INTERVIEW – Framinn.is

Below is the interview:

Linnea hætti í flottri vinnu hjá Volvo í Svíþjóð til þess að elta ástina til Íslands. Á nýjum stað Í nýju landi þar sem hún þekkti engan og talaði ekki tungumálið þurfti hún að byrja alveg upp á nýtt. Nú aðeins fimm árum seinna rekur hún eina vinsælustu barnavöruverslun á landinu. Leiðin að draumnum var ekki auðveld, en ástríða, sviti og tár komu henni á þann stað sem hún er á í dag.

Við mættum í Fossvoginn heim til Linneu á sólríkum miðvikudagsmorgni en hún og unnusti hennar eru nýbúin að fjárfesta í fallegu húsi þar. Hún býður okkur inn og eftir að hafa fengið að sjá nýja heimilið setjumst við niður með kaffibolla og förum yfir hlutina.

GAT EKKI ÁN HANS VERIÐ
Linnea Ahle er fædd og uppalin í Svíþjóð en þar kynntist hún Gunnari Þór Gunnarssyni þar sem hann spilaði fótbolta. Árið 2011 skildu hins vegar leiðir þeirra þegar Gunnar skrifaði undir samning hjá KR og hélt aftur heim til Íslands. Linnea var ekki tilbúin á þeim tíma til að yfirgefa starf sitt og vini til þess að fara með honum. Hún var í draumastarfinu, var ekki heilluð af landinu og fannst ekki rétt að skilja allt eftir til þess að elta strák.
Hann fór til Íslands og þau enduðu samband sitt eftir nokkur ár saman. “Ég reyndi hvað ég gat til þess að gleyma honum og halda áfram en þessi tími var agalega erfiður. Ég átti svo erfitt með að vera án hans.” En þeirra saga var sko alls ekki búin, Linnea hafði samband við Gunnar aftur og ákváðu þau að reyna við fjarsamband en á endanum ákvað Linnea að taka sénsinn og flytja til Íslands. “ Ég áttaði mig á því að það væri aðeins einn Gunnar en ég gæti alltaf fundið aðra vinnu.”
Aðeins nokkrum dögum eftir að hún flutti til Íslands komst Linnea að því að hún væri ólétt. “Það var mitt fyrsta merki um að hér ætti ég að vera. Það var barn á leiðinni, Gunnar átti allavega 4 ár eftir af samning og ég þurfti að finna mig á þessum nýja stað.”

VARÐ AÐ BYRJA UPP Á NÝTT
“Mitt fyrsta verk var að finna mér vinnu, sem var ekki auðvelt á þessum tíma hérna á Íslandi og ég ekki aðeins ólétt heldur talaði ég ekki einu sinni tungumálið.” Linnea fékk loks hlutastarf við þrif og móttöku á KEX Hostel í Reykjavík. “Það var snúið að fara úr stjórnunarstöðu hjá Volvo í samskonar starf sem ég hafði verið í þegar ég var sextán ára en maður þarf að byrja einhversstaðar og ég var ánægð að fá vinnu.”
Ófrísk af sínu fyrsta barni fór Linnea í miklar pælingar um barnavörur og þá sérstaklega fatnað en þar byrjar ferðalagið að versluninni Petit. “Ég hafði alltaf hugsað mér að klæða börnin mín í lífrænan fatnað en slíkur fatnaður var á þessum tíma mjög vinsæll í Svíþjóð, en fannst varla hér á landi.”
“Ég las mér mikið til um fatnað og muninn á lífrænum fatnaði og öðrum en það eru rosalega mikið af eiturefnum sem fylgja því að búa til og lita fatnað.” Þetta var upphafið af draumnum um að opna verslun sem seldi lífræn föt fyrir börn. “Húðin er okkar stærsta líffæri og þegar börn eru nýfædd og fram að sex mánaða aldri eru þau hvað viðkvæmust fyrir þessum aukaefnum.”

