UPPÁHALDS NUDE VARALITIR

LIPS OF THE DAYVARIR
*Færslan er ekki kostuð

Já ég elska “nude” varaliti og á orðið mjög stórt safn af varalitum en það eru nokkrir sem eru í meira uppáhaldi en aðrir. Mig langaði að deila þeim með ykkur, þeir eru allir með mismunandi formúlu og áferð. Sumum á eflaust eftir að finnast þessir varalitir vera mjög líkir og jafnvel alveg eins en vonandi hjálpar þetta einhverjum sem eru að leita af fallegum varalit eða eru jafn spenntir fyrir “nude” varalitum og ég.

Ég reyndi að breyta myndunum sem minnst svo þið gætuð séð hvernig litirnir komu út á vörunum en varalitir eru samt alltaf mismunandi á hverjum og einum

Einsog þið sjáið eflaust þá eru þessir í miklu uppáhaldi og búnir að vera í hverjum vasa og hverri tösku..

Max Factor – Colour Elixir Lipstick: Burnt Caramel

Þessi varalitur er örugglega sá nýjasti í safninu af öllum sem ég nefni hér en þetta er kremaður varalitur frá Max Factor sem kom mér skemmtilega á óvart. Hann er ótrúlega þæginlegur á vörunum og er með fallegan brúnan undirtón.

 

Maybelline Color Sensational Matte Lipstick – 930 Nude Embrace

Þetta er mött formúla en ótrúlega kremuð frá Maybelline. Ég nota þennan oft yfir dekkri varablýanta eða bara einan og sér.

 

MAC – VELVET TEDDY

Þetta er minn allra uppáhalds nude en ég held ég sé búin að fara í gegnum þrjá svona og líklegast eini varaliturinn sem ég hef klárað svona oft. Varaliturinn er með matta formúlu en þurrkar á ekki varirnar og ég nota hann oft með öðrum varalitavörum.

 

YSL – Rouge Pur Couture Lipstick nr.10

Þetta er mjög látlaus nude og er meira svona “your lips, but better”, ég set þennan alltaf á mig ef ég vill bara eitthvað einfalt og klassískt. Formúlan er mjög mjúk og er með smá glans.

 

COLOUR POP – AQUARIUS

Ég elska þennan lit, fyrir mér er þetta hin fullkomni nude en hann er brúntóna með smá bleikum undirtóni. Hann gefur einnig góðan raka en hann innheldur Vitamin C og Shea butter. Síðan eru þessi Lippie Stix frá Colour Pop mjög ódýr en einn svona kostar $5, mæli með.

 

URBAN DECAY – EX-GIRLFRIEND

Þessi litur er einnig mjög látlaus og klassískur en hann gefur einmitt þetta “your lips, but better”. Ég notaði þennan mikið í sumar þegar ég var að fljúga en mér finnst hann gefa svo góðan raka og gerir varirnar mjög fallegar.

Þetta er bara smá brot af mínum uppáhalds “nude” og það var mjög erfitt að sýna ykkur bara sex liti en ekki 20..

Þið megið endilega segja mér hvaða litur ykkur finnst flottastur og hvaða varalitum þið mælið með xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Maskaradagur hjá Max Factor!

Ég Mæli MeðLífið MittMaskararMax FactorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

í dag er ekki bara dásamlega fallegur sumardagur í dag er haldið uppá maskaradag hjá Max Factor í Hagkaup Smáralind frá 12:00 – 18:00. Á maskaradeginum verður nýjasti maskari merkisins kynntur til leiks og það á frábæru tilboði gegn einu einföldu skilyrði sem ég vísa á hér neðar í færslunni.

Í tilefni dagsins setti ég upp nýjasta maskarnn í þriðja sinn en hann er alveg það glænýr á markaðnum. Ég hef yfirleitt hrifist af möskurunum frá Max Factor, formúlan þykir mér alltaf standa fyrir sínu og burstarnir eru mjög góðir, ég notareyndar bara gúmmíburstana en ég kann best við þá eins og þið vitið.

maskaradagur2

Hér sjáið þið förðun dagsins, hún er voða náttúruleg og sett saman þannig að augnhárin fái að njóta sín sem mest.

Maskarinn heitir Masterpiece Glamour Extension og hann er beint framhald af Masterpiece Transform maskaranum sem kom í lok síðasta árs og þið getið lesið um hjá mér HÉR.

maskaradagur3

Maskararnir eru báðir með þessari sömu stórfurðulegu gúmmígreiðu sem kom mér svo sannarlega á óvart fyrst. Mér finnst yfirleitt þessar skrítnu greiðu þær langbestu eða þær langverstu um þessa greiðu á fyrra atriðið við. En til að koma því að þá hafa Masterpiece maskararnir fengið verðlaun fyrir snilld sína m.a. sem besta nýjung sinnar tegundar á breskum snyrtivörumarkaði.

