fbpx

Fallegar vorvörur frá Max Factor

Ég Mæli MeðFallegtMakeup TipsMax FactorNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Ég fékk að prófa virkilega skemmtilegar nýjungar frá Max Factor nú á dögunum – persónulega finnst mér þessar smellpassa í snyrtibudduna fyrir vorið og ég held þið verðið sammála mér þegar þið eruð búnar að sjá fleiri myndir hér fyrir neðan ;)

maxfactorvor13

Þið vitið ekki hvað ég var mikið að reyna að taka sjúklega töff mynd af vörunum – í gær þegar ég var svo að dunda mér við að vinna myndirnar tók ég eftir því að snillingurinn ég vandaði sig aðeins of mikið því einn kinnaliturinn er á hvolfi – flott ég! ;)

En mig langaði að sýna ykkur þessar fallegu vörur. Þið vitið hvernig ég er ég heillast mjög auðveldlega af kinnalitum og ég get bara alveg heillast af þeim. Ég er aðeins búin að vera að prófa þessa síðan ég fékk þá og ég er að fýla formúluna í tætlur en hún er mjög létt og er með alveg svakalega sterkan lit. Ég fer yfirleitt eftir orðunum less is more en ég fer sjaldan eftir þeim þegar kemur að kinnalitum….

maxfactorvor5

Eins og ég segi þá er formúla kinnalitanna sem heita Creme Puff Blush virkilega falleg, mjúk og litsterk. Af því formúlan er svo mjúk er lítið mál að blanda litnum saman við restina af grunninum svo liturinn verði áferðafallegri og náttúrulegri. Formúlan er líka þannig að það er auðvelt að stjórna magninu af litnum. En ef þið viljið bara svona smá lit þá er um að gera að passa að dusta mjög vel úr burstanum – slá honum t.d. á handabakið – en ef þið setjið of mikið af kinnalit þykir mér alltaf best að nota svamp til að draga úr litnum. Svampur virkar nefnilega eins og strokleður.

Það komu þrír litir núna fyrst af þessum og svo bætist við einn litur í viðbót… Hér fyrir neðan sjáið þið litina þrá en ég er með sama lit á öllum myndunum í þessari færslu sem heitir Seductive Pink.

Hér sjáið þið litina Seductive Pink, Lovely Pink og Alluring Rose.

Marmaraáferðin í kinnalitunum er virkilega skemmtileg og poppar uppá einfalda vöru. Ég er búin að vera að lesa mér til um vöruna og á mörgum stöðum er mælt með því að maður noti líka kinnalitina til að skyggja andlitið og gefa því smá lit. Ég held að dekksti liturinn Alluring Rose verði æðislegur í að móta andlitið og ég ætla klárlega að prófa það núna á eftir þegar ég ætla loks að mála mig í dag fyrir smá boð.

Hinar vorvörurnar sem ég er búin að vera að nota þónokkuð undanfarið vegna þægindanna og einfaldleikans sem umvefur vörurnar eru nýju Color Intensifying varalitirnir sem þið sjáið hér fyrir neðan.

maxfactorvor12

Litirnir eru nærandi varalitir sem gefa léttan lit sem þéttist þó með hverri umferð svo maður getur í raun notað þá til að fá léttan lit og til að fá mikinn og mjög áberandi lit. Einn helsti kosturinn við þá er að liturinn festir sig vel á vörunum svo þó glansinn dofni þá eru varirnar aldrei berar því liturinn helst svo vel á.

Hér sjáið þið litina sem ég fékk að prófa en þeir eru sko fjölmargir!

maxfactorvor3

Charming Coral nr. 10 – þennan er ég búin að nota langmest. Fallegur kóral litur og svona litur þar sem ég þarf ekkert að pæla í því hvað ég er að gera og get bara sett hann fríhendis á varirnar.

maxfactorvor

Sumptuous Candy nr. 05 – skemmtilegur barbí bleikur varalitur sem smellpassar þessum kinnalit verð ég nú að segja! Ég er líka með þennan á efstu myndinni í færslunni.

maxfactorvor7

Classy Cherry nr. 35 – Þessi litur kom mér mest á óvart og ég sá langbest á þessum hveru mikið ég gat í raun styrkt litinn. Hann er voðalega klassískur kirsuberjarauður með bleikum undirtóni. Birtan var mjög sterk úti þegar ég var að taka þessa mynd svo hann er örlítið ljósari á myndinni en hann er í raun. Ég setti hér tvær umferðir af lit sem kom mjög vel út.

Ég kann líka að meta að þessir eru með rúnuðum enda því þá finnst mér oft liturinn dreifast mun jafnar og ég þarf einmitt ekki alveg fullan fókus þegar ég er að bera þá á mig og get gert það án spegils ;)

Þetta eru virkilega skemmtilegar nýjungar frá einu af elstu förðunarvörumerkjunum í heiminum í dag. Ég á margar uppáhalds vörur frá merkinu – t.d. elska ég Masterpiece maskarann og get varla mælt nógu mikið með honum hann er einn af þessum möskurum sem sannaði fyrir mér að því skrítnari sem burstinn er því betri er maskarinn!

Kíkið endilega á þessar fallegu nýjungar – verðin skemma nú ekki fyrir…

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Nýtt í fataskápnum: Skyrtufíkill!

Skrifa Innlegg