EINBEITTU ÞÉR AÐ ÞÍNU
Linnea vann hjá KEX Hostel og einnig starfaði hún á tímabili við að hjálpa minni fyrirtækjum við markaðssetningu áður en hún fór að vinna að sínum eigin draumi. Eftir miklar vangaveltur um hvert hún vildi stefna opnaði hún vefverslunina petit.is.
Eftir sirka 8-9 mánuði fór Linnea að sjá hagnað og ljóst var að verslunin færi vel að stað þá fara að opna fleiri vefverslanir með barnavörum. “Mér fannst frábært að sjá fleiri byrja að opna vefverslanir og tók fagnandi á móti samkeppninni en það kom mér á óvart var þegar margar þessara verslana fóru að nota sömu birgja og ég.” Þetta er vandamál sem Linnea þekkti ekki frá Svíþjóð en þar gerir fólk bara sitt og er með allan fókus á því að standa upp úr og vera öðruvísi eins og hún vill ná fram hér á Íslandi með Petit. “Fólk á það til að sjá eitthvað sem gengur upp eða einhvern sem þeim langar að líkjast og reyna að gera það sama, en það mun ekki virka. Þú þarft að finna þinn eigin draum og vinna að honum, þú munt aldrei ná árangri í draumi einhvers annars.

KOMIÐ ÖÐRUVÍSI FRAM VIÐ HANA VEGNA ALDURS
Linnea finnur ekki mikið fyrir því að það sé komið öðruvísi fram við hana fyrir að vera kona í sínu starfi en hún hinsvegar segir að hún hafi fundið fyrir því að vera ung. “Fólk heldur oft að ég vinni fyrir Petit en sé ekki eigandi og oft er komið fram við mig eins og ég viti ekki mikið þar sem ég sé ung og ekki hlustað almennilega á mig, samt er ég nú um þrítugt”. – segir hún og hlær. Það er gott að Linnea sjái spaugilega hlið á þessu en hún hefur þó hætt samstarfi við fyrirtæki vegna framkomu starfsmanna. “Ég var aldrei sátt með framkomu aðilanna hjá fyrirtækinu og ákvað að hætta að vinna með þeim, enda er það mottó hjá mér að það eigi að koma fram við alla eins, sama hvað”.
Sem verslunareigandi fer Linnea einu sinni á ári til Danmerkur á markað með birgjum til þess að skoða nýjar vörur og versla fyrir búðina. “Ég fer á þessa markaði klædd eins og ég er yfirleitt, enda er ég vön að koma til dyra eins og ég er klædd og er að fara að labba mikið og finnst því best að vera í mínum þægilegu NIKE skóm og gallabuxum”. Það gera hins vegar ekki allir og birgjar sem eru á staðnum gefa sér meiri tíma í eldri konurnar sem klæða peningana utan á sér. “Stundum er erfitt fyrir mig að fá aðstoð á þessum mörkuðum til þess að kynna mér betur vörurnar en birgjar eiga það til að velja sér fólk að tala við. Það sem flestir átta sig ekki á er að Petit er á góðum stað og ég hef mjög sveigjanleg fjárráð til þess að versla.” Linnea lætur þetta ekkert á sig fá og segist ekki vilja vera í viðskiptum við fyrirtæki sem gera upp á milli fólks. “Eins og ég sagði áður að þá er ég mjög hörð á þessu og segi við alla mína starfsmenn að passa mjög vel upp á þetta í búðinni, það á að koma eins fram við alla sem labba þar inn”.

EKKERT JAFNVÆGI MILLI VINNU OG FJÖLSKYLDU
Þegar Linnea er spurð út í það að viðhalda jafnvægi milli fjölskyldu og vinnu hlær hún en ásamt því að eiga 4 ára dóttur eignuðust þau Gunnar tvíbura fyrr á árinu. “Það er ekkert jafnvægi hjá okkur, við einfaldlega látum þetta ganga upp. Ég er agalega óskipulögð manneskja að eðlisfari, ég ætla mér alltaf að laga það en á fullt af ónotuðum dagbókum”. Þetta hefur samt gengið vel, meira að segja eftir að tvíeykið kom í heiminn. Við erum heppin með okkar nánustu sem geta líka stigið inn í og hjálpað ef það er allt í hers höndum.