Ég er sjálf tiltölulega nýbýin að fá mitt eintak og get því sagt að mér líst vel á þennan en það álit er byggt á skoðun minni og ást á Masterpiece Transform en þann maskara kláraði ég upp til agna. Formúlan er enn frekar blaut á þessum maskara og mér finnst ég aldrei fullkomlega geta dæmt maskara fyr en ég er að minnsta kosti búin að ná að prófa hann 5 sinnum. Ég er búin núna að prófa hann þrisvar og hér á myndunum sjáið þið þegar ég notaði hann í fyrsta skipti. Ég er bara búin að vera að nota hann svona við dagfarðanir og þá set ég aldrei meira en eina umferð af maskara.

maskaradagur

Maskarinn er 3 in 1 maskari en hann lengir, þykkir og gerir umgjörð augnanna enn dramatískari en sá sem kom á undan. Formúlan er rík af trefjaögnum sem leggjast á augnhárin og lengja þau og auka við þykktina og gefa þeim þessa dramatík. Trefjamaskarar eru sífellt að verða vinsælli og mjög mörg merki bjóða nú uppá svona maskaraformúlu. Burstinn finnst mér snilld því stuttu hárin á burstanum gera það að verkum að það er ekkert mál að komast alveg uppað rót augnháranna svo þið náið að þekja þau alveg frá rót að toppi.

Ef ykkur vantar nýjan maskara og líst vel á þennan frá Max Factor þá hvet ég ykkur til að smella á Facebook síðu merkisins á Íslandi og sjá hvernig þið gætuð fengið þennan nýjasta á 50% afslætti – bara í dag.

MAX FACTOR Á FACEBOOK

Það er vel þess virði að prófa þennan og þá sérstaklega á þessu frábæra tilboði en það er nú ekki á hverjum degi sem þið getið fengið nýjasata maskarann á 50% afslætti.

Eigið frábæran dag mínar kæru ég minni á Essie sumarleikinn sem þið finnið hér á síðunni minni og seinna í dag birtist svo listi yfir vörurnar sem voru í uppáhaldi hjá mér núna í apríl. Ég er voðalega óstöðug í þeim færslum þið verðið að afsaka en mín snyrtibudda breytist ekkert svo mikið dag frá degi og ekki einu sinni mánuð frá mánuði svo ég nenni ekki alltaf að vera að drepa ykkur úr leiðindum með sömu vörum alltaf – en það hafa verið smá breytingar á síðustu mánuðum – lofa!

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Fallegar vorvörur frá Max Factor

Ég Mæli MeðFallegtMakeup TipsMax FactorNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég fékk að prófa virkilega skemmtilegar nýjungar frá Max Factor nú á dögunum – persónulega finnst mér þessar smellpassa í snyrtibudduna fyrir vorið og ég held þið verðið sammála mér þegar þið eruð búnar að sjá fleiri myndir hér fyrir neðan ;)

maxfactorvor13

Þið vitið ekki hvað ég var mikið að reyna að taka sjúklega töff mynd af vörunum – í gær þegar ég var svo að dunda mér við að vinna myndirnar tók ég eftir því að snillingurinn ég vandaði sig aðeins of mikið því einn kinnaliturinn er á hvolfi – flott ég! ;)

En mig langaði að sýna ykkur þessar fallegu vörur. Þið vitið hvernig ég er ég heillast mjög auðveldlega af kinnalitum og ég get bara alveg heillast af þeim. Ég er aðeins búin að vera að prófa þessa síðan ég fékk þá og ég er að fýla formúluna í tætlur en hún er mjög létt og er með alveg svakalega sterkan lit. Ég fer yfirleitt eftir orðunum less is more en ég fer sjaldan eftir þeim þegar kemur að kinnalitum….

maxfactorvor5

Eins og ég segi þá er formúla kinnalitanna sem heita Creme Puff Blush virkilega falleg, mjúk og litsterk. Af því formúlan er svo mjúk er lítið mál að blanda litnum saman við restina af grunninum svo liturinn verði áferðafallegri og náttúrulegri. Formúlan er líka þannig að það er auðvelt að stjórna magninu af litnum. En ef þið viljið bara svona smá lit þá er um að gera að passa að dusta mjög vel úr burstanum – slá honum t.d. á handabakið – en ef þið setjið of mikið af kinnalit þykir mér alltaf best að nota svamp til að draga úr litnum. Svampur virkar nefnilega eins og strokleður.

