fbpx

Spurt & Svarað: Katla Hrund

Makeup ArtistMax Factor

Það er allt0f langt síðan ég hef náð að birta hér á síðunni viðtal við starfssystur úr förðunarheiminum og ég plataði hana Kötlu Hrund sem starfar meðal annars sem förðunarfræðingur hjá Max Factor í smá spjall. Katla er virkilega hæfileikarík stelpa og nýlega birtust farðanir sem hún gerði fyrir Max Factor sem voru innblásnar af tískufyrirmyndinni Marilyn Monroe sem er nú nýjasta andlit merkisins!

Ég plataði Kötlu til að svara nokkrum spurningum um starfið, Marilyn Monroe og snyrtibudduna sína…

DSCF2817

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér?

Ég hef verið ótrúlega heppin með fjölbreytt verkefni um land allt frá því að ég byrjaði að vinna sjálfstætt sem förðunarfræðingur, ætli mér finnist ekki skemmtilegast að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast fullt af hæfileikaríku fólki sem starfar í kringum þennan bransa. Ef ég ætti að nefna eitthvað sérstakt þá nýt ég mín alveg í botn í þeim verkefnum þar sem ég fæ að sjá um stíliseringuna líka, allt frá því hvaða módel verður fyrir valinu, fötunum og hárinu og hef ég m.a. fengið tækifæri til þess í tökum fyrir snyrtivörumerkið Max Factor.

IMG_9025

Hvernig er fullkomin vorförðun í þínum huga?

Fullkomin vorförðun fyrir mér er falleg ljómandi húð með blautum ferskjulituðum kinnalit, örlítið af sólarpúðri á kinnbeinin og meðfram hárlínunni. Fallegur ljós eða ljósbrúnn örlítið sanseraður augnskuggi yfir augnlokið, ásamt felu-eyeliner alveg upp við augnháralínuna og maskara. Á varirnar myndi ég setja bjartan litaðan varasalva eða “your lips but better” náttúrulegan varalit.

IMG_9724

Hvernig dekrar þú við húðina þína?

Ég mætti vera duglegri við að dekra við sjálfa mig en það vill stundum gleymast þegar maður vinnur mikið með háskólanámi. Ég reyni að nota rakamaska einu sinni í viku til þess að gefa húðinni góðan raka, sérstaklega á þessum árstíma þegar að kuldinn ræður ríkjum og húðin hefur tilhneigingu til að verða þurr. Einnig passa ég upp á að hreinsa húðina vel bæði kvölds og morgna, þá nota ég Olay hreinsiburstann nokkrum sinnum í viku þegar ég vil dýpri hreinsun. Annars nota ég alltaf gott dag- og næturkrem og vil hafa þau með sem fæstum innihaldsefnum og einnig ilmefnalaus.

IMG_6519

Hvað einkennir fullkomna Marilyn Monroe förðun?

Förðun stórstjörnunnar er virkilega falleg og klassísk, það sem einkennir hana er óaðfinnanleg ljós húð og vel mótaðar fagurrauðar varir. Hún var gjarnan með ljósan augnskugga yfir allt augnlokið og globus línuna skyggða með brúnum augnskugga. Fullkominn svartur eyeliner með spíss og vel af maskara þá sérstaklega á efri augnhárin.

10965340_10205579240949911_61960367_n

Glæsileg ekta Marilyn förðun eftir Kötlu – þessi væri nú tilvalin fyrir árshátíðirnar framundan… ;)

Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?

Ég er nýlent frá Boston þar sem fyllt var vel á birgðirnar en ætli Bold Metals förðunarburstanir frá Real Techniques séu ekki ofarlega á listanum. Ég á ansi stórt safn af burstum frá merkinu og er ótrúlega ánægð með þá, langar að prófa þessa nýju línu og ekki skemmir fyrir hvað þeir eru ótrúlega fallegir.

Hvaða 5 vörur frá Max Factor eru ómissandi í snyrtibudduna þína?

Ég á mér nokkrar uppáhalds vörur frá merkinu sem ég nota daglega.

 • Ég nota facefinity all day flawless 3in1 farðann, hann hylur mjög vel og skilur húðina eftir matta með slétt yfirborð.
 • Pan stick er frábær hyljari, hvort sem það er undir augun, á þurrkubletti eða á bólur, þetta er stifti sem ég er alltaf með í töskunni og strokar út allar misfellur.
 • Masterpiece max maskarinn er besti maskari sem ég hef prófað hingað til, ég er sjálf með frekar stutt augnhár en hann lengir þau og þykkir mjög vel.
 • Ég nota Kohl blýant í litnum natural glase á hverjum degi, það er andlitslitaður augnblýantur sem ég set í vatnslínuna, hann er mun minna áberandi en td. hvítur augnblýantur en stækkar augun og birtir yfir þeim.
 • Þar sem ég er ljóshærð og vil ekki hafa augabrúnirnar mínar meira en einum tóni dekkri en hárið þá finnst mér augabrúnablýanturinn frá merkinu í litnum Hazel frábær, þú getur fyllt upp í brúnirnar alveg eins og þú vilt hafa þær án þess að liturinn klessist sem er erfitt að bjarga eftirá.

katla

Að lokum – lumarðu nokkuð á förðunarráði sem hefur reynst þér vel til að deila með lesendum?

Ég mæli með að mála sig í dagsbirtu, þá annaðhvort við glugga eða þá að kaupa “daylight” ljósaperur við förðunarspegilinn. Þá er minni hætta á að maður labbi út flekkóttur eða með aðeins of mikið af sólarpúðri. Mér finnst hyljari ómissandi snyrtivara og hef ég tekið hann tóni ljósari en farðann til þess að birta til undir augnsvæðinu, maður verður mun frísklegri.

Að lokum er besta ráðið að drekka nóg vatn og brosa breitt :)

IMG_9683

Takk kærlega fyrir spjallið kæra Katla! Ég hvet ykkur til að nýta ykkur aðstoð frá þessum snilling þegar tækifærið gefst en hún er dugleg að kynna fyrir Max Factor. Þar eru margar æðislegar vörur – ég sjálf er mjög hrifin af Serum farðanum, tvöföldu varalitunum og nýjasti maskarinn hjá merkinu Masteroiece Transform er einn sá besti sem ég hef prófað í langan tíma!!

Svo langar mig að lokum að þakka fyrir einstaka þáttöku í Múmínleiknum – það gleður mig alltaf svo mikið þegar ég sé hvað margir eru hrifnir af þessum fallegu karakterum og bollunum að sjálfsögðu***

EH

Langar þig í nýja Míu bollann?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Þórdís

  27. February 2015

  Hæ, mynduð þið stöllur mæla með pan stick sem baugafelara ef maður er ekki að nota neitt annað en baugafelara og smá sólarpúður svona dagsdaglega?

  • Katla

   28. February 2015

   Hæ Þórdís! Pan stick er frábær hyljari undir augun en er eini farðinn/hyljarinn frá merkinu sem inniheldu örlítið af olíu – svo að ef þú ert með feita húð þá gæti það jafnvel ekki hentað þér. Max Factor er einnig með sérstakan “Under eye concealer” í þremur litartónum. Ef leið þín liggur í apótek eða Hagskaupsverslanir sem selja Max Factor vörur myndi ég mæla með að prófa tester af hvorutveggja og sjá hvor hyljarinn hittir betur í mark :)
   Kær kv. Katla

 2. Þórdís

  28. February 2015

  kúl ég skoða þetta, takk!