ALLTAF SPENNANDI HLUTIR Á DÖFINNI
Petit var að fá í gegn frábæran samning við Bugaboo um að selja vagnana þeirra á Íslandi en verður hún þá eina búðin sem hefur leyfi til þess að selja þá. “Þetta er stórt og erum við í skýjunum yfir að ná þessum samning. Það voru þó nokkrar búðir sem sóttu um að semja við þá en eftir að fulltrúar komu til Íslands að skoða sig um urðum við fyrir valinu”. Það er nóg um að vera en hefur verið talað við Linneu um að opna alþjóðlega keðju og opna þá fleiri verslanir í t.d. Svíþjóð, Danmörku og Ítalíu. “Þetta er mjög spennandi fyrir okkur og erum við að fara yfir hlutina, hvað við viljum gera og annað enda margt að hugsa um”.
Linnea er mjög skapandi persónuleiki og þegar við förum að spyrjast aðeins fyrir fáum við það upp úr henni að hún vilji fara að hanna sína eigin línu. “Ég er með svo mikið af hugmyndum í gangi, ég er aðeins byrjuð að fikra mig áfram með að hanna mína eigin línu og vonandi fer meira í gang á næsta ári. Ég er oft að finna að mig vanti eitthvað fyrir börnin mín sem ég get ekki fengið, til dæmis er oft agalega erfitt að klæða þau fyrir íslenskt veður og langar mig að vinna með það”.
Linnea hefur enn meira af flottum hugmyndum sem við fáum að heyra aðeins um meðan við klárum kaffið en hún er aldeilis áhugaverð kona að fylgjast með. Linnea vinnur núna hörðum höndum við að opna nýja og glæsilega verslun í Ármúla 23 en verslunin opnar 20. nóvember næstkomandi. Hægt er að finna bæði Linneu og verslunina Petit á samfélagsmiðlum og mælum við með að fylgjast með á þessum spennandi tímum.

Instagram/petit.is
Instagram/lahle
Facebook/PetitIceland
Trendnet.is/Linnea

ÍSLENSK HÖNNUN Í &OTHER STORIES

FRÉTTIRÍSLENSK HÖNNUN

English Version Below

City Safari-portrait of Shoplifterin her design for &Other Stories photo by Lilja Baldurs IMG_8959

Hönnuðurinn Hrafnhildur Arnardóttir í Shoplifter x &OtherStories –

Listamaðurinn Hrafnhildur Arnardóttir er búsett í New York þar sem hún gerir það gott en hún starfar undir nafninu Shoplifter. Síðustu misseri hefur hún unnið að fatalínu í samstarfi með sænsku verslunarkeðjunni &OtherStories og er línan væntanleg í valdar verslanir í febrúar – mjöög stórt og mikið spennandi (!)
Hrafnhildur hefur haldið ótal listasýningar, unnið mikið með einstaklingum eins og Björk Guðmundsdóttur en einnig tekið að sér sambærilegt verkefni og þetta þegar hún vann t.d. með danska hönnunarfyrirtæki HAY. Ég myndi segja að hún væri búin að meika’ða án þess að vera of mikið í sviðsljósinu.

Hrafnhildur hefur þetta að segja um línuna í “press release” um samstarfið:
“I wanted this collection to be colourful, playful, humorous and super comfortable. Surface and texture are the focal point, and simple shapes have a casualness to them that can be mixed and matched depending on your mood. Everything in this collection can be paired with staples in your closet to make them pop whenever you want to stand out,”

Dansarinn og góðvinkona mín, Þyri Huld Árnadóttir, er ein af aðstoðarkonum Hrafnhildar þessa dagana en hún lenti í ansi skemmtilegu atviki í vikunni þegar verið var að skjóta lookbook fyrir komandi fatalínu. Þyri átti að vera á tökustað til að hjálpa til á bak við tjöldin en á stuttum tíma breyttist hennar hlutverk og áður en hún vissi af var hún sest í hár og makeup og henni “hent fyrir framan myndavélarnar”. Við eigum því von á að sjá íslenskt módel meðal atvinnu módela sem kynna “íslensku” fatalínuna. Myndirnar verða klára fyrir jólin og ég bilast úr spennu enda Þyri snillingur með meiru.