Það komu þrír litir núna fyrst af þessum og svo bætist við einn litur í viðbót… Hér fyrir neðan sjáið þið litina þrá en ég er með sama lit á öllum myndunum í þessari færslu sem heitir Seductive Pink.

Hér sjáið þið litina Seductive Pink, Lovely Pink og Alluring Rose.

Marmaraáferðin í kinnalitunum er virkilega skemmtileg og poppar uppá einfalda vöru. Ég er búin að vera að lesa mér til um vöruna og á mörgum stöðum er mælt með því að maður noti líka kinnalitina til að skyggja andlitið og gefa því smá lit. Ég held að dekksti liturinn Alluring Rose verði æðislegur í að móta andlitið og ég ætla klárlega að prófa það núna á eftir þegar ég ætla loks að mála mig í dag fyrir smá boð.

Hinar vorvörurnar sem ég er búin að vera að nota þónokkuð undanfarið vegna þægindanna og einfaldleikans sem umvefur vörurnar eru nýju Color Intensifying varalitirnir sem þið sjáið hér fyrir neðan.

maxfactorvor12

Litirnir eru nærandi varalitir sem gefa léttan lit sem þéttist þó með hverri umferð svo maður getur í raun notað þá til að fá léttan lit og til að fá mikinn og mjög áberandi lit. Einn helsti kosturinn við þá er að liturinn festir sig vel á vörunum svo þó glansinn dofni þá eru varirnar aldrei berar því liturinn helst svo vel á.

Hér sjáið þið litina sem ég fékk að prófa en þeir eru sko fjölmargir!

maxfactorvor3

Charming Coral nr. 10 – þennan er ég búin að nota langmest. Fallegur kóral litur og svona litur þar sem ég þarf ekkert að pæla í því hvað ég er að gera og get bara sett hann fríhendis á varirnar.

maxfactorvor

Sumptuous Candy nr. 05 – skemmtilegur barbí bleikur varalitur sem smellpassar þessum kinnalit verð ég nú að segja! Ég er líka með þennan á efstu myndinni í færslunni.

maxfactorvor7

Classy Cherry nr. 35 – Þessi litur kom mér mest á óvart og ég sá langbest á þessum hveru mikið ég gat í raun styrkt litinn. Hann er voðalega klassískur kirsuberjarauður með bleikum undirtóni. Birtan var mjög sterk úti þegar ég var að taka þessa mynd svo hann er örlítið ljósari á myndinni en hann er í raun. Ég setti hér tvær umferðir af lit sem kom mjög vel út.

Ég kann líka að meta að þessir eru með rúnuðum enda því þá finnst mér oft liturinn dreifast mun jafnar og ég þarf einmitt ekki alveg fullan fókus þegar ég er að bera þá á mig og get gert það án spegils ;)

Þetta eru virkilega skemmtilegar nýjungar frá einu af elstu förðunarvörumerkjunum í heiminum í dag. Ég á margar uppáhalds vörur frá merkinu – t.d. elska ég Masterpiece maskarann og get varla mælt nógu mikið með honum hann er einn af þessum möskurum sem sannaði fyrir mér að því skrítnari sem burstinn er því betri er maskarinn!

Kíkið endilega á þessar fallegu nýjungar – verðin skemma nú ekki fyrir…

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Spurt & Svarað: Katla Hrund

Makeup ArtistMax Factor

Það er allt0f langt síðan ég hef náð að birta hér á síðunni viðtal við starfssystur úr förðunarheiminum og ég plataði hana Kötlu Hrund sem starfar meðal annars sem förðunarfræðingur hjá Max Factor í smá spjall. Katla er virkilega hæfileikarík stelpa og nýlega birtust farðanir sem hún gerði fyrir Max Factor sem voru innblásnar af tískufyrirmyndinni Marilyn Monroe sem er nú nýjasta andlit merkisins!

Ég plataði Kötlu til að svara nokkrum spurningum um starfið, Marilyn Monroe og snyrtibudduna sína…

DSCF2817

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér?

Ég hef verið ótrúlega heppin með fjölbreytt verkefni um land allt frá því að ég byrjaði að vinna sjálfstætt sem förðunarfræðingur, ætli mér finnist ekki skemmtilegast að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast fullt af hæfileikaríku fólki sem starfar í kringum þennan bransa. Ef ég ætti að nefna eitthvað sérstakt þá nýt ég mín alveg í botn í þeim verkefnum þar sem ég fæ að sjá um stíliseringuna líka, allt frá því hvaða módel verður fyrir valinu, fötunum og hárinu og hef ég m.a. fengið tækifæri til þess í tökum fyrir snyrtivörumerkið Max Factor.

IMG_9025

Hvernig er fullkomin vorförðun í þínum huga?

