GLAMOUR GÖTUTÍSKA

FASHION WEEKFÓLKMAGAZINE

Ég tók að mér smá vinnu fyrir Glamour á Íslandi þegar ég var stödd á tískuvikunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Verkefnið var að fanga myndir og móment af þeim geggjaða götustíl sem finna má í dönsku höfuðborginni á þessum tíma árs. Blaðið kom inn um lúguna í morgun og ég var spennt að sjá myndirnar á pappír. Það var svo gaman hvað ég náði mörgum þekktum andlitum í stílinn að þessu sinni – allir liðlegir og til í að vera með.

//

You can see my work in the Icelandic Glamour, September issue. When visiting the European Fashion weeks I get my most inspiration from the people on the streets. In Copenhagen they surely know how to dress. Thank you for letting me take some photos to share here and in Glamour Iceland this month.

 

Ég fékk leyfi til að birta textann hér á blogginu:

Í byrjun ágúst fór fram tískuvika í Kaupmannhöfn og Glamour lét sig ekki vanta. Einn af útsendurum okkar var tískubloggarinn Elísabet Gunnars sem fangaði smekklega gesti á filmu. Gefum henni orðið.  

Það er heillandi að fylgjast með tískupöllunum á tískuvikunum. Að baki liggur ótrúleg vinna frá mörgum aðilum, allt frá hönnuninni til undirbúnings sýningarinnar. Markmiðið er að fanga athygli áhorfandans þessar örfáu mínútur sem sýningin sjálf fer fram og smáatriðin skipta máli.
Eins og alltaf er alveg jafn spennandi að skoða fólkið á götunni, gestina sem eiga það sameiginlegt að lifa og hrærast í tískuheiminum. Á tímum samskiptamiðla hefur götustíllinn stolið töluverðri athygli og leggja tískuhúsin ekki síður áherslu á að áhrifavaldar klæðist hönnun þeirra á götum borgarinnar á meðan tískuvikan fer fram. Útvöldum er boðið í sérstök sýningarherbergi þar sem þeir velja sér föt til að klæðast í von um að rétta fólkið festist á filmu hjá götutískuljósmyndurum stóru miðlanna.
Í Kaupmannahöfn voru gestir óhræddir við að klæðast áberandi litum, sem gladdi augað. Götutíska dönsku höfuðborgarinnar bauð upp á fjölbreyttar hugmyndir sem auðvelt er að leika eftir.
Ég fæ minn helsta innblástur frá fólkinu á götunni og var því með vélina á lofti til að deila því með lesendum Glamour. Ég mæli með að gera sér ferð á tískuvikur, setjast á vel valið horn á góðri göngugötu og fylgjast þannig með tískufyrirmyndum í beinni. Það gefur ekki síður innblástur en heimsóknir á sýningarnar sjálfar.

 

Rósa hin fagra í Ganni dragt –

Aðstoðarritstjóri Euroman –

Ellen – AndreA  – Rósa & ég –

Sokkar og hælaskór – tilvalið á klakanum.

Tískufólk –

Alveg með þetta! –

Litir voru áberandi –

Föt með skilaboðum halda áfram inn í næsta tímabil –

Þessi stígvél! –

Styleby bloggarinn Hanna Mw

Sænski gleðigjafinn og Elle bloggarinn Hanna Stefansson –

Fallegu smáatriði –

Ég vildi að ég þekkti öll nöfnin – en þessi heillaði okkur upp úr skónum!

Hin fagra og ávallt flotta Pernille Teisbæk –

Þið þekkið þetta þríeiki! Strákar: bleikar buxur samkvæmt ritstjóra Euroman –

Rauðu stígvélin og draumakápa –

Litir – ég elska bleikt við brúnt!

Tískusystur –

Í stíl! Báðar í Malene Birger klæðum –

Sneaker við rifnar skálmar –

Gucci bags for the win –

Adidas hittir Nike –

Moments –

Topp team –

 

 

Takk fyrir mig Kaupmannahöfn og Glamour Ísland.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

HVER ER BEST KLÆDDI FRAMBJÓÐANDINN?