14695512_10154080460950669_6482779243276940607_n

Þyri Huld Árnadóttir í fatnaði úr fatalínunni –

Hvernig kom það til að þú tækir þátt í myndatökunni með þessum hætti?
Það er allt mjög fyndið. Ég bauðst til að aðstoða við hreyfingar því myndatakan var innblásin af break-dans tímabili Hrafnhildar þar sem hún var í Icebrakers með Bjössa bróðir mínum. Áður en ég vissi af var síðan búið að henda mér í hár og förðun og ég bara mætt fyrir framan myndavélina.

Heilluðu fyrirsætustörfin?
Ég myndi nú ekki segja að fyrirsætu störf heilli en það er alltaf gaman að dansa fyrir framan myndavél.

Hvernig líst þér á fatalínuna?
Fatalínan er geggjuð og svo mikið af ótrúlega flottum printum frá verkunum hennar Hrafnhildar. Það sem heillaði mig mest við hana var hvað öll fötin voru þægileg en samt töff.

Hvað er framundan í New York?
Það sem er framundan er að leita að nýjum ævintýrum og njóta þess að vera með kærastanum mínum sem er hérna úti í námi áður en ég fer aftur á klakann.

14708169_10154080460935669_5810835982512716735_n14656382_10154080460910669_4732176637193332429_nÉg vona að engin fyrirsæta hafi reynt að leika þennan liðleika Þyriar eftir –

 14797382_10154080501490669_919044334_n 14804732_10154080501485669_45494762_n 14804886_10154080501500669_1761413082_n

Fatalínan mun innihalda föt, fylgihluti og snyrtivörur. Hér má sjá eitthvað af því sem í boði verður –

14805517_10154080501495669_1811101587_n 14805628_10154080501555669_2006123356_n

27 manna crew kom að tökunni og þar af voru Íslendingar í eldlínunni. Lilja Baldurs spilaði stórt hlutverk en hún vann að framleiðslu tökunnar ásamt Hrafnhildi og sænsku verslunarkeðjunni. Lilja tók myndirnar hér að neðan –

14787552_10153977664352551_510711724_o 14803072_10153977664272551_1938092213_o 14808861_10153977664267551_1598663789_o

Síður brosbolur er á mínum óskalista!

IMG_4523 IMG_4529

Ljósmyndari var Annelise Phillips,
Stílisti: Edda Guðmundsdóttir
Aðstoðarmaður stílista: Brynja Skjaldar
Aðstoðarmaður stílista: Martin Tordby

Hár: Dennis Lanni,
Make up: Devra Kinery
Producer: Lilja Baldurs ásamt &OtherStories

Ég bíð spennt eftir að fá að sjá útkomu myndinna sem og að næla mér í flík þegar þær mæta í búðirnar hér í sænska!

Áfram Ísland!

//

We have an exiting collaboration between & Other Stories and the Icelandic artist Hrafnhildur Arnardóttir a.k.a. Shoplifter. Hrafnhildur lives in New York where they shot the lookbook and she has been doing pretty intresting things there.
Hrafnildur had this to say about the collection:

“I wanted this collection to be colourful, playful, humorous and super comfortable. Surface and texture are the focal point, and simple shapes have a casualness to them that can be mixed and matched depending on your mood. Everything in this collection can be paired with staples in your closet to make them pop whenever you want to stand out,”

The collection is inspired by the brake-dance period and includes very nice prints and wearable items. It’s expected in selected & Other Stories stores and online next spring, but I am actually more exited about the look book which will be published soon. I will tell you why…
One of my best friends, the dancer Þyri Huld Arnadottir, was an assistant backstage at the shoot. But her role changed suddenly and before knowing it her hair and make-up was done and she ended up in front of the camera – can’t wait to see the result !

xx,-EG-.