Fullkomin vorförðun fyrir mér er falleg ljómandi húð með blautum ferskjulituðum kinnalit, örlítið af sólarpúðri á kinnbeinin og meðfram hárlínunni. Fallegur ljós eða ljósbrúnn örlítið sanseraður augnskuggi yfir augnlokið, ásamt felu-eyeliner alveg upp við augnháralínuna og maskara. Á varirnar myndi ég setja bjartan litaðan varasalva eða “your lips but better” náttúrulegan varalit.

IMG_9724

Hvernig dekrar þú við húðina þína?

Ég mætti vera duglegri við að dekra við sjálfa mig en það vill stundum gleymast þegar maður vinnur mikið með háskólanámi. Ég reyni að nota rakamaska einu sinni í viku til þess að gefa húðinni góðan raka, sérstaklega á þessum árstíma þegar að kuldinn ræður ríkjum og húðin hefur tilhneigingu til að verða þurr. Einnig passa ég upp á að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna, þá nota ég Olay hreinsiburstann nokkrum sinnum í viku þegar ég vil dýpri hreinsun. Annars nota ég alltaf gott dag- og næturkrem og vil hafa þau með sem fæstum innihaldsefnum og einnig ilmefnalaus.

IMG_6519

Hvað einkennir fullkomna Marilyn Monroe förðun?

Förðun stórstjörnunnar er virkilega falleg og klassísk, það sem einkennir hana er óaðfinnanleg ljós húð og vel mótaðar fagurrauðar varir. Hún var gjarnan með ljósan augnskugga yfir allt augnlokið og globus línuna skyggða með brúnum augnskugga. Fullkominn svartur eyeliner með spíss og vel af maskara þá sérstaklega á efri augnhárin.

10965340_10205579240949911_61960367_n

Glæsileg ekta Marilyn förðun eftir Kötlu – þessi væri nú tilvalin fyrir árshátíðirnar framundan… ;)

Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?

Ég er nýlent frá Boston þar sem fyllt var vel á birgðirnar en ætli Bold Metals förðunarburstanir frá Real Techniques séu ekki ofarlega á listanum. Ég á ansi stórt safn af burstum frá merkinu og er ótrúlega ánægð með þá, langar að prófa þessa nýju línu og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru ótrúlega fallegir.

Hvaða 5 vörur frá Max Factor eru ómissandi í snyrtibudduna þína?

Ég á mér nokkrar uppáhalds vörur frá merkinu sem ég nota daglega.

  • Ég nota facefinity all day flawless 3in1 farðann, hann hylur mjög vel og skilur húðina eftir matta með slétt yfirborð.
  • Pan stick er frábær hyljari, hvort sem það er undir augun, á þurrkubletti eða á bólur, þetta er stifti sem ég er alltaf með í töskunni og strokar út allar misfellur.
  • Masterpiece max maskarinn er besti maskari sem ég hef prófað hingað til, ég er sjálf með frekar stutt augnhár en hann lengir þau og þykkir mjög vel.
  • Ég nota Kohl blýant í litnum natural glase á hverjum degi, það er andlitslitaður augnblýantur sem ég set í vatnslínuna, hann er mun minna áberandi en td. hvítur augnblýantur en stækkar augun og birtir yfir þeim.
  • Þar sem ég er ljóshærð og vil ekki hafa augabrúnirnar mínar meira en einum tóni dekkri en hárið þá finnst mér augabrúnablýanturinn frá merkinu í litnum Hazel frábær, þú getur fyllt upp í brúnirnar alveg eins og þú vilt hafa þær án þess að liturinn klessist sem er erfitt að bjarga eftirá.

katla

Að lokum – lumarðu nokkuð á förðunarráði sem hefur reynst þér vel til að deila með lesendum?

Ég mæli með að mála sig í dagsbirtu, þá annaðhvort við glugga eða þá að kaupa “daylight” ljósaperur við förðunarspegilinn. Þá er minni hætta á að maður labbi út flekkóttur eða með aðeins of mikið af sólarpúðri. Mér finnst hyljari ómissandi snyrtivara og hef ég tekið hann tóni ljósari en farðann til þess að birta til undir augnsvæðinu, maður verður mun frísklegri.

Að lokum er besta ráðið að drekka nóg vatn og brosa breitt :)

IMG_9683

Takk kærlega fyrir spjallið kæra Katla! Ég hvet ykkur til að nýta ykkur aðstoð frá þessum snilling þegar tækifærið gefst en hún er dugleg að kynna fyrir Max Factor. Þar eru margar æðislegar vörur – ég sjálf er mjög hrifin af Serum farðanum, tvöföldu varalitunum og nýjasti maskarinn hjá merkinu Masteroiece Transform er einn sá besti sem ég hef prófað í langan tíma!!

