fbpx

10 GLAMOUR ÓSKIR

LANGARMAGAZINE

English Version Below

 

 image2

Morgunútsýnið var ekki amarlegt. Ég náði að fletta í gegnum nýja IKEA bæklinginn og gaf mér mér loksins tíma til að setjast yfir ágúst útgáfu Glamour. En þar sit ég einmitt fyrir svörum þennan mánuðinn í nýjum lið sem nefnist Óskalistinn.

Þar sem ég stóð í flutningum þegar ég svaraði spurningunum, þá litast svörin svolítið af því.

image1

 

Það er hollt og gott að setja upp óskalista öðru hverju … Eitthvað af því sem ég nefni hér að neðan hef ég lengi viljað eignast sem sýnir að ég er ekkert að flýta mér í kaupunum. Frekar vil ég eiga fyrir hlutunum og kaupa þá þegar hentar, þó það geti ekki alltaf gerst “í dag” þá kemur að því einn daginn. Það er hollt að þurfa að bíða, stundum.

1. Georg Jenssen klukka

Tímalaus klukka (má maður segja það?) sem hefur lengi verið á óskalistanum. Ég gat aldrei ákveðið mig hvort mig langaði í eina stærri eða fleiri smærri. Nú hef ég gert upp hug minn og ætla að velja þrjár litlar sem síðbúna afmælisgjöf. Það er eins gott að vera tímalega innan um alla skipulögðu Svíana.

2. BOB bolur

Klassískir stuttermabolir eru þær flíkur sem eru mest notaðar í mínum fataskáp. Nýju bolirnir frá BOB lenda í Húrra Reykjavík í ágúst og ég bíð spennt!



3. Hátalari frá B&O

Ég er að fara að eignast garð í fyrsta sinn og þetta er það fyrsta sem mig langar að eignast. Þarf engin garðhúsgögn á meðan ég hef hlýja tóna.

4. …. allra mest langar mig í smá frí með dekri í nokkra daga. Það er eitthvað sem maður á að leyfa sér í ágúst, rétt áður en að rútínan byrjar á ný.

5. Kaffibolli

Nýtt hús – nýr morgunbolli? Mér finnst það segja sig sjálft … Thermal mug frá Royal Copenhagen má verða minn.
Þið kannski sjáið að hann hefur nú þegar orðið minn.

6. Sófi NORR
Held að þessi sé búinn að birtast áður á mínum óskalistum. Hann verður þar þangað til ég læt verða að kaupunum. Fullkominn að svo mörgu leiti.

7. Inniskór

Ég hef haft augastað á dásamlegu fóðruðu Gucci skónum í sumar. Útlitið minnir á inniskó og mig langar svo að finna sambærilegt lúkk á viðráðanlegra verði. Þeir einu sönnu verða örugglega aldrei mínir.



8. Redone gallabuxur
Í rauninni langar mig bara í fullt af fínum gallabuxum fyrir haustið. Redone endurgera 90s Levis lúkkið á nákvæmlega þann hátt sem ég kann best að meta. Merki sem þarf endilega að koma í sölu hér á klakanum hið fyrsta.

9. Nýja myndavél
Tímabært og mjög mikilvægt fyrir tísku-vinnu sem er framundan.



10. Úlpa
Sumir segja að ég sé yfirhafnarfíkill en það er sú flík sem ég kaupi lang mest af. Þó á ég enga góða úlpu og það þarf að bæta úr því þetta haustið. Ég vil stóra hlýja dúnúlpu með fallegu loði. Jökla Parka gæti komið til greina? Það er skemmtilegra að klæðast íslensku erlendis.

 

//

I had such a nice start of the day. Royal coffee, the new IKEA catalogue and Glamour! It is not so often that I have the chance to have that kind of mornings these days …
Which are my 10 wishes for the Fall? Find out in Glamour Iceland, August Issue. Above you can read my answers, in Icelandic – sorry! Copy/paste on google translate?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

LEVIS VINTAGE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karen Lind

    25. August 2016

    Nice buxur.. !

    Annars á ég bæði stærri GJ klukkuna og svo þessar fjórar minni.. eini gallinn við þessar minni er að það sést varla hvað klukkan er, þarft að fara upp að klukkunni. Meira svona falleg mubla frekar en nytsamlegt. Þannig að ég endaði með að kaupa stærri klukkuna & sé ekki eftir því.

    • Elísabet Gunnars

      25. August 2016

      Nú er það … æ þá fer ég aftur á byrjunarreit. Finnst nokkrar saman einmitt svo fallegt á vegg. Hmmm