10 GLAMOUR ÓSKIR

LANGARMAGAZINE

English Version Below

 

 image2

Morgunútsýnið var ekki amarlegt. Ég náði að fletta í gegnum nýja IKEA bæklinginn og gaf mér mér loksins tíma til að setjast yfir ágúst útgáfu Glamour. En þar sit ég einmitt fyrir svörum þennan mánuðinn í nýjum lið sem nefnist Óskalistinn.

Þar sem ég stóð í flutningum þegar ég svaraði spurningunum, þá litast svörin svolítið af því.

image1

 

Það er hollt og gott að setja upp óskalista öðru hverju … Eitthvað af því sem ég nefni hér að neðan hef ég lengi viljað eignast sem sýnir að ég er ekkert að flýta mér í kaupunum. Frekar vil ég eiga fyrir hlutunum og kaupa þá þegar hentar, þó það geti ekki alltaf gerst “í dag” þá kemur að því einn daginn. Það er hollt að þurfa að bíða, stundum.

1. Georg Jenssen klukka

Tímalaus klukka (má maður segja það?) sem hefur lengi verið á óskalistanum. Ég gat aldrei ákveðið mig hvort mig langaði í eina stærri eða fleiri smærri. Nú hef ég gert upp hug minn og ætla að velja þrjár litlar sem síðbúna afmælisgjöf. Það er eins gott að vera tímalega innan um alla skipulögðu Svíana.

2. BOB bolur

Klassískir stuttermabolir eru þær flíkur sem eru mest notaðar í mínum fataskáp. Nýju bolirnir frá BOB lenda í Húrra Reykjavík í ágúst og ég bíð spennt!3. Hátalari frá B&O

Ég er að fara að eignast garð í fyrsta sinn og þetta er það fyrsta sem mig langar að eignast. Þarf engin garðhúsgögn á meðan ég hef hlýja tóna.

4. …. allra mest langar mig í smá frí með dekri í nokkra daga. Það er eitthvað sem maður á að leyfa sér í ágúst, rétt áður en að rútínan byrjar á ný.

5. Kaffibolli

Nýtt hús – nýr morgunbolli? Mér finnst það segja sig sjálft … Thermal mug frá Royal Copenhagen má verða minn.
Þið kannski sjáið að hann hefur nú þegar orðið minn.

6. Sófi NORR
Held að þessi sé búinn að birtast áður á mínum óskalistum. Hann verður þar þangað til ég læt verða að kaupunum. Fullkominn að svo mörgu leiti.

7. Inniskór

Ég hef haft augastað á dásamlegu fóðruðu Gucci skónum í sumar. Útlitið minnir á inniskó og mig langar svo að finna sambærilegt lúkk á viðráðanlegra verði. Þeir einu sönnu verða örugglega aldrei mínir.8. Redone gallabuxur
Í rauninni langar mig bara í fullt af fínum gallabuxum fyrir haustið. Redone endurgera 90s Levis lúkkið á nákvæmlega þann hátt sem ég kann best að meta. Merki sem þarf endilega að koma í sölu hér á klakanum hið fyrsta.

9. Nýja myndavél
Tímabært og mjög mikilvægt fyrir tísku-vinnu sem er framundan.10. Úlpa
Sumir segja að ég sé yfirhafnarfíkill en það er sú flík sem ég kaupi lang mest af. Þó á ég enga góða úlpu og það þarf að bæta úr því þetta haustið. Ég vil stóra hlýja dúnúlpu með fallegu loði. Jökla Parka gæti komið til greina? Það er skemmtilegra að klæðast íslensku erlendis.

 

//

I had such a nice start of the day. Royal coffee, the new IKEA catalogue and Glamour! It is not so often that I have the chance to have that kind of mornings these days …
Which are my 10 wishes for the Fall? Find out in Glamour Iceland, August Issue. Above you can read my answers, in Icelandic – sorry! Copy/paste on google translate?