Svo langar mig að lokum að þakka fyrir einstaka þáttöku í Múmínleiknum – það gleður mig alltaf svo mikið þegar ég sé hvað margir eru hrifnir af þessum fallegu karakterum og bollunum að sjálfsögðu***

EH

Þær sem fá Max Factor maskarann…

MaskararMax Factor

Takk kærlega fyrir frábæra þáttöku í fyrsta aðventu gjafaleiknum – ég er vægast sagt í skýjunum og hlakka bara til að efna til þess næsta – á sunnudaginn. Þá ætla ég að gefa heppinni skvísu hátíðarkjól – allt um það aðeins seinna :)

En þessi æðislegi maskari er virkilega frábær og ég mæli eindregið með að þið kíkið á hann en hann er einnig fáanlegur í gjafasetti fyrir jólin með flottum glossi og sú gjöf er tilvalin t.d. fyrir vinkonurnar.

573ad700c7d1409c1b9b65ca71296baaHér sjáið þið nöfnin á sigurvegurnunum….

Screen Shot 2014-12-02 at 3.31.31 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.31.24 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.31.12 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.31.05 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.30.55 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.30.46 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.30.35 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.32.26 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.32.16 PM Screen Shot 2014-12-02 at 3.32.04 PM

Til lukku elsku stelpur, þið megið endilega senda mér línu með fullu nafni og heimilisfangi á ernahrund(hjá)trendnet.is og ég kem upplýsingunum áfram strax.

Takk, takk, takk enn og aftur :*

EH

1. í aðventu, 10 heppnar fá maskara að gjöf

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirMaskararMax Factor

Gleðilega hátíð! Nú má svo sannarlega taka allt skrautið fram og njóta fallegrar jólatónlistar og ég ætla mér í dag að baka smákökur og taka upp jólaskraut og halda mig inni í rokinu að undanskilinni einni afmælisveislu sem við stefnum á að fara í ef veðurofsinn verður ekki í fullum krafti þá. En þar sem ég veit ekkert betra en að gefa og gleðja aðra þá ætla ég að vera með extra veglegan gjafaleik á hverjum sunnudegi fram til jóla. Vinningarnir verða ekki bara snyrtivörutengdir en líka fyrir fataskápinn og fyrir smáfólkið okkar.

En fyrsti vinningurinn er snyrtivörutengdur og er rfá Max Factor hér á Íslandi en þau ætla að vera svo ótrúlega gjafmild og gefa 10 lesendum nýja maskarann sinn – Masterpiece Transform!

maxfactorfarði-620x781

Þessi skemmtilegi og stórfurðulegi maskari er einn af þessum sem sanna það að því furðulegri sem greiðan á maskaranum er því betri er maskarinn. Ég er búin að nota þennan heilmikið og ég elska hve mikið hann gerir úr mínum augnhárum án þess að öll augnhárin klessist saman.

masterpiecetransform2

Formúlan er sérstaklega þykk og hún gerir aunghárn þykkari og þéttari og með hjálp greiðunnar lyftir maskarinn augnhárunum upp frá augunum svo þau fá að njóta sín betur. En vegna lögunar burstans kemst maður alveg uppvið rót augnháranna svo hann raunverulega þekur augnhárin með formúlu alveg frá rót og út að toppnum. Maskarinn klessist ekki, hrynur ekki og smitast lítið sem ekkert.

Á myndunum sem þið sjáið hér er ég bara með eina umferð af maskaranum – mér fannst það bara meira en nóg svona dags daglega!

masterpiecetransform

Mér finnst þessi maskari gefa augunum dáldið svona doll eyes lúkk og hann er sérstaklega þægilegur til að nota á neðri augnhárin og kemur ótrúlega vel út þar. Hann kom mér svo sannarlega í opna skjöldu og eftir fyrstu notkun vissi ég að þetta væri maskari sem myndi fara beint á topp 10 listann minn og annarra. Svo í tilefni 1. í aðventu langar mig og Max Factor á Íslandi að gleðja 10 heppnar dömur með Masterpiece Transform maskaranum.

Það sem þið þurfið að gera er að…

1. Smella á like á Facebook síðu MAX FACTOR Á ÍSLANDI
2. Segja frá smákökusortinni sem er ómissandi í jólabakstrinum hjá ykkur í athugasemd við þessa færslu, undir nafni.
3. og að lokum deilið þessar færslu endilega:)

Ég dreg svo úr öllum svörum af handahófi á þriðjudaginn!

