkur um að þetta er jólakonfektið í ár.

Útsýnið í augnablikinu er einhvernvegin svona –

img_9805

 

Gyllt þema með desember útgáfu Glamour (sem þið getið eignast frítt hér í dag) og gylltum konfekt molum.

img_9806
Margrét er hinn mesti listamaður í bakstri og það er hrein unun að fylgjast með henni í eldhúsinu. Hún heldur úti vefsíðunni KakanMín.com þar sem hún deilir dásamlegum uppskriftum – margir þekkja nú þegar síðuna en þið hin ættuð endilega að bæta henni á bloggrúntinn: hér

15193657_1268727333179918_9032143129702316012_n

Eru einhverjir komnir með vatn í munninn?
Hér fáið þið uppskriftina af þessum molum …

250 g döðlur með lakkrísdufti
1 poki sterkar djúpur
1 poki Freyju Hrís (ca. 200 g)*
100 g smjör
100 g púðursykur
150 g súkkulaði (dökkt eða ljóst)**

… en aðferðina finnið þið: hér 

Verði mér og ykkur að góðu!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

DAGSINSLÍFIÐ

Að mínu mati hefst hinn fullkomni franski morgun svona …
Eyði löngum stundum í morgunmat á Tablo Gourmand yfir vinnu og í góðum félagsskap.
Það sem er svo skemmtilegt við að kaupa brunch á þessum tiltekna stað er einfaldleikinn – karfa af baguette og endalaus álegg í krukkum. Jammí.
Íslendingurinn pantar svo yfirleitt örlítið extra þegar hann vill gera vel við sig. Morgunmaturinn er auðvitað mikilvægasta máltíð dagsins ekki rétt?

789 123photo

Ég þori að veðja að þessi helgi verði eitthvað sérstaklega góð miðað við íslensku spánna.
Gleðilegan föstudag!

xx,-EG-.

GÓÐAN DAGINN

ALBALÍFIÐ

  Þeir dagar sem að maður fær að kúra örlítið lengur. Það geta oft orðið góðir dagar.

photo 1photo 3photo 4

Brátt líður að helgi. Þó að þið séuð ekki í fríi, leyfið ykkur samt að vakna vel, kúra örlítið með fólkinu ykkar áður en að þið gangið inn í amstur dagsins.

Byrjum daginn vel. Það er mikilvægt.

xx,-EG-.