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

ALDREI KÚL AÐ VERA ILLA KLÆDDUR

LÍFIÐMAGAZINE

English Version Below

Jæja … stærsta útilegu helgi ársins er runnin upp og ég flúði land að þessu sinni. Fréttablaðið heyrði í mér og bað um mínar skoðanir á hvernig best sé að klæða sig. Ég deili viðtalinu hér fyrir neðan og vona að einhver ykkar geti tekið tipsin til sín.

trendnet

Þess má geta að ég valdi ekki fatnaðinn sem fylgdi með greininni og deili þeim flíkum þessvegna ekki með hér í póstinn :) en lúkkin hér að neðan henta vel og er i tilvalið fyrir góðu spánna sem er framundan.

 f4a798243aef6d2b1c554e23801b8a23
Alexa Chung veitir mér innblástur –

387c32c185b81261f299621ee6279572

Gleðilega lengri Verslunarmannahelgi kæru lesendur …

//

Fréttablaðið, an Icelandic newspaper featured me to get some advice for the big travel weekend in Iceland. This weekend people visit different festivals around the country. The most important point for me is that people take clothes that keep you warm because it is never cool to be freezing.

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&

Trendnet á Facebook – HÉR

MAMMA VEIT BEST

MAGAZINE

Ég var beðin um að deila tískuráðum sem ég hef fengið frá mömmu minni …

Það fyrsta sem kom uppí höfuðið á mér var ritað niður á blað og nú rakst ég á þau orð í Nýju Lífi. Það er gott og hollt að þurfa að líta aftur í tímann. Ég var til dæmis alltaf látinn vinna fyrir mínum kaupum og ég þakka fyrir það í dag. Þar sem að mér fannst gaman að kaupa ný föt þá vann ég líka meira. ;) Á Menntaskólaárunum vann ég um 50% með skóla og síðan þá hef ég alltaf viljað vinna mikið – það er þroskandi og kemur manni lengra í lífinu. Hollt fyrir unglinga að þurfa að fylgjas með eyðslunni.

 

elisabet1

 

11715975_10153107565372568_164706889_n 11667816_10153107565367568_1929053548_n

“Mamma studdi mig í gegnum allskonar tímabil án þess að dæma misgóðar ákvarðanir í fatavali í gegnum tíðina. Ég held að hún hafi leyft mér að taka sjálfstæðar ákvarðanir til að finna minn persónulega stíl, hvernig sem hann myndi þróast. Ég þakka fyrir það í dag og reyni að kenna dóttir minni það sama. Mikilvægasti punkturinn í mínu tísku-uppeldi er það að foreldrar mínir hafi kennt mér snemma að vinna fyrir því sem mig langaði að eignast. Ég vann því mjög mikið.”

Skemmtilegur liður … ólík svör frá hverjum og einum viðmælanda.

Takk fyrir mig Nýtt Líf. 

xx,-EG-.

Elísabet Gunnars á Facebook – HÉR
&
Trendnet á Facebook – HÉR

ÍGLÓ&INDÍ HOLIDAY MAGAZINE

ALBAÍSLENSK HÖNNUNMAGAZINE

albaiglo


Ígló&Indí Holiday Magazine
er komið út. Veglegt tímarit með mörgum fjölbreittum blaðsíðum fyrir okkur og smáfólkið. Í fyrsta sinn kemur blaðið út á ensku en þannig dreifa þau boðskapnum til allra sinna viðskiptavina.
Einn partur í blaðinu snýr að bloggurum héðan og þaðan um heiminn, “Bloggers around the world”,  en Ígló&Indí hafa þakkað bloggum fyrir velgengni sína á erlendri grundu.
Við mæðgur fengum þann heiður að fá að vera með í útgáfunni þetta árið, en við erum einmitt stoltir aðdáendur íslenska barnafatamerksins. Okkar orð getið þið lesið hér að neðan.

10822316_10152546006232568_1163344092_n10811656_10152545344347568_1989385858_n

Ég á nokkrar fleiri uppáhalds síður í blaðinu en ég held að ég hafi líka komið inn á þær í útgáfunni fyrir ári síðan. Það gleður að sjá síður sem sérstaklega eru ætlaðar börnunum.