Njótið dagsins og gleðilega hátíð.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Fyrir & eftir með nýja farðanum frá Max Factor

Ég Mæli MeðFarðarHyljariMakeup ArtistMax FactorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að prófa nýja farða og sýna ykkur fyrir og eftir myndir. Góður farði getur gert svo mikið og ef það er einhver snyrtivara sem ég ætti erfitt með að vera án þá er það farði og þá helst ljómandi farði.

En það á einmitt við um nýja farðann frá Max Factor Skin Luminizer sem er nú kominn í verslanir ásamt hyljara í stíl. Serum farðinn frá merkinu er einn af mínum uppáhalds svo ég átti ekki von á því að þessi nýji myndi valda mér vonbrigðum – sem hann gerði líka ekki ;)

maxfactorfarði5

Til að sjá fyrir og eftir er auðvitað nauðsynlegt að vera með eina mynd þar sem ég er með alveg hreina húð. Eins og þið sjáið er ég með rauða díla hér og þar og sums staðar þarf að jafna lit húðarinnar – en þið sjáið vel að farðinn gerir einmitt það.

maxfactorfarði4 maxfactorfarði8

Hér sjáið þið farðann, Skin Luminizer – mér finnst umbúðirnar alveg æðislegar, gylltar og hátíðlegar og smellpassa fyrir afmæli merkisins. Eins og þið sjáið er hightlighterinn aðskildur frá farðanum í umbúðunum en þegar þið pumpið farðanum út þá blandast hann fallega saman við farðann. Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að bera farðann á. Til að fá fallega áferð á litinn finnst mér nauðsynlegt að nota bursta í hann. Farðinn þornar líka fljótt, hann verður alveg mattur – alveg hreint ótrúlegt – og þá er gott að vera með burstann við hendina.

Hér sjáið þið svo húðina þegar farðinn er kominn á hana…

maxfactorfarði10

Mikill og fallegur ljómi – en húðin er alveg mött!

maxfactorfarði9

Á sama tíma og farðinn kom í sölu kom Eye Luminizer Brightener – ljómahyljarinn líka. Hann er léttari en farðinn en gefur þennan sama ljóma og þéttari þekju. Hann  þornar ekki eins hratt og farðinn og því í góðu lagi að nota bara fingurna. En ég notaði þó í þetta sinn Deluxe Crease burstann frá Real Techniques.

maxfactorfarði2

Á húðina bætti ég svo smá sólarpúðri og örlitlum kinnalit – maskarinn sem ég prófaði þarna í fyrsta sinn er Masterpiece Transform frá Max Factor líka og kom mér sérstaklega á óvart.

Burstinn er einfaldur og kemur skemmtilega á óvart. Brustinn er úr gúmmíi og stilkarnir eru alls ekki langir og vegna þess þykkir maskarinn augnhárin vel alveg frá rótinni og upp. Ég lofa að sýna ykkur hann betur á næstunni en ég vildi bara svona aðeins kynna ykkur fyrir honum – ég held hann sé nefninlega ekki kominn í verslanir svo þið fáið betri færslu þegar hann er kominn.

maxfactorfarði

Mér finnst áferðin í farðanum virkilega falleg og ég er alveg ástfangin af ljómanum. Liturinn og áferðin frá farðanum gefur húðinni virkilega heilbrigða áferð. Kosturinn við farðann er líka sá að það er óþarfi að nota púður með honum, hann verður alveg mattur svo þið sem eruð með olíumikla húð en viljið hafa heilbrigðan ljóma ættuð að skoða þennan.

Hyljarann nota ég svo til að fullkomna áferð farðans og set hann t.d. í kringum augun, varirnar og upp eftir nefinu.

maxfactorfarði6

Skemmtilegur farði frá Max Factor á góðu verði sem ætti að henta þeim sem vilja heilbrigða og ljómandi húð.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Gwyneth Paltrow fyrir Max Factor

FashionFræga FólkiðLúkkmakeupMakeup ArtistMax Factor

Hin dásamlega fallega Gwyneth Paltrow er andlit snyrtivörumerkisins Max Factor. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er merkið eitt elsta snyrtivörumerki í heiminum en Max Factor er einn af þeim sem var leiðandi á sínum tíma í förðunarheiminum en fjölskyldan hans hefur einnig fetað í fótspor hans en barnabörn hans stofnuðu merkið Smashbox og halda þannig heiðri Factor nafnsins á lofti í snyrtivöruheiminum.

Gwyneth hefur verið andlit merkisins frá árinu 2012 og setið fyrir í fjölmörgum myndatökum á vegum merksisns. Nýjasta myndatakan er verkefni listræns stjórananda merksins, Pat McGrath sem er einn þekktasti förðunarfræðingur heimsins í dag. Verkefnið sýnir vel hversu breytt vöruúrval er í boði hjá merkinu en hér breytir Pat Gwyneth í nokkrar af þekktustu konum heims með förðunarvörunum frá Max Factor.