English version below

Tíska og pólitík fer ekki endilega alltaf vel saman en þetta er þó í annað sinn sem ég er fengin sem álitsgjafi um útlit stjórnmálamanna. Í þetta sinn fyrir Glamour sem pælir í klæðaburði frambjóðanda í oktorberútgáfu sinni. Ég hugsaði aðeins málið áður en ég fattaði hvað mér finnst Björt Ólafsdóttir alltaf smart. Hún klæðist gjarnan íslenskri hönnum sem mér finnst jákvæður punktur, hér að ofan í kjól sem mig dreymir um, eftir góðvinkonu mína Guðrúnu Helgu Kristjánsdóttur.

Lesið meira um mitt álit hér að neðan –
Ég tek það fram að mat mitt á klæðaburði hefur ekki endilega samleið með mínum pólitísku skoðunum svo fólk haldi nú ekki að hér sé um áróður að ræða ;)

 

14794201_10154140956577568_2076995045_n

Hver er best klæddi frambjóðandinn að þínu mati og afhverju?
Björt Ólafsdóttir er mjög smart kona sem nær að heilla mig með fallegum klæðaburði. Hún klæðist gjarnan íslenskri hönnun sem er stór plús að mínu mati.

Finnst þér klæðarburður skipta máli í kosningabaráttu og af hverju?
Frambjóðendur virðast flestir velja sér frekar basic og virðulegan klæðnað. Það gera þau líklega til að höfða til sem flestra sem er auðvitað sjálfsagt. Að mínu mati skiptir fatnaður máli að einhverju leiti. Fötin skapa manninn og fatnaður getur hjálpað mikið í kynningastarfi og framkomu.
Margir af fremstu stjórnendum heims velja sér einkennisbúning sem þau klæðast alla daga til að fækka þessum litlu ákvörðunum þar sem þau þurfa að taka stórar ákvarðanir í sínu starfi – það er kannski eitthvað til að tileinka sér?

 

14801021_10154140956552568_1032277285_n

Annars mæli ég nú ekki endilega með blaðinu útaf þessum síðum.
Þið vitið öll hver er á forsíðunni í oktober? Engin önnur en Sarah Jessica Parker, mynduð af Silju Magg, í einlægu viðtali –

14801252_10154140961182568_134635463_n

//
I gave the Icelandic Glamour my opinion on the best dressed people in the politics here in Iceland.
I chose Björt Olafsdottir. She often chooses Icelandic design, which I think is a big plus.

But that is not the biggest news in the October issue. The big news are the Sarah Jessica Parker is on the front page photographed by Silja Magg – good job!

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

 

10 GLAMOUR ÓSKIR

LANGARMAGAZINE

English Version Below

 

 image2

Morgunútsýnið var ekki amarlegt. Ég náði að fletta í gegnum nýja IKEA bæklinginn og gaf mér mér loksins tíma til að setjast yfir ágúst útgáfu Glamour. En þar sit ég einmitt fyrir svörum þennan mánuðinn í nýjum lið sem nefnist Óskalistinn.

Þar sem ég stóð í flutningum þegar ég svaraði spurningunum, þá litast svörin svolítið af því.

image1

 

Það er hollt og gott að setja upp óskalista öðru hverju … Eitthvað af því sem ég nefni hér að neðan hef ég lengi viljað eignast sem sýnir að ég er ekkert að flýta mér í kaupunum. Frekar vil ég eiga fyrir hlutunum og kaupa þá þegar hentar, þó það geti ekki alltaf gerst “í dag” þá kemur að því einn daginn. Það er hollt að þurfa að bíða, stundum.