10808159_10152545588872568_1824089265_n

Frábærar fréttir –  

10476237_10152545583832568_712068403_n

Heitt súkkulaði í jólakuldanum. Takk Ebba – 
10816192_10152545583717568_646452332_n
Litabók – 

10822276_10152545575842568_1023210444_n

Jólagjafahugmyndir –
10822197_10152545997727568_1611325645_nFallega heimalandið – 

10805532_10152545583557568_133970916_n

Okkar séríslensku jólasveinar koma brátt til byggða –  

 Til hamingju með fallegt blað Ígló&Indí. HÉR má lesa það í heild sinni.

Takk fyrir mig og mína.

xx,-EG-.

HVAÐ ER Í TÍSKU?

LÍFIÐMAGAZINE

Ég svaraði vel völdum spurningum um tískustrauma sumarsins í fylgiblaði Nýs Lífs sem kom út fyrr í vikunni.

10425040_10203305624395662_109104926594562696_n-110339582_10203305625315685_6169461471850033252_n-1 984097_10203305624955676_5220226834249008344_n-110329234_10203305625115680_1392732666433570919_n-1 10382751_10203305624035653_4834530154304248602_n-1

Spurningarnar voru af öllum toga en einu svarinu var gert betur skil.

Hvað dettur aldrei úr tísku?

Að kunna að brosa – setur alltaf punktinn yfir i-ið.

Ég veit ekkert meira heillandi en glaðlynt fólk – reynum að tileinka okkur tipsið!

… Annars mæli ég með því að þið tryggið ykkur eintak og lesið viðtalið í heild sinni.

Takk fyrir mig Nýtt Líf.

xx,-EG-.

KARLIE KLOSS FYRIR INTERVIEW

EDITORIALMAGAZINE

Út í kvöld? 
Það eru örugglega fleiri en ég sem þættu þetta góður kostur – íþróttasokkar og inniskór við dress kvöldsins!
Það kannski bara má? Ég er allavega skotin í útliti Karlie Kloss í oktober útgáfu Interview Magazine.
Elegant á móti afslöppun virkar bara dálítið notalegt.

Interview_October_2013_Karlie_s_Couture_3-660x880 Interview_October_2013_Karlie_s_Couture_12-660x880 Interview_October_2013_Karlie_s_Couture_5-660x896-1 Interview_October_2013_Karlie_s_Couture_7-660x880

Góðar helgarstundir – hvort sem að þið takið þessu tipsi eður ei. ;)

xx,-EG-.

MONITOR

IcelandMy closetMy work

I’M BACK!!

Jæja, þá er maður kominn til Íslands í rokrassgatið, pínu leiðinlegt að fara úr 30°c sól&sumar og fjúka næstum útaf á reykjanesrautinni á leiðinni úr Leifstöð en er engu að síður spennt yfir því að hitta alla mína uppáhalds. Bostonferðin leið einum of hratt fyrir minn smekk en dagskráin troðfull frá morgni til kvölds og bloggið þjáðist þar af leiðandi, svefntíminn þjáðist enn meira en þessi ferð var ein af okkar bestu, það er á hreinu!

Voruði búin að sjá nýjasta Monitor ? -Þar var undirrituð í skemmtilegu summer must haves viðtali. HÉR er svo hægt að nálgast blaðið á netinu, þarf að næla mér í eintak, fæst ekki blaðið fríkeypis einhvern staðar?

..

 Mixed feelings being back in Iceland when there is practically a storm outside, not ideal to go from 30°c sun&summer to this but surely it’s gonna be fantastic to see all our beloved. Boston went by way to fast and we were busy little bees the whole entire trip so there was really no time to sleep let alone blog. But this trip was the best time ever, that’s for damn sure. Missing our munchies already!

On another note there is an interview with me in the latest Monitor newspaper regarding summer must haves -fun! Also on this website. (google translate :)

X

PS