Hér er um að ræða tímabilafarðanir frá fjórum áratugum og því fannst mér smellpassa að sýna ykkur þessar myndir þar sem það styttist nú í næstu tímabilaförðun frá mér – 30’s ;)

Smá baksviðs myndir er alltaf gaman að hafa með…

gwyneth-vogue-4-1jul14-pr_b_1080x720

Gwyneth sem Audrey Hepburn (50’s).

gwyneth-vogue-2-1jul14-pr_b_1080x720

Gwyneth sem Bridget Bardot (60’s).

gwyneth-vogue-3-1jul14-pr_b_1080x720

Gwyneth sem Farrah Fawcett (70’s).

gwyneth-vogue-1-1jul14-pr_b_1080x720

 Gwyneth sem Madonna (80’s).

Þetta eru voða skemmtilegar myndir að mínu mati sérstaklega set upið í kringum þær. Farðanirnar eru hver annarri fallegri en Gwyneth passar sérstaklega vel inní diskótímabilið!

Mér finnst líka alltaf voða gaman að lesa mér til um uppáhalds vörur kvenna hjá förðunarmerkjum en Gwyneth segir að uppáhalds vörurnar sínar hjá merkinu séu maskararnir en henni þyki þeir áberandi bestir frá Max Factor.

EH

Nýtt í snyrtibuddunni: CC pennar

Ég Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMax FactorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Það eru nokkrir mánuðir síðan einn af lesendum mínum færði mér fréttir um spennandi nýjungar frá Max Factor. Ég heillaðist samstundis af vörunum og notagildi þeirra og var ekki lengi að tryggja það að þegar nýjungarnar kæmu fengi ég fyrst að vita það. Í gær og í dag mættu þessar skemmtilegu nýjungar svo í verslanir…

ccsticks4

Hér sjáið þið nýju CC pennana frá Max Factor. Ef þið eruð ekki enn búnar að heyra hvað CC stendur fyrir þá er það Colour Correcting eða litaleiðrétting. Hugsunin með CC kremunum er að nýtast við liti til að draga úr öðrum óvelkomnum litum og fegra þannig litarhaft húðarinnar. Að nota litatæknina er eitthvað sem við förðunarfræðingar lærum í námi okkar og getur nýst manni ótrúlega vel. Síðustu ár hefur það færst í aukana að snyrtivörumerki hafa nýtt sér tækni förðunarfræðinga til að búa til nýjungar og þar má helst nefna primera og stafrófskremin.

Ég hef eins og á við nánast allar snyrtivörur sem koma út á Íslandi fjallað mikið um stafrófskrem og hef tekið það fram að mér finnist litlausu CC kremin (eða öll sem koma ekki brún útúr túbunni) standa frekar fyrir það að litaleiðrétta, þessi sem eru brúntóna laga meira heildaryfirbragð húðarinnar og gera litarhaftið sannarlega fallegra. Hér eru á ferðinni þó 6 mismunandi litir í formi þess sem mig langar helst að kalla vaxliti og þeir virka.

Litirnir eru misþéttir og þekjandi og taka á hinum ýmsu óæskilegu litum.

ccsticks

Hér sjáið þið litina á handabakinu mínu í flassi.

ccsticks2 Hér sjáið þið þá án flassins.

Litirnir sem eru fáanlegir og virkni þeirra er eftirfarandi, þeim er raðað upp eftir röðun þeirra á myndunum fyrir ofan:

Bleikur:
Leiðréttir húðbletti sem geta myndast á húðinni. Oft eru það blettir sem myndast með aldrinum og eru oft hormónatengdir.
Bleiki liturinn er æltaður ljósri húð.

Orange: 
Leiðréttir húðbletti sem geta myndast á húðinni. Oft eru það blettir sem myndast með aldrinum og eru oft hormónatengdir.
Orange liturinn er æltaður dökkri húð.

Highlighter (ljósar umbúðir):
Léttur highlighter sem gefur létta sanseraða perluáferð. Hann er ætlaður til að móta andlitið, til að lýsa upp svæði
sem þið viljið draga athygli að. Eins og kinnbein, augnkróka og í kringum varir.

Fjólublár:
Ef þið eruð með húð sem sýnir það vel þegar þið eruð þreyttar og fær yfir sig gráa tóna, litríka bauga og gula flekki þá er þetta þreytubaninn mikli. Hér myndi ég bara bera hann beint á svæðin sem þið viljið draga úr, setja þann grunnfarða sem þið notið yfir og blanda vel saman.

