fbpx

GÓÐAN DAGINN GLAMOUR

LÍFIÐ

Góðan daginn!

Ég verð að fá að hrósa vinkonum mínum hjá Glamour fyrir æðislega forsíðu á fyrsta blaði ársins. Ég leyfði mér loksins að lesa það almennilega í morgun og rakst á nokkrar skemmtilegar síður. Það er Björk Guðmundsdóttir sem er forsíðufyrirsætan og viðtalið við hana veitir manni innblástur og það er ekki í fyrsta sinn sem þessi drottning gerir það.

Ég á líka fleiri uppáhalds síður í blaðinu því andlitið á mér tók skemmtilega STÓRT á móti mér í boði Max Factor (held fyrir augun), ásamt því að Glamour virðist vera sjúkt í Sjöstrand kaffivélina góðu .. eins og undirrituð!

#MYFACTOR

Ég er líka með þessa fegurð á heilanum … en það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgir mér á Instagram. ;)

 

Trendsíðurnar eru líka alltaf on point og eru yfirleitt mínar uppáhalds að skoða. Mæli með ….

Áfram íslensk útgáfa! High five Glamour!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

HVERT FER ÉG Í BRÚÐKAUPSFERÐ?

Skrifa Innlegg