1. Georg Jenssen klukka

Tímalaus klukka (má maður segja það?) sem hefur lengi verið á óskalistanum. Ég gat aldrei ákveðið mig hvort mig langaði í eina stærri eða fleiri smærri. Nú hef ég gert upp hug minn og ætla að velja þrjár litlar sem síðbúna afmælisgjöf. Það er eins gott að vera tímalega innan um alla skipulögðu Svíana.

2. BOB bolur

Klassískir stuttermabolir eru þær flíkur sem eru mest notaðar í mínum fataskáp. Nýju bolirnir frá BOB lenda í Húrra Reykjavík í ágúst og ég bíð spennt!3. Hátalari frá B&O

Ég er að fara að eignast garð í fyrsta sinn og þetta er það fyrsta sem mig langar að eignast. Þarf engin garðhúsgögn á meðan ég hef hlýja tóna.

4. …. allra mest langar mig í smá frí með dekri í nokkra daga. Það er eitthvað sem maður á að leyfa sér í ágúst, rétt áður en að rútínan byrjar á ný.

5. Kaffibolli

Nýtt hús – nýr morgunbolli? Mér finnst það segja sig sjálft … Thermal mug frá Royal Copenhagen má verða minn.
Þið kannski sjáið að hann hefur nú þegar orðið minn.

6. Sófi NORR
Held að þessi sé búinn að birtast áður á mínum óskalistum. Hann verður þar þangað til ég læt verða að kaupunum. Fullkominn að svo mörgu leiti.

7. Inniskór

Ég hef haft augastað á dásamlegu fóðruðu Gucci skónum í sumar. Útlitið minnir á inniskó og mig langar svo að finna sambærilegt lúkk á viðráðanlegra verði. Þeir einu sönnu verða örugglega aldrei mínir.8. Redone gallabuxur
Í rauninni langar mig bara í fullt af fínum gallabuxum fyrir haustið. Redone endurgera 90s Levis lúkkið á nákvæmlega þann hátt sem ég kann best að meta. Merki sem þarf endilega að koma í sölu hér á klakanum hið fyrsta.

9. Nýja myndavél
Tímabært og mjög mikilvægt fyrir tísku-vinnu sem er framundan.10. Úlpa
Sumir segja að ég sé yfirhafnarfíkill en það er sú flík sem ég kaupi lang mest af. Þó á ég enga góða úlpu og það þarf að bæta úr því þetta haustið. Ég vil stóra hlýja dúnúlpu með fallegu loði. Jökla Parka gæti komið til greina? Það er skemmtilegra að klæðast íslensku erlendis.

 

//

I had such a nice start of the day. Royal coffee, the new IKEA catalogue and Glamour! It is not so often that I have the chance to have that kind of mornings these days …
Which are my 10 wishes for the Fall? Find out in Glamour Iceland, August Issue. Above you can read my answers, in Icelandic – sorry! Copy/paste on google translate?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

Fyrirmyndar forsíðustúlka

INSPIRATION

Það vakti athygli mína að heyra bakrunn fyrirsætunnar Christy Turlington Burns sem prýðir forsíðu Glamour þennan mánuðinn. Það hefur kannski ekki farið mikið fyrir þvi, en Glamour hefur fengið til sín heimsfrægar fyrirsætur til að prýða forsíður blaðanna og eiga heiður skilinn fyrir það. Ég er reyndar líka hrifin af því þegar þær nota íslenskar stelpur sem eru að gera það gott í þessum heimi en við eigum þær ekki svo margar svo ég er ánægð með þetta balance á vali á forsíðustúlku. Þennan mánuðinn skaut Silja Magg forsíðu og myndaþátt með Christy. 

13989494_10154468528739485_1037578389_n

Það sem heillar mig við Christy Turlington er baráttan fyrir góðgerðafélagið Every Mother Counts, sem hefur átt hug hennar og hjarta síðustu ár. Málefni samtakanna varðar okkur öll en þau beita sér fyrir auknu öryggi í heiminum fyrir mæður, á meðgöngu og í fæðingu. Staðreyndin er sú að í heiminum í dag deyr ein kona á tveggja mínútna fresti vegna erfiðleika á meðgöngu eða í fæðingu, flest allt vegna vandamála sem með auðveldum leiðum er hægt að koma í veg fyrir. Hreint út sagt ótrúlegt að heyra þessar tölur!