Gulur:
Hér er á ferðinni glæsilegur hyljari sem er ætlaður í kringum augun enda stendur á honum Corrects Under Eye Circles. Penninn er líka frábært að nota til að móta andlitið þá nota ég þennan sem ljósa litinn á móti öðrum dekkri. Þennan eins og aðra hyljara nota ég yfir grunnfarða.

Græni:
Hér er einn nauðsynlegasti liturinn á ferðinni, græni liturinn dregur nefninlega úr rauðum og því dásamlegur þegar þarf að fela sár í andliti t.d. eftir bólur, eða þegar þarf að fela bólgur og leiðindi. Aftur set ég þennan undir grunnförðunarvöru og blanda vel saman.

MF-colour-corrector-sticks-wheel-lgn

Svo ég taki fram þá sem eru í uppáhaldi hjá mér og ég mæli hiklaust með fyrir alla er guli blýanturinn sem á að nota í kringum augun og highlighterinn. Ég á ekki beint við nein litavandamál að stríða í húðinni og þessir eru svona basic. Þessir eru þó að standa sig vel í förðunarverkefnum og munu gera það áfram í framtíðinni. Ef þið eigið við litavandamál að stríða í húðinni og hafið ekki verið að finna CC krem sem hentar ykkur þá ættuð þið kannski frekar að skoða þessa blýanta og nota bara fallegan farða eða BB krem með.

Ég er svo að plana að setja saman smá sýnikennslu fyrir þessa seinna í sumar til að sýna ykkur þá betur og búa til einhvers konar kort yfir andlitið mitt um hvernig á að nota þá – held það gæti verið mjög skemmtilegt og gæti nýst ykkur sem eruð að pæla í þessum.

Það eru alltaf nóg af spennandi nýjungum í snyrtivöruheiminum og eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að kynnast þeim og kynna þær fyrir ykkur – þeim sem mér finnst þess verðugar það er ;)

EH

Pennana sem ég nota í þessari færslu fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

 

Baksviðs hjá Victoriu Beckham & Pat McGrath

BaksviðsFashionFW2014makeupMakeup ArtistMax FactorTrend

Pat McGrath er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum í tískuheiminum í dag og hún hefur verið nefnd einn af helstu áhrifavöldunum í förðunarheiminum af tímaritum eins og Vogue. Ég hef einmitt skrifað um hana áður HÉR. Ég fékk sendar virkilega skemmtilegar myndir sem voru teknar baksviðs á FW sýningunni hennar Victoriu Beckham sem fór fram á tískuvikunni í New York nú fyrir stuttu.

Það kom mér virkilega skemmtilega á óvart þegar ég heyrði að hún notaði vörur frá Max Factor til að gera förðunina. MAC er að sjálfsögðu lang vinsælasta merkið á tískuvikunum og er notað á flestum sýningum. Maybelline er reyndar mjög stórt á New York vikunni og sér um alla förðun á Mercedes Benz tískuvikunni sem fer fram um leið og tískuvikan í NY. L’Oreal er líka stórt í París – en Max Factor ætlar greinilega að sækja í sig veðrið líka í tískuheiminum. Mér finnst bara svo gaman þegar ég sé hvernig áherslan í förðunarheiminum er að breytast frá því að leggja áherslu á merki en ekki gæði varanna. Sjálf horfi ég fyrst og fremst á vöruna og gæði hennar en ekki merkið sem stendur á umbúðunum – það fylgir bara svona með :)

Max Factor var brautryðjandi á sínum tíma í förðunarheiminum og það er oft talað um að hann sé faðir förðunarbransans. Merkið er eitt það elsta í heiminum í dag og þar er að finna mjög góðar vörur að mínu mati. Uppáhalds varan mín frá merkinu er serum farðinn sem ég hef skrifað þónokkrum sinnum um en ég er líka hrifin af möskurunum og kremkinnalitunum.

Hér sjáið þið svo myndir frá sýningunni hennar Victoriu – bakvið tjöldin…
mynd1 Mynd2 Hér sjáið þið drottninguna sjálfa að störfum – Pat McGrath – Mynd3 Mynd4 Mynd5 Mynd6 Mynd7Face chart með förðuninni frá sýningunni. Fallegar augabrúnir, vel mótað andlit og rauðtónalitur í kringum augun við náttúrulegar varir.Mynd8 Mynd9Virkilega falleg augnförðunin þar sem áherslan er á augun og þykk og flott augnhár.Mynd10Mér finnst alltaf svo gaman að skoða myndir baksviðs frá tískuvikunum og njósna smá hvað var í gangi þar:)

En ég þarf endilega að tileinka Max Factor sjálfum færslu á næstunni…

EH