fbpx

#MYFACTOR HERFERÐ

BEAUTYWORK

English Version Below

Hver er þinn factor?

Það er því miður staðreynd að of margar konur eiga það til að einblína á ,,galla” sína í stað þess að fagna sérkennum sínum.

Ég var svo heppin að fá að taka þátt í skemmtilegri markaðsherferð með Max Factor á Íslandi, herferð sem er einnig í keyrslu annarsstaðar í Evrópu og ég var til dæmis búin að koma auga á sambærilegar auglýsingar hér í Svíþjóð áður en haft var samband við mig.

Markmið Max Factor er að er að hvetja konur til að horfa á sjálfa sig með jákvæðum augum og einblína þau atriði sem þær eru ánægðar með í eigin fari. Draga fram það besta hjá sjálfri sér og nota förðunarvörur til að fagna sínum sérkennum í stað þess að fela sig undir þeim. Max Factor trúir því að hver og ein kona hafi sín sérkenni sem gerir þær stoltar, hvort sem það er brosið, augun, augabrúnirnar eða jafnvel húmorinn.

Herferðin snýst því um þessa viðhorfsbreytingu, að förðunin snúist um að draga fram styrkleika í stað þess að vera að fela eitthvað. Ég kann vel að meta þetta og kannast alveg við þessa hugsun, frá fólki í kringum mig og kannski hjá sjálfri mér á mínum yngri árum. Ég var því ekki lengi að hugsa mig um þegar ég fékk boð um að taka þátt og er glöð með orðin sem Max Factor völdu fyrir mig eftir stutt spjall – minn factor. Í viðtalinu talaði ég um að bros, jákvætt hugafar, líkamlega hreyfingu, andlega vellíðan og góða hegðun sem veitir öðrum innblástur – allt atriði sem ég tel að búi til geislandi útlit. Úr því fundu þær einn af þremur factorum sem mér voru gefnir og sá fyrsti sem ég má deila með ykkur – SJÁLFSÖRYGGI.

“Elísabet finnur gott samspil á milli heilbrigðis, jákvæðs hugafars og útlits. Henni líður best þegar hún brosir framan í lífið sem hún reynir að tileinka sér alla daga, en Elísabet er einmitt afar jákvæð manneskja að eðilsfari og endurspeglast það með fallega brosinu hennar sem hún leggur gjarnan áherslu á að bera .. “

Myndir: Íris Björk
Makeup: Harpa Kára
Hár: Ásta Haralds

//

I participated in a Max Factor campaign in Iceland, called My Factor. The main purpose with the campaign is to get women to celebrate their strengths instead of focusing on flaws. Make-up should be used to push forward these strengths, not to hide the flaws.

My first factor they published was Self Confidence.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ÓSKALISTINN: FEBRÚAR

Skrifa Innlegg