Christy hefur þannig fundið stærri tilgang með fyrirsætustörfum sínum og kemur þessum boðskap áfram með t.d. fræðslu og fyrirlestrum. Hún er í viðtali í Glamour og sagði meðal annars þessa setningu sem greip mig:

Ég held að ég hafi ekki leitt hugann að þessu þar til að ég varð móðir. Ég hugsaði með mér að ef að tölurnar væru svona sláandi, af hverju væru þær ekki á forsíðum dagblaða alla daga, alltaf.”

 

christy-turlington-vogue-august-2009-family

ChristyTurlington

Stöð2 mun sýna heimildarmynd í leikstjórn Christy í kvöld, miðvikudagskvöldið 17. ágúst klukkan 21.10. Myndin ber heitið “No Woman, No Cry” og fjallar um starfsemi samtakanna. Ég verð að reyna að tengja Oz-ið svo ég geti horft héðan frá Sverige – ótrúlega áhugavert að mínu mati.

AR-160819716-1

 

V2-160819716-1

 

 

Það er greinilega mikill kraftur í þessari konu því hún er síðan sjálf væntanleg til landsins fyrir helgi og ætlar meðal annars að hlaupa Reykjavíkurmaraþonið ásamt því að fræða íslenskar konur um hennar flotta starf. Ég ber virðingu fyrir þessari flottu móður og fyrirsætu og hlakka til að fá ágúst blaðið mitt í póstkassann á næstu dögum. Ætli það verði ekki sunnudagslesturinn að þessu sinni hér í sænska …

Vel gert Glamour og enn betur gert Christy Turlington Burns – þú ert frábær fyrirmynd!

//

Christy Turlington Burns is on the cover of the latest Icelandic Glamour Magazine.
I was impressed to hear her story. She has been fighting for the safety of pregnant and birth giving women in the world. The horrible truth is that in the world a woman is dying every 2 minutes due to problems during pregnancy or when giving birth. Shocking numbers!
You can read more about the subject here – http://www.everymothercounts.org.

Christy will be travelling to Iceland, running the Reykjavik Marathon and educating Icelandic women about the subject.
I admire brave and powerful women like Christy!

 xx,-EG-.
Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

FATAVENJUR ÍSLENDINGA

MAGAZINE

English version below

IMG_0859

Glamour tók saman áhugaverða könnun fyrir desemberútgáfu blaðsins. Þar skoðuðu þau fatavenjur Íslendinga með nokkrum leiðum. Bæði lögðu þau netkönnun fyrir lesendur í gegnum samskiptamiðla sem og tóku nokkra einstaklinga í frekari “yfirheyrslu”. Ég var ein af viðmælendum og ákvað að deila með ykkur mínum svörum. Spurningarnar voru mjög margar en nokkur svör rötuðu í prentun.

 

IMG_0860IMG_0858IMG_0870

Fyrir hvern klæðir þú þig?
Ég klæði mig fyrir mig sjálfa númer 1, 2 og 3. Ég vona að flestir geri slíkt hið sama.

Hefur þú sleppt því að fara út því þú fannst ekki rétta dressið?
Hef ekki sleppt því að fara út en ég hef farið pirruð út úr húsi þegar ég er ekki ánægð með lúkkið, þá kannski verið í tímaþröng eða eitthvað slíkt. Þegar ég hugsa tilbaka þá er reyndar svolítið langt síðan að ég lenti í slíku.

Lenda fötin þín stundum á gólfinu í staðinn fyrir í fataskápnum?
Nei, en ég tuða mjög gjarnan í öðrum fjölskyldumeðlimum að taka sín föt uppúr gólfinu.

Hefur þú keypt þér nýtt dress fyrir nýja vinnu?
Já. Ég vinn ólík verkefni með ólíkum fyrirtækjum og því hentar oft að kaupa sér ný föt fyrir viss samstörf eða viðburði.

Hversu oft hreinsar þú út úr fataskápnum?
Reglulega – ætli það sé ekki um 2-3 á ári.

Hver er, að þínu mati, flíkin sem allir verða að eiga í fataskápnum?
Gallabuxur í góðu sniði, tshirt og biker leðurjakki. Flíkur sem þú notar mikið og getur dressað upp og niður eftir tilefni.

Hvað áttu mest af í fataskápnum? (t.d svartar buxur, gallabuxur, hvítir stuttermabolir, skyrtur osfrv)
Erfið spurning. Ég er forfallin yfirhafnafíkill sem virðist kaupa þær í meira mæli en aðrar flíkur.

Hvað áttu ekki, sem þig langar að bæta í fataskápinn?
Mig langar mest í vandaða handtösku frá YSL – verðmiðinn er bara svo rosalega hár að ég forgangsraða alltaf öðrum kaupum framyfir töskukaupin.

Hvort finnst þér betra að versla á netinu eða í búðum? Er netverslun komin til að vera og helduru þú að þróunin verði á þá leið að netverslun taki yfir hinar hefðbundnu búðarferðir í framtíðinni? Þá erum við að tala um fataverslun.
Síðustu árin er ég eiginlega hætt að nenna að máta flíkur í verslunum, ég tek þær með mér heim og máta betur þar. Það er því svipað ferlið hjá mér í venjulegum verslunum og netverslunum – ég þarf að skila ef mér líkar ekki í bæði skiptin. Það er þægilegt erlendis þar sem ávallt er boðið uppá opin kaup og maður endar ekki með innlegsnótu. Munurinn er sá að í verslunum get ég komið við flíkurnar og upplifunin er oftast skemmtilegri.
Ég held að netverslanir séu ekki að fara að taka yfir þær venjulegu – þetta er þó orðið gríðarlega mikilvægur miðill fyrir verslanir og þær verslanir sem bjóða ekki uppá þjónustu á netinu dragast fljótt afturúr og eiga lítinn séns. Netið er besti búðargluggi verslunanna og er útstillingin þar mikilvæg.

Hvernig finnst þér best að versla föt? Ein/einn, með maka, með vinkonum /vinum?
Lang best að versla ein í ró og næði. “Metime” er það besta sem ég veit. Mér þykir þó gott að sýna og fá samþykki frá maka.

Hvenær ákveður þú dress dagsins? Um morguninn, kvöldið áður eða fyrr? Og afhverju?
Ég vel dress dagsins um morguninn þann daginn. Ef það er eitthvað mikilvægara framundan þá reyni ég að hugsa fram í tímann hverju á að klæðast.

Ertu meðvituð/meðvitaður um að klæðast ekki sama dressinu tvo daga í röð? Seturu þér einhverjar reglur varðandi það, hversu langt þarf að líða á milli þess að klæðast sama dressinu?
Ég pæli ekkert í því. Hugsa þó eflaust út í það að mæta ekki í sama dressinu á fínni viðburði oftar en einu sinni.

Áttu eitthvað í þínum fataskáp sem hefur aldrei verið notað? Og þá afhverju ertu að halda upp á það?
Í dag er ég orðin nokkuð góð í að kaupa mér ekki vörur nema að vita fyrir víst að þær verði notaðar. Áður fyrr var ég dugleg að kaupa allskonar óþarfa sem stóð lengi inní skáp með miðanum á. Í dag leyfi ég því ekki að gerast en ef það kæmi fyrir myndi ég vera fljót að gefa það frá mér.

Hversu oft hreinsaru úr fataskápnum? Ertu með eitthvað kerfi hvað fer inn og hvað fer út úr honum? Áttu góð ráð fyrir lesendur þegar kemur að skipulagi í fataskápinn?
Ég get nú ekki sagt að ég sé skipulags snillingur þegar kemur að fataskápunum og er ekki með nein undra ráð.
Vegna atvinnu mannsins míns þá höfum við flutt nokkuð reglulega síðustu ár. Ég hef notað þessi tækifæri til að gera róttækar hreinsanir úr skápunum.
Það virðist þó vera þannig að skápurinn er alltaf fullur, sama hversu oft maður hreinsar til. Það myndi auðvelda margt að vera með plássgóða skápa og föt í lágmarki þar sem þau öll væru sýnileg – það verður mitt markmið í næstu flutningum.

Hvort verslaru frekar ódýrt og mikið eða fátt og dýrt þegar kemur að fatnaði?
Ég spila með báðum liðum í þessum efnum. Ég tek þátt í ákveðnum trendum og versla þau gjarnan í stærri keðjunum. Þegar kemur að klassískum og tímalausum flíkum eða vörum þá leyfi ég mér að eyða fleiri krónum og kaupa vandaðari vörur.

Hvort verslaru frekar á Íslandi eða í útlöndum?
Mér þykir mjög gaman að versla við íslenskar verslanir. Ég elska það að klæðast íslenskri hönnun og vera spurð af útlendingum hvar sé hægt að nálgast vörurnar. Það er líka frábær upplifun að versla í stórborgum þar sem úrvalið er mikið – ég er svo heppin að búa í útjaðri Köln, en það er frábær borg til að kíkja í nokkrar búðir og drekka gott kaffi í leiðinni. Svona Ameríku verslunarferðir er algjör “no no” fyrir mér.

Ef tekið er mið af helstu verslunarstöðum hérlendis hvert ferðu helst til að kaupa föt á þig eða fjölskylduna – í Kringluna, Smáralind eða í miðbæinn og afhverju?
Ég fer á alla þessa upptöldu staði enda ólíkir með meiru – bæði búðarúrval og stemningin. Laugarvegurinn heillar mest því mér finnst maður alltaf hálf innilokaður í verslunarmiðstöðvum. Því miður býður Laugarvegurinn þó ekki uppá sama úrvalið og verðurfarið getur strítt manni þar.

Notaður fatnaður eða nýr?
Nýr. En notaður kemur til greina þegar ég kemst í second hand verslanirnar í París.

Hefuru fengið samviskubit yfir fatakaupum? Endilega deildu þeirri sögu.
Samviskubitið á það til að naga mann þegar maður eyðir einhverjum upphæðum í föt, það gengur þó fljótt yfir ef maður er ánægður með kaupin. Ég held að samviskubitið stjórnist af því þegar þú kaupir vöru sem þú þarft ekki eða átt ekki fyrir.
Í uppeldinu var mér kennt að þurfa að vinna fyrir þeim hlutum sem mér girnuðust. Ég hef því alltaf tileinkað mér að fjárfesta ekki í flík nema eiga fyrir henni.
Yfir heildina held ég að ég sé nokkuð heppin og á enga krassandi sögu þar sem ég hef séð mikið eftir kaupum. Maðurinn minn kallar stundum fram samviskubitið þegar hann kastar fram frægu spurningunni “Þarftu þetta eitthvað?” ..

Hver er fyrsta flíkin sem þú klæðir þig á morgnana? Nærbuxur, sokkar eða brjóstarhaldari (kvk)?
Nærföt.

Gengur þú alltaf með handtösku?
Já, alltaf.

Háir hælar eða flatbotna?
Ég er lágvaxin og notaði eiginlega bara hæla þegar ég var yngri. Í dag fer það eftir dressi hvort ég þurfi hælana – það þarf að vera sérstaklega gott tilefni til að ég nenni að klikka um gólfin. Mér finnst ég alveg eins mikil pæja hérna niðri í mínum lágbotnu skóm með minn hávaxna mann mér við hlið.

 

Áhugaverð samantekt sem ég mæli með að þið skoðið í heild sinni í blaðinu sjálfu.

//

Glamour Iceland, December Issue, gathered together clothing habits for people in Iceland.
I answered few questions that helped getting the final result. You can find my answer in the post but unfortunatly, just in icelandic. Copy/paste in google translate for more info.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

LÍFIÐ: LINDEX X GLAMOUR

LÍFIÐWORK

12071801_10153293741262568_136494078_n

Víða hafa verið birtar myndir frá glæsilegu boði Lindex og Glamour sem fram fór um nýliðna helgi. Um var að ræða fögnuð í tilefni af útgáfu glænýs október blaðs Glamour á sama tíma og nýjar haustflíkur fóru í sölu hjá sænsku snillingunum. Ég var á landinu vegna þessa og hjálpaði til við undirbúning á viðburði sem heppnaðist svona líka vel.
Myndavélin var með í för þó ég hefði sannarlega mátt vera duglegri að smella á takkann. Hér eru nokkrar til að deila með ykkur –

image_7
Bak við blaðið er ein frábær kona sem mætti fyrst og fór síðust –

image_8
Hildur Erla með myndavélina á lofti –

image_10 image_17

Ég hef fengið mjög margar fyrirspurnir um þetta ágæta dress eftir Instagram mynd sem ég birti af mér í því. Þessi póstur hefur því greinilega farið fram hjá einhverjum ykkar.

image_20
Með Nönnu minni –

image_21
Írena lét sig ekki vanta í veisluna –

image_22 image

Vinkonur. Þyri (til vinstri) fór ekki tómhent út –

image_2
Álfrún og Hildur frá Glamour –

image_3

Að fá að vinna með Lindex af og til er ómetanlegt. Það eru falleg hjörtu sem þar slá –

image_4 image_5 image_6
Í góðum félagsskap ritstjóra og fatahönnuðar. Þekkið þið hvaðan leðurjakkinn hennar Álfrúnar kemur?

image_9  image_12

Þessi sá um veitingar. Pís –

image_13

Litla systir ljúfa og góða –

image_14 image_15image_11
Öll betri boð bjóða uppá veglega gjafapoka –

image_16 image_18

Erna Hrund – Rósa María – Þórunn

image_19

Frábært kvöld!
Takk fyrir mig –

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

DRESS

DRESSFASHIONWORK

Ég átti gott kvöld í gær þegar Lindex og Glamour tóku höndum saman og héldu frumsýningarpartý í Kringlunni. Rjúkandi heitt oktoberblað Glamour var afhent í veglegum gjafapokum innan um nýja haustlínu Lindex.

image_2
image_3 image_5image_4
Ég klæddist Lindex frá toppi til táar – það var við hæfi fyrir atburð sem þennan. Dragtin er komin í mikið uppáhald en ég mun líklega nota hana mikið saman og í sitthvoru lagi.

Jakki: Lindex, Buxur: Lindex, Bolur: Lindex

Þessa dagana stendur Lindex fyrir Instagram leik sem snýst um að við merkjum myndirnar okkar #LINDEXICELAND. Einu skilyrðin eru að myndin tengist Lindex og Íslandi. Þrjár myndir verða valdar daglega út næstu viku og fá vinningshafar 10.000 krónur að inneign í versluninni.

Ég sýni ykkur fleiri myndir frá frumsýningar-kvöldinu hið allra fyrsta.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÍSLENSKT, JÁ TAKK

EDITORIALMAGAZINE

Ahh … lent heima. Þar er alltaf best, sama hvar í heiminum það er. Lesefnið með morgunbollanum sýnir mér þó að landið okkar, Ísland, er alltaf lang flottast! Orkan er hvergi eins og á klakanum kalda. Þó ég þakki fyrir að 10 gráðurnar hafi ekki fylgt mér yfir hafið.

11749416_10153130041212568_1857126751_n

Takk Glamour! Fyrir þessa flottu forsíðu og dásamlegan íslenska myndarþátt í nýjasta tölublaði ykkar. Sá flottasti hingað til að mínu mati.

Ég er alveg veik fyrir íslenskri náttúru og Telma okkar Þormarsdóttir er akkurat rétta andlitið í þetta umhverfi.

11722466_1682346052000221_7391179202033908682_o_large_1000x1414glamour_issue4_fullissue_hr-30_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-38_large_1407x1000glamour_issue4_fullissue_hr-32_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-31_large_1414x1000glamour_issue4_fullissue_hr-37_large_1414x1000_pic01_opener433A2742 433A7611
433A8726 Pic23_433A3290

 

Ekki slæmt útsýni með kaffibollanum … Vel gert – 

Fyrirsæta: Telma Þormarsdóttir
Myndir: Silja Magg
Stílisti: Anika Laufey Baldursdóttir
Makeup: Adda Soffía Ingvarsdóttir
Meira: HÉRHÉR

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

TAKK GLAMOUR

FASHIONMAGAZINE

001_Cover_Final

Glænýtt Glamour er komið út með enga aðra en Heather Marks, ofurfyrirsætu á forsíðunni. Mynduð af Silju Magg í New York.

Í blaðinu má meðal annars finna hinn fullkomna leðurjakka á óskalista ritstjóra á fremstu síðu – Moss by Elísabet Gunnars.  Vei og takk!
Ég hef því miður ekki getað notað yfirhafnir mikið hér í þýska uppá síðkastið en þessi hangir og bíður eftir mér fyrir íslenska sumarið. Ég lagði mikla vinnu í það að hanna bikerjakka sem væri 100% fullkominn í sniði og efni að mínu mati – þetta var útkoman og ég er glöð að heyra að fleiri séu sammála að vel hafi tekist til.

moss leðurjakki10847105_10152898572832568_808782149_n
Ég les alltaf leiðara ritstjóra þegar ég opna tískutímarit. Þeir hafa yfirleitt mikið vit á því sem þeir segja ásamt því að telja upp það helsta sem finna má í blaðinu hverju sinni – því veit maður um leið hvort maður hafi raunverulega áhuga á efni blaðsins eður ei. Álfrún (Pálsdóttir) er þar engin undantekning en hún talar um útvítt fyrir sumarið og sterkari liti í vali á varalitum. Veit hvað hún syngur …

Gleðilega tískuhelgi með eitt stykki íslenskt Glamour við hönd.

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR

&
Trendnet á Facebook – HÉR

GÓÐAN DAGINN

DAGSINSLÍFIÐ

cover_tgw11GentleWoman-SS15-162-163_0053-1200x900-e1424950575705GentleWoman-SS15-164-165_0054-1200x900

Það er ekki hægt að segja annað en að þessi stund sé eitt af því besta við helgina. Kaffibolli númer þrjú yfir fullt af lesefni, íslensku sem erlendu.

Ég var búin að geyma það lengi að lesa viðtal við Björk (okkar) Guðmundsdóttir sem prýðir forsíðu sumarútgáfu The GentlewomanAð komast á forsíðu þessa virta blaðs er ekki sjálfgefið.  Áfram Ísland.

Stoltið skín skært þegar ég les fyrstu línu viðtalsins: Reykjavik …
Ég mæli með að þið tryggið ykkur eintak. 


11148868_10152860542192568_995357933_n11121796_10152860542157568_36632413_n

Annars er Brúðkaupsblað Nýs Lífs næst á dagskrá. Mér líst vel á það sem ég hef gluggað í nú þegar, eflaust margir þakklátir fyrir allskonar hugmyndir sem þar má finna fyrir stóra daginn. Punktum niður . . .

Þetta er mín byrjun á deginum … 
Góða helgi til ykkar. 

xx,-EG